þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Constant Gardner..
Hún var fín ..en hefði verið mun betri hefði hún verið svona helmingi styttri.. en gott plott....MIg langar til Afríku.

Carmen...
Fór á Carmen í borgaleikhúsinu á seinasta laugardag í boði SPRON...Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það..var ekki skemmtilegt en ekki leiðinlegt..flottir dansar og dansarar, fínn söngur..en var einhvernegin alveg að virka. Ekki nógu gott flæði...
Fór svo sem sérlegur aukagestur í Singstar partý til Höllu tannlæknanema (sem var herbergifélagi minn á laugavatni í fótboltabúðum KSÍ 1993).. Það var gaman. Ég var svoleiðis langbest enda eins og áður hefur verið sagt alþekkt fyrir mína einstöku sönghæfileika ;) Jæja ég náði allavega að vinna einu sinni og það hana Hildu...Eye of the Tiger rúlar ;) Nú langar mig í Singstar ...

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég á erfitt með ...
..að taka ákvarðanir. Þó þær séu litlar, þá eru þær oft erfiðar. Nú er WC kortið mitt að renna út og ég þarf að ákveða mig hvort að ég eigi að kaupa mér nýtt strax eða bíða þar til næsta haust ??? Ef ég kaupi mér ekki nýtt strax var ég að spá í að fara á svona 6 vikna einskonar BootCamp námskeið hérna í Grafarvoginum, 3 morgna í viku og svo er Hilda búin að lofa að koma með mér út að hlaupa á kvöldin. Vandamálið er þá hvað ég eigi að gera þegar námskeiðinu líkur í lok apríl (tími ekki að fara á annað ??), gæti náttúrulega farið að synda og hlaupa meira... Spurning ?? Síðan ætti ekki að vera neitt mál að níðast á Hildu í sumar er ég er í bænum (þ.e. ekki í Öræfunum), eftir 9.júní verð ég ekki nema 2 mínútur að labba til hennar....Sú verður ánægð er ég birtist á útidyrahurðinni kl 6 á morgnanna og dreg hana út að hlaupa ;);) Ég hlakka til ;);)
Mér finnst að allir eigi að flytja uppí Grafarvog...:):)

Til hamingju með afmælið !!!

Hún Erla Eir er hálffimmtug í dag...til hamingju Erla ...Knús og kossar

Menningarviti
Skellti mér á vetrarhátíð í gær ásamt Hauki. Fórum á NASA þar sem að við hittum Jenný og Erlu. Fólki ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að við skötuhjúin erum löngu orðin vel þekkt fyrir fágáðar hreyfingar og eindæmum góðan takt ;) að við höfum farið að horfa á danssveislu. En þetta var ansi gaman, eins og Haukur sagði eitthvað sem að maður myndi gera í útlöndum.....Komst að því að Afró virðist vera hin besta líkamsrækt og svo var magadans sem sló jafnvel magadansinn á Turkish night í Tyrklandi út.....

Fórum svo á kaffihús og héldum áfram að vera menningarvitar..

Þetta var gaman :):)

mánudagur, febrúar 20, 2006

TIl gamans

Hvað veistu um mig ?
spreyttu þig hér

föstudagur, febrúar 17, 2006

Draumagallabuxurnar

Ef ég væri klár hönnuður mundi ég hanna gallabuxur sem aðlagaði sig að líkama kaupanda...þ.e. víkkaði ef sá sem í þeim væri fitnaði og þrengdist að sama skapi ef eigandinn minnaði...
Mig langar í nýjar gallabuxur ..

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Jæja ég veit hvar einbeiting er..henni er haldið í gíslingu af hinum langlífa Bacillus ferðalangus....Hann neitar að sleppa nema að ég geri eitthvað í málunum og fari að ferðast...Er í samningaviðræðum á fullu, reyni að sýna honum flugmiðana sem ég á út í sumar..en hann haggast ekki...Hvað á ég að gera ????...Góð ráð eru vel þegin ....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hvert fórstu ???

Ég hef týnt einbeitingunni....finnandi vinnsamlegast skilið henni beinustu leið í kollinn á mér.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Persónulegt met

Er eðlilegt að vera næstum því búin að vera ár að skrifa 6 eininga ritgerð ...... Nei held ekki...eins gott að þetta fari að klárast...Er reyndar ekki búin að skrifa stanslaust í ár.....kláraði uppkastið í maí...sendi leiðbeinanda, fékk aftur, þá var komið sumar -> felt og úrvinnsla ganga....byrjaði aftur að vinna í ritgerð í okt, sendi til leiðbeinanda, 2 mánuðum seinna fékk ég hana til baka, er núna að byrja að laga hana aftur...þetta hlýtur að fara að klárast.

Lög

Hversvegna fæ ég alltaf svona skemmtileg lög á heilann..
Fyrir hádegi var það til hamingju Ísland með Silvíu Nótt
og eftir hádegi upphafslagið úr Strumpunum...dadadadadadadaaaadaradadaaaaaaa

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Evróvísjón...

Svei mér þá held að ég hafi aldrei séð jafn mörg léleg lög samankomin á þeim þremur kvöldum er undankeppni Evróvísjón var haldin. Það eru kannski svona 5 lög sem komið hafa fram í þessum þáttum sem mundu plumma sig út í hinum stóra heimi.

Fólk er fífl...

Eða a.m.k. fólkið sem ég og ónefnd vinkona skildum eftir ölvað á ölveri á föstudagskvöldið....Hvað er málið...þið eruð bæði gift og ekki hvort öðru...
Maður fer að spá í það hvað þetta sé algengt...ég er a.m.k. alltaf að heyra um framhjáhald hinna og þessa (sem ég þekki nú ekki) sem hinn og þessi þekkja..það er eins og fólk getu ekki fengið sér í glas með fólki af hinu kyninu án þess að eitthvað gerist....er farinn að skilja hversvegna fólk er svona oft á móti makalausu djammi á vinnustöðum, þau virðast oftar en ekki enda í rugli.....Fólk er fífl...

föstudagur, febrúar 03, 2006

Tölfræði
Hélt að ég myndi aldrei segja þetta en mér finnst tölfræði skemmtileg... Er að gera heimaverkefni í Lífmælingum II í R-inu og það er bara ótrúlega gaman... er að skrifa formúlur og láta reikna út fyrir mig allskonar skemmtilegar stærðir eins og skekkju og ferilris, staðalfrávik og fleira skemmtilegt. Eins og ég skildi nú ekkert í þessu hér í denn, þá er þetta bara ekki eins flókið og ég hélt.
Jæja best að halda áfram að læra :)

Ég held að ég sé orðin fíkill....líkamsræktarfíkill...ef ég fer ekki í ræktina á hverjum degi líður mér illa...þarf að beita mig hörku til að hvíla á sunnudögum...Jæja það er nú hægt að vera fíkill á margt vitlausara en þetta...

EXTREME
Það jafnast ekkert á við það að fara í tíma í leikfimi..keyra sig svo gjörsamlega út að eftir seinasta froskahoppið þá gefa lappirnar eftir og maður liggur kylliflatur ásamt öllu hinu fólkinu (já líka stóru kallarnir).. Mér finnst gaman í EXTREME enda hverjum mundi ekki líka að láta kýla í magan á sér (reyndar aðeins 100x ekki 500x eins og sumir , þurfa að burðast með 92 kg. hávaxinn karlmann á bakinu 8 hringi um íþróttasalinn ( er nú kannski svona 30 m2), sippa 400x, gera furðuleg hopp þar til að fæturnir neita að hlýða lengur og svitna 2 l í hverjum tíma..... Verð samt að viðurkenna að ég er alveg að sjá það að ég fíla mig best þegar við erum með boxhanskana að kýla eða að sparka í púða...Síðan beit mín það í sig að þessi tími væri ekki nóg...ég yrði að fara að hlaupa á brettinu í 15 mín eftir hvern tíma...verð nú að viðurkenna að ég skreið frekar en hljóp eftir tímann í gær...

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Áfram Ísland :)
Það er ansi magnað að sitja einn inní stofu heima og öskra, æpa og fagna yfir sjónvarpinu...Það er gott að vera stúdent og geta farið heim og horft á leikin þegar aðrir eru að vinn :)