mánudagar
Aftur komin mánudagur...það er ótrúlegt hvað þessi tími líður hratt..... Ég er svo þreytt..vildi að það væri helgi enþá...oh.... Jæja er annars að byrja á 6 eininga verkefni til meistaraprófs í líffræði sem þýðir að ég er að lesa greinar og skrifa svo yfirlitsgrein og á þetta allt að taka 6 vikur...er að lesa fyrstu greininga og OMG....hvað hef ég komið mér útí endalaustar stærðfræðijöfnur með x og z og ' og N og hinu og þessu...enda heitir verkefnið mitt Kennileg faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera !!..þetta er a.m.k. mjög krefjandi og það er svo sem fínt að vita hvernig lífverur dreifast (jæja sérstaklega þar sem mér langar að far útí einhverskonar framvinduvistfræði, landgræðslu og endurheimt í framtíðinni....en úfff...það þarf sko aldeilis að sletta framúr ermunum og bretta úr klaufunum til að klára þetta......
Síðan byrja víst rassahristingarnar miklu í dag...oh.. ég er alveg að fara að gefast upp....en ég stefni að því að fara á WC í kvöld og orbitrekast og lyfta...... sjáum hvort að það gangi...jú það skal ganga (segir íþróttaálfurinn á annarri öxlinni) ..en það er svo skemmtilegt í sjónvarpinu í kvöld ..( segir sófakartaflan á hinni)....