sunnudagur, mars 25, 2007

Ég er flutt

Nýja heimilisfangið er:
Skrifstofa 141, bás til vinstri
Askja
Sturlugata 7
101 Reykjavík
Ísland

og nýi síminn:
5254265

Já, ég mun vera miðbæjarrotta næsta mánuðinn, en þá mun ég flytja aftur í Laufriman.

mánudagur, mars 19, 2007

Afsakið leiðindin...
Ég lifa mjög einföldu lífi þessa dagana, ef ég er ekki uppí skóla að skrifa (eða reyna það) er ég í ræktinni, þetta gerir það að verkum að allt annað sem gerist í mínu litla lífi virðist vera mjög spennandi. Það er svosem alltílagi að geta glaðst yfir litlum hlutum en það sem verra er að mér finnst alveg svakalega gaman að tala. Er hálf hrædd um að fólkinu sem neyðist til að hlusta á mig, finnist hlutirnir kannski ekki alveg eins spennandi og mér, en sorrý elskurnar þið verðið víst að þola þessi leiðindi í tvo mánuði í viðbót. Í maí fer að sjást til sólar á ný og þá verður sko allt gert.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Fróðleikur dagsins
um mismunandi óparametrískar leiðir til að athuga hvort að marktækur munur sé á milli tveggja lifunarkúrfa:

The Gehan-Wilcoxon method gives more weight to deaths at early time points, which makes lots of sense. But the results can be misleading when a large fraction of patients are censored at early time points.. In contrast, the log-rank test gives equal weight to all time points.

Þá vitið þið það

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég þakka nú bara fyrir að vera í plöntum ...

http://www.baggalutur.is/index.php?id=3752

fimmtudagur, mars 01, 2007

Tíminn líður hratt....

úff,fúff...stundum vildi ég að það væru 32 klukkutímar í sólahring, er að reyna að klóra mig framúr meistaraprófsritgerðinni, gengur hægt, eiginlega bara á hraða snigilsins (eða það finnst mér a.m.k.). Þarf reyndar ekki að skila henni fyrr en eftir 2 mánuði, er búin með meirihlutan af tölfræðinni, aðferðalýsingum og niðurstöðum (a.m.k. 2/3). Er núna að lesa greinar í massavís (var reyndar búin að lesa þær flestar áður) og punkta hjá mér það sniðuga sem aðrir hafa komist að, síðan eftir helgi verður farið í massív greinaskrif. Mér finnst þetta reyndar ósköp skemmtilegt, er alveg á réttri hillu í lífinu :).
Annars er ég svoldið búin að vera að skoða skóla og verkefni í útlöndum (þó ég stefni ekki að því að fara í doktor fyrr en 2008), búin að finna nokkra staði sem eru að gera áhugaverða hluti en þá eru þeir alltaf í svo furðulegum borgum (Alaska, Nýfundaland og Las Vegas....). Er samt eiginlega að hallast að því að ég eigi best heima á artískum svæðum, finnst þau amk mun áhugaverðari gróðurlega séð en þau borealísku. Ég ætti kannski bara að skella mér til Svalbarða, Rússlands eða eitthvað af antartísku eyjunum.
Jæja best að fara að lesa fleirri greinar eftir Walker, Del moral, Titus, Bliss og vini þeirra áður en ég skelli mér í leikfimi.
Er reyndar ennþá helv... svekt að Hilda hafi klikkað á borðanum í gær (var nefninlega 50 skiptið mitt í leikfimi á árinu, Hilda lofaði mér borða). Verð víst að bíða eftir 100 skiptinu.