mánudagur, febrúar 28, 2005

Það fer ekkert á milli mála hvar við vorum á laugardagskvöldið ansi fallegar myndir af okkur vinkonunum á Sólon.
EIns gott að það er engin lubbi undir höndunum

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Í gær var útskrift hjá HÍ..til hamingju Erna, Anna og Rósa og allir hinir sem voru að útskrifast. Var útskriftarveisla hjá Ernu um kvöldið...það var gaman...fólk fullt (ég var samt ekki fulla vinkonan ...;). Fórum niður í bæ að dansa... farið fyrst á klóið á Ari Ögra að þvo á sér hendurnar... (engin grjónagrautur:(). Farið á Sólon og dansað, samt svoldið of mikil R&B tónlist.. vondu dansakeppni tekin og farið meiri hamförum á dansgólfinu.. útlendingarnir á Sólon voru á sínum stað, austuríkismenn (sem töluðu bara hollensku) og Grikkir (sem kenndu okkur gríska dansa) í þetta skipti. Það koma alltaf einhverjir úglendingar að tala við mann á Sólon..ætli að sá staður sé nefndur í auglýsingunum um dirty weekend á Íslandi ??? spurning ....
Jæja eftir að allir höfðu yfirgefið okkur Erlu var farið á Hressó að hitta fullan Hauk, Erla stoppaði stutt en við Haukur áttum dansgólfið .... sérstaklega þegar að "góðvinur" okkar Heiðar Austmann var við stjórnvöldin...hvað er málið með þessa endalausu rassahristingartónlist...og...aíahíaíahíahíahíaíhahaha.... Jæja við fórum a.m.k. hamförum á dansgólfinu í takt við tónlistina. Um kl. 530 var svo skriðið í leigubíl og farið heim eftir skemmtilegt kvöld....
En hver er Haukur ???? (gullmoli kvöldsins

föstudagur, febrúar 25, 2005

90 dagar í útlönd
Í dag eru 90 dagar í útlönd...sem þýðir að ef ég ætla að ná að vera flott bikinígella fyrir þann tíma þarf ég að léttast um 50 gr. á dag... það er nú ekkert svo mikið er það nokkuð??
Bara 90 dagar í H&M jibbý og Öl og sól og kokteila og köfun og allt.... jibbý ég hlakka svo til ...

Eru að fara að koma mánaðarmót..sem er svosem ekkert tilhlökkunar efni þar sem að ég fæ ekkert útborgað er algjörlega háð honum Hauki Bauki um peninga (jú síðan er hann Visa líka ágætur félagi á svona stundum)..er reyndar að fara að vinna eitthvað í næsta mánuði fyrir LR og fæ þá einhverja peninga... :):)

Skrítinn köttur
Held að nágrannakötturinn okkar sé eitthvað hrifin af okkur..... EIn morgunin var ég að loka glugga sem hafði verið opin alla nóttina og þá voru kattarspor í allri gluggakistunni....við haukur fórum um alla íbúð...here kitty kitty..en fundum engan kött...svo sat ég í rólegheitum heima í gær og var að horfa út um gluggan og kemur þá ekki köttur á svaka ferð hlaupandi í átta að svalahurðini stekkur svo mjög hátt og skellur á svalahurðarúðunni (reyndar ekki mjög fast en....) ..held að hann sé að reyna að brjótast inntil okkar .... til að láta mig fá ofnæmiskast...stupid cat


Selur
Ákvað að vera aftur selur í gær... þorði reyndar ekki að synda km. en synti hálfan í staðin og þar af 150 m. í skriðsundi....var rosa stolt af mér..þar til í seinustu skriðsundsferðinni... ég var komin svona 20 m. þegar að ég mætti manneskju sem var að synda skriðsund..jæja við syntum bara framhjá hvor annarri ekkert mál...en svo þegar að ég var að basla við að synda seinustu 10 m. að bakkanum hinumegin tók þessi sama manneskja framúr mér......þannig að meðan að ég var búin að synda 20 m. synti hún 60.......okey ég veit að ég syndi hægt en.....

Erla afmælisbarn
Erla átti afmæli í gær...til hamingju með afmælið.... hún bauð okkur í afmæliskaffi...nammi,namm.... fengum góðar kökur og brauð...slurp....kaloríufjöldin var aðeins meiri en leyfilegt er...en það er alltí lagi...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

MElónur eða ananas
Rakst á ansi áhugaverða frétt á Mbl.is um það að stærð og lögun brjósta segi til um hvernig persónuleika konanan er með... Sem er svosem gott og gilt..en svo kemur lýsinginn á brjóstunum, sem er líkt við ávexti...melónur, perur (skil það), ananas (hvernig eru þau... oddhvöss og stinga ?), appelsínur, greipaldin (lítur það ekki eins út) og sítróna..... Sko þrátt fyrir gott ímyndunarafl..er ég ekki alveg að sjá fyrir mér allar þessar brjóstagerðir..ananasinn hefur sértstaklega valdi mér höfuðverki...hjálp....

Selurinn Bíbí
Í gær var dagur 3 í rassahristingum og var ákveðið að breyta aðeins til og sleppa lyftingum þannig að ég gæti nú gengið í dag... Ekki var þorandi að fara á W.C. því að testósterónandrúmsloftið veldur mér ofskynjunum sem lætur mig finnast það vera góð hugmynd að fara að lyfta 3 daginn í röð.... Ákvað í staðinn að fara að synda...var samt hálf hrædd þegar að ég kom í laugardalslaugina þar sem að búið er að færa innganginn...
jæja mín skellti sér útí og byrjaði að synda, komst reyndar að því að ég þarf að fara að fjárfesta í nýju sundoutfitti þar sem að glútusinn verður fjórfaldur í gamla sundbolnum mínum (sem er síðan ég var 15 ára) og bikiníið sem ég synti í í gær er ekki alveg nógu traustvekjandi..var hrædd um að vinkonurnar myndu poppa út í einhverri ferðinni (það gerðist sem betur fer ekki).... Var búin að gleyma því hvað það er æðislegt að synda...og svo var ég svoldið stolt af mér þar sem að mér tókst að synda 2*50 m skriðsund án þess að drukkna ..jibbý... Vandamálin byrjuðu samt ekki fyrr en ég var búin að synda mín 1000 m. (eða 900 eða 1100 ruglast alltaf í talningunni)..minns skellti sér í heitapottinn í nokkrar mín. og þegar ég stóð upp ætluðu lappirnar ekki að standa undir mér... mér tókst samt með herkjum að fara í sturtu og klæða mig og komast út í bíl..(var hrædd um að það myndi líða yfir mig í sturtuinn og ég myndi vakna nakin á sturtugólfinni með fullt af nöktu fólki sturmandi yfir mig..)þar sem ég þurfti að borða matinn sem ég var með þar og bíða svo í fimm mínútur á meðan orka komst aftur í fæturnar þannig að ég gæti keyrt heim...og þegar þanngað var komið stein sofnaði ég í klst.... Var búin að gleyma hvað það er erfitt að synda....
Reyndar eitt gott ég léttist um 2 kg. á sundinu..var a.m.k. 2, 5 kg. léttari á vigtinni í sundlauginni en ég var í WC kvöldið áður.... þarf bara að fara synda 2 km. í viðbót og þá er ég komin í draumaþyngdina....

Vann svo bíómiða á forsýningu Constantin í gær...Það var gaman...mæli alveg með henni..er svona sma samblanda af Stigmata, Blade og Dogma...alveg ágætis afþreying...

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sveittir kallar
Í gær var dagur 2 í rassahristingum...Passaði mig vel að fara í réttum undirfötum þannig að glutusinn var sléttur og fínn :)... Var ógislega mikið að gera þegar að ég kom og eina orbitrekið sem var laust var á milli tveggja stórrra manna.... ég skellti mér á það og byrjaði að svitna.....og svo gerðu kallarnir við hliðina á mér líka...ojjj...eftir öll mín ljúfu ár í kvennafansi í Baðhúsinu var ég búin að gleyma því hvað kalla svitafýla getur verið vond oj..oj... en sem betur fer er lyktarskynið þeim hæfileikum gætt að aðlaga sig að lyktinni..þannig að hún hvarf eftir smá tíma :) og ég gat unað mér vel á orbitrekinu í 30 mín...(var meira að segja pínu lengur því að ég var svo spennt að sjá hvort að Jonathan myndi ráða lærlinginn eða ekki.... sorglegt að ,aður skuli festast yfir Blow out í gymminu en gott þar sem að nokkrar auka fitufrumur fuku fyrir vikið).. Þar sem að ég var umvafinn karlhormónum (og mörgum með fallega vöðva) gat ég ekki annað en tekið smá hring í lyftingarsalnum og látið mig dreyma um fallegu Madonnu upphandleggsvöðvana sem verða komnir eftir 3 mánuði (alltaf gaman að dreyma..). Á reyndar ábyggilega eftir að gjalda þess á morgun..ekki sniðugt að lyfta tvo daga í röð þegar maður er að vekja vöðvana aftur af löngum sófa dvala....
Kom síðan heim og horfði á lokaþátt judging Amy... mér finnst þessi þáttur algjör snilli... en verst að nú þarf ég að bíða eftir næstu seríu... oh..oh...

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Tvískiptur Glutus maximus..
Jæja í gær var dagur 1 í rassahristingum... Skellt mér í WC orbitrekaðist og lyfti.... eina sem skyggði á gleðina var sú sjón sem að ég sá í speglinum er ég var á orbitrekinu.... Minns hafði ekki vandað brækuvalið nógu vel og þær skárust ískyggilega mikið inní Glutus maximus við hverja sveiflu...oj..mér finnst svona nærbuxnarenndur svo ljótar..Svo var ég líka í næstfremstu röð..þannig að allt fólkið sem var að svitna fyrir aftan mig hefur fengið að dást af mínum fjóru rasskinnum...það er greynilegt að þessum brækum verður saltað þar til að rassinn er orðinn stinnur og komin í rétta stærð...

mánudagur, febrúar 21, 2005

Baktería
Ég hef ávallt verið heilsuhraust manneskja og má þakka fyrir það að verða mjög sjaldan veik...en þó er samt ein baktería sem skítur upp kollinum ansi oft..misjafnt er hvað hún stoppar lengi og hvað meðal virkar til að losna við hana...er samt vissum að ég mun aldrei fyllilega jafna mig á henni..held að þegar maður hefur fengið hana einu sinni þá fari hún aldrei... Þessi baktería nefnið Basilus ferdalagus eða ferða bakterían eins og hún nefnist á íslensku... Hún lét kræla á sér hér rétt eftir hádegi og bara vill ekki fara... MIG LANGAR AÐ FARA 'A FLAKK... þrátt fyrir að ég hafi fengið gott meðal þar seinasta sumar með ferð minni um S-ameríku og Tæland þá er það ekki nóg...mér er farið að klæja í fingurna og hugurinn reikar um framandi slóðir.... Er búin að ákveða á eftir að ég lík masternum þá taki ég mér pásu frá námi og fari að ferðast í a.m.k. 5 mánuði..draumurinn er að fara til Víetnam, Laos, Kína og jafnvel Burma,tíbet (sem er reyndar hluti af kína) og Indland og taka svo Síberíuhraðlestina frá Bejing til Moskvu.... oh mér langar svo.......
Er reyndar að fara til Tyrklands í sumar (og vonandi Svalbarða) en það er samt ekki svona ferðalag...Við Haukur erum reyndar að plana að fara út í okt/nóv oí kannski 2-3 vikur og flakka um austur evrópu....þ.e. Tékkland og þau lönd...eða jafnvel KRóatíu og Slóvení...
æ ef að maður ætti bara fullt af peningum og nóg af tíma...

mánudagar

Aftur komin mánudagur...það er ótrúlegt hvað þessi tími líður hratt..... Ég er svo þreytt..vildi að það væri helgi enþá...oh.... Jæja er annars að byrja á 6 eininga verkefni til meistaraprófs í líffræði sem þýðir að ég er að lesa greinar og skrifa svo yfirlitsgrein og á þetta allt að taka 6 vikur...er að lesa fyrstu greininga og OMG....hvað hef ég komið mér útí endalaustar stærðfræðijöfnur með x og z og ' og N og hinu og þessu...enda heitir verkefnið mitt Kennileg faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera !!..þetta er a.m.k. mjög krefjandi og það er svo sem fínt að vita hvernig lífverur dreifast (jæja sérstaklega þar sem mér langar að far útí einhverskonar framvinduvistfræði, landgræðslu og endurheimt í framtíðinni....en úfff...það þarf sko aldeilis að sletta framúr ermunum og bretta úr klaufunum til að klára þetta......
Síðan byrja víst rassahristingarnar miklu í dag...oh.. ég er alveg að fara að gefast upp....en ég stefni að því að fara á WC í kvöld og orbitrekast og lyfta...... sjáum hvort að það gangi...jú það skal ganga (segir íþróttaálfurinn á annarri öxlinni) ..en það er svo skemmtilegt í sjónvarpinu í kvöld ..( segir sófakartaflan á hinni)....

laugardagur, febrúar 19, 2005

Tími til komin að fara að hrista rassinn...
Sit hér og háma í mig snakk nammi namm.... held að ég gæti alveg lifað án nammis ...en snakk...I love it...kannski er það samt bara MSG bragðið af því sem er svona morish taste (svona eins og Quandong pieið í ástralíu).. Jæja var a.m.k. að átta mig á því að ég er að fara til Tyrklands eftir rúma 3 mánuði ... og eins og alþjóð veit þá verður maður nú að líta vel út í bikiníunu í sumar á sólarströndinni (og survivor outfittinu þegar tequilað er við hönd) og svo er ekki verra að vera í góði formi fyrir vinnuna í sumar á Skeiðarársandi og vonand líka í námskeiðinu á Svalbarða...Þar sem að þolið er á við stórreykningar mús og maginn ansi slappur er um að gera að fara drífa sig í ræktina og reyna að byggja upp smá vöðva....er búin að kaupa mér kort í WC hérna hinumegin við götuna en seinustu tvær vikurnar hefur rassinn verið saumaður fastur við sófann..en nú hefur Bíbíin ákveðið að tími sé komin til að draga upp nálina og rekja upp og reyna auk þess að losa sig við snakk fíknina...ummmm snakk er gott....og borða aðeins snakk í samræmi við salt og sítrónu og vökvanum sem því fylgir.....
Þannig að markmið Bíbíarinnar er að verða komin í þrusuform í sumar og geti hlaupið á milli bara á Marmaris og yfir Skeiðarársandinn endilangan án þess að blása úr nös....
Vona að þetta gangi upp...en oft eru hugmyndir sem slá upp í kolli manns ekki eins langlífar og maður vill......................
En jæja hér hafið þið þetta

föstudagur, febrúar 18, 2005

Ég styð ÞETTA..Vona innilega að þetta verði að lögum..Hlakka til að geta farið út að borða án þess að þurfa að passa mig á því hvar ég sit...og fara á djammið án þess að lykta eins og öskubakki, og vera illt í augum og lungum....Jibbý..ég hlakka til ..ég hlakka svo til ......:):):)

Annars er þessi síða farinn að vera alltof mikill áróður gegn reykingum.......humm mér finnst þær ógeð og mun alltaf finnast (n.b. þegar ég var yngri og það var fólk að reykja í spilaklúbb hjá foreldrum mínum og ég kom heim...sagði ég iðulega oj hvað er vond lykt hérna og límdi svo límmiða sem stóðu á reykingar drepa og reykingar eru ógislegar á kveikjarann hennar mömmu......) en jæja ég skal hætta að röfla um þetta...ég held að mín skoðun sé kominn í ljós......

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

ég hefði átt að kvarta aðeins meira hérna fyrir neðan

Brostu framan í heiminn og þá brosir heimurinn framan í þig

Ég skil ekki....
1) Fólk sem reykir að staðaldri.... (veit að það getur verið erfitt að hætta og allt það...en það er hægt...og svo er mér minnistætt sem að ein manneskja sagði við mig...."ég þarf þá ekki að verða eldgamall og deyja óhamingjusöm úr elli" nei kannski ekki en þú ert að stórauka líkurnar á því að fá lungna og magakrabba (sem er mjög erfitt að lækna) nú eða lungnaþembu og einhvern annan óþvera og svo er líka vond lykt af þér....)
2) Fólk sem er að alltaf að vorkenna sjálfum sér...(jú jú maður þarf nú stundum á því að halda að láta vorkenna sér...en svona fólk sem er alltaf að velkja sér uppúr því sem hefur farið illa í lífi þeirra og lætur aðra vorkenna sér....)
3) Ríkistjórn Íslands ...fyrir svo marga hluti t.d.hversvegna er verið að eyðileggja landið okkar með stóriðju og hversvegna er ekki búið að banna reykingar hérna á öllum vinnustöðum eins og á Írlandi....nefndi þetta nú í samkvæmi um daginn og var skotinn í kaf...þ.e. rökin voru..þú þarft ekkert að fara á djammið og fólk þarf ekki að vinna á stöðum þar sem reykt er.... en afhverju á 80% þjóðarinnar að þjást fyrir veikleika 20% hennar..afhverju á ég ekki að geta farið á djammið án þessa að fá illt í augun, verða illa lyktandi og fá illt í lungun... afhverju vega réttindi reykingarmannsins meira en mín ??? Bara að spá ... En ég segi það enn og aftur mér finnst reykingar ógislegar og hef aldrei reykt..OKey ég skil svosem með kynslóð ömmu okkar og afa því að skaðsemi reykinga voru ekki þekktar og veit ekki einu sinni hversu þekktar þær voru þegar foreldrar mínir voru ungir..en nú í dag...fólk á aldur við mig að reykja ...þið vitið að þetta er stórhættulegt til frambúðar..langar ykkur ekki til að lifa heilsuhraust á elliárunum og geta fylgst með barnabörnunum vaxa úr grasi og nýtt eelliárin í að ferðast og leika sér... okey ég veit að þetta á kannski ekki við alla reykingarmenn sumir lifa heisluhraustir til 100 ára aldurs..en það er svo miklu meiri líkur á að þú lendir í hinum hópnum....Jæja nóg um þetta ...ég bara skil ykkur ekki og mun aldrei skilja...ekki frekar en ég skil offitusjúklinga sem gera ekkert í sínum málum (þá er ég að tala um virkilega feitt fólk (130+)), þið eruð líka að skemma sjálf ykkur með óhollum lífnaðarhætti... reyndar er þetta ættgengt hjá sumum og fylgir oft öðrum sjúkdómum eins og þunglyni og öðru... en með nútíma læknavísindum , réttu mataræði, hreyfingu og aga ætti að vera hægt að draga mikuð úr þessum vanda....
Ég meina ég geri ýmislegt í hófi sem er ekki hollt fyrir mig ...en lykilorðið er í hófi...þú skaðar þig ekki mikið á að borða óhollan mat einstöku sinnum, drekka einstöku sinnum og jafnvel fá þér 5 rettur á djamminu 1*í mánuði (ég skil það samt ekki) en að gera þetta uppá hvern dag í óhófi ......
4) Dómskerfi íslands...það er nú bara nóg að lesa um þá dóma sem fólk fær fyrir hrottalega glæpi eins og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nauðganir...fólk þarf að vera virkilega illræmt eða/og sjúkt til að gera svoleiðis hluti...
5) Stríð....hvernig er hægt að leysa nokkurn ágreining með því að drepa fólk..held að maður sé að auka á vandann með stríði en ekki leysa hann.... hvað heldur þú ?
Æ það er svo marg sem að ég skil ekki og á ábygglega aldrei eftir að skilja.......

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Það er nú meira ruglið...
með þetta íbúðarverð..kíki einstaka sinnum inná fasteignavef morgunblaðsins og mér finnst þær alltaf vera að hækka....var að sjá íbúð sem var alveg eins og ein sem að við skoðuðum áður en að við keyptum og það var sett 3 milljónum hærra á þessa (15,5 í stað 12,5)...þetta er nú meira bullið...Minns er feginn að vera búin að kaupa

föstudagur, febrúar 11, 2005

TIl haminingju með afmælið mamma
Besta manneskja í heimi á afmæli í dag, hún mamma.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Nærbuxna fælni Bandaríkjamanna
Fúff ég er nú hrædd um að ég yrði ansi fátæk ef að ég myndi flytja til virginíu í Bandaríkjunum; þeir eru nefninlega farnir að sekta fólk um 3200 kr. fyrir að láta sjást í nærbuxurnar hvort sem að það eru boxerar, ömmunærur eða strengir.... Hvað eigum við að gjalda fólk eins og ég sem fær aldrei nógu síða boli (og finnst best að vera í mittislágum buxum)....Þó að ég reyni mitt besta þá gægjast þær oftar en ekki uppfyrir buxnastrenginn..ég er þó allavega alltaf í fallegum og litríkum nærum í tilefni þess...mér finnst ekkert verra en að láta glitta í ljótar og slittnar nærbuxur...Jæja eitt er víst að ég flyt ekki til virginíu....

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Lesi blesi...
Jæja sit hérna uppá skrifstofu hjá mér og les greinar og reyni að klumbra saman Rannsóknarnámssjóðs umsókn..vona að ég fái styrk (samt ekkert miklar líkur...en má þó reyna).. Er reyndar alltaf að komast meira og meira að því hvað ég er að fara að gera merkilega rannsókn á sviði sem lítið hefur verið kannað..alltaf gaman að gera eitthvað nýtt..
Skrifstofan mín (eða 1/2 skrifstofan mín) er alltaf að verða meira kósý..löngu komin með teppi og nú var ég að hengja upp myndir (eftir monet) og koma með einn af mínum mörgu bangsímonum... :) fer allt að verða heimilislegt..enda verður þetta annað heimilimitt næstu tö árin...jæja allavega á veturnar býst nú við því að vera sprangandi um á Skreiðarársandinum næstu tvö sumur..
Annars er voðalega lítið að frétta...sem útskýrir kannski bloggletið...það er bara ekkert merkilegt að gerast hjá mér sem er þess virði að blogga um... jæja nema nátturulega öll þessi nýja þekking en ég er nú hrædd um að þið fengjuð fljótt leið á mér ef ég gerði ekki annað en að skrifa um stratified diffusion, nucleaton theory of succession og nascent foci og fleira í þeim stíl..
Jæja best að halda áfram að gera eitthvað af viti

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Jæja nú er komin febrúar ..styttist óðum í sumarið....
Það verður gaman..verð samt ábyggilega á fullu í allt sumar og lítið heima... felt á Skeiðarársandi, Tyrkland og svo vonandi Svalbarði here i come... Jæja alltaf gaman að láta sig dreyma um sumarið svona ísvartasta skammdeginu þegar maður á að vera að lesa og læra...er að reyna að pússla saman Rannísumsókn og í þeim tilgangi að ná mér í heimildir á netinu...er að verða brjáluð yfir því hvað lítið er til af tímaritum á hvar.is og þjóðarbókhlöðunni og svo kostar 350 kr. að panta grein frá útlöndum ... kannski ekki mikið þegar að ég er að panta eina grein en ég sé framá að þær verði nær tíu eða 20 .... OMG... Jæja ég hef barasta enga þolinmæði í að blogga lengur....
nenni ekki meira ...