þriðjudagur, mars 28, 2006

Reykingar.is
Við getum ekki verið eftirbátar Dana . Áfram Ísland bönnum þetta ógeð alveg eins og Normenn, Svíar og nú bráðlega Danir hafa gert.
Andstæðingar þessa hafa helst vísað til þess að þetta sé nú alltof mikil forræðishyggja hjá stjórnvöldum. Vandin við reykingar eru þær að þó að þær drepi þá gera þær það hægt þannig að sambandið milli orsaka og afleiðinga eru ekki eins skýrar, sama á við um óbeinar reykingar (sem þrátt fyiri það sem ónefndur þingmaður heldur fram). Hver kannast ekki við að heyra..frændi minn reykti nú í 100 ár og varð aldrei veikur....ok. ..auðvita drepa ekki reykingar í öllum tilvikum. Ef að það er forræðishyggja hjá stjórnvöldum að banna reykningar er þá ekki að sama skapi forræðishyggja hjá stjórnvöldum að banna hraðakstur og skylda fólk til að nota bílbelti við akstur. Þú getur keyrt 200 km hraða allt þitt líf án þess að drepa sjálfan þig á því, en með því að keyra of hratt ertu að auka líkurnar á því að drepa sjálfan þig til muna og þar að auki að drepa saklausan farþega eða fólk í bíl er þú klessir á. En ég meina er það ekki þinn réttur að keyra eins og þú vilt, þvílík forræðishyggja. Að sama skapi og mér finnst sjálfsagt að ríkið setji lög sem banna hraðakstur og verndi mig, borgara er keyri á löglegum hraða, gegn þessum vitleysingum er þá ekki alveg eins sjálfsagt að það séu lög sem banna reykingar þar sem almenningur kemur saman til að vernda mig fyrir þeim er stunda þá skrítnu hegðun að reykja..... Jæja önnur rök sem maður heyrir oft, þið getið þá bara sleppt því að fara á staði þar sem reykingar eru leyfðar.. Málið er ekki bara svo einfalt, ég meina ég fer í 95% tilvika á reyklaus kaffihús og veitingahús, enda hef ég val þar en ég hef ekki enn rekist á skemmtistað sem er reyklaus. Ef ég myndi ekki vilja innan um reyk þá gæti ég aldrei farið á djammið.....það er ekkert val ....Það væri samt kannski sniðugt hjá 80% þjóðarinnar sem reykir ekki að fara að hunsa staði þar sem reykt er, þá er ég nú hrædd um að meirihluti kaffi og skemmtistaða hér á landin myndu fara á hausinn....
Persónulega fyndist mér að það ætti að banna reykingar alveg hér á Íslandi og hætta innfluttningi þess....(eins og 50% þjóðarinnar samkvæmt könnun er gerð var í Ísland í dag í seinustu viku). Nú eða ef að þær væru leifðar að selja þær á því verði sem að það kostar þjóðarbúið, þ.e. reikna út þann heilbrigðiskostnað sem lendir á ríkinu (a.k.a. skattgreiðendum) sem hlýst af reykingum og deila því á ársgrundvelli niður á hvern sígarettupakka og selja það á því verði.

Áfram reyklaust Ísland

þriðjudagur, mars 21, 2006

Er ekki eitthvað til í þessu ?
"Líffræðingur er allt í einu orðinn ógn, því hann gæti bent á eitthvað sem
kemur sér illa.
Það þarf því að steypa hann í mót þar sem hann má bara tala hlutlægt.
Annars er hann á móti hagvexti."
(Andri Snær Magnason mars 2006)

ál, ál og aftur ál



Ég held að íslendingar sjái bara ál, a.m.k. virðist það vera svar við öllu. Herinn fer í burtu og þá er eina ráðið til að bjarga suðurnesjunum að byggja nýtt álver í Herdísarvík, þjóðhátíð var á Húsavík þegar ákveðið var að kanna hvort að hægt væri að byggja álver þar. Austfjörðunum var bjargað með byggingu nýs álvers. Ál, ál, ál og aftur ál, það er savarið við öllu. Talandi um frjóa hugsun hjá landanum, það virðist ekki komast neitt annað að. Las nú einhverstaðar að mörg íslensk hátæknifyrirtæki gætu alveg hugsað sér að flytja starsemi sýna út á land (nú eða aftur til Íslands) ef að þeir fengju eins mikla fyrirgreiðslu og skattaívilanir hjá íslenska ríkinu eins og álverin fá. Fjölbreytni er mikilvæg, ég meina það finnst ekki öllum gaman að vinna í álverum (nú eða þjónustufyrirtæki við álver), ef að við leggjum öll eggin okkar í álkörfuna hvað gerist svo ef að heimsmarkaðsverð á áli hrinur og ekki lengur hagkvæmt að framleiða ál, munu þá stórfyrirtækin er eiga þessi álver hugsa æ við getum nú ekki yfirgefið íslendinga núna þeir hafa verið okkur svo góðir eða munu þeir vera fljótir að pakka saman og fara að gera eitthvað arðvænlegra. Og hvað þá, hvað á þá að gera til bjarga öllum þeim sem missa vinnuna á Suðurnesjum, Reykjavík, Húsavík og á Austfjörðum. Væri ekki sniðugra að reyna að finna einhverjar aðrar lausnir, jú ráðamennirnir þurfa þá kannski að fara að hugsa aðeins meira og gera ekki bara það sem þeir kunna (því þeir kunna að byggja álver), en er það ekki það sem gerir lífið skemmtilegt að takast á við nýjar áskoranir en festast ekki í gamla álfarinu ???
Ég bara spyr.......

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ekki er öll vitleysan eins...
Er víst búin að lofa Hildu að hlaupa með henni hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu næsta sumar...Þá er bara að fara að æfa sig...hef ekki hlaupið úti í meira en ár..

Fúff það sem að maður leggur á sig ...

Vonbrigði

Var að heyra það að Ítölsku landsliðsbúningarnir yrðu ekki flottir í ár á HM...sniff,sniff...þeir sem voru svo flottir í þröngu spandextreyjunum á seinasta móti...Þarf ég þá kannski bara að fara að horfa á fótboltaleikinn sjálfann ....Jæja, svona er lífið...

Til hamingju með afmælið Haukur!!!
Kyss,kyss

mánudagur, mars 13, 2006

Rokkari með meiru


Rock on!
Originally uploaded by Herdis.
Þann 5 mars varð Herdís 27 ára og í tilefni þess var haldið rokk og grúppípartý..Þetta var alveg ótrúlega gaman og ekki á hverjum degi sem að maður klæðir sig uppí leðurbuxur, rifin bol, 10 cm hæla og skellir tattúi á hina ýmsa staði ;) Skemmtilegt partý og síðan skemmdi ekki fyrir góð bæjarfer:)

miðvikudagur, mars 08, 2006

EXTREME-aftur

Var að byrja á nýju extreme námskeiði í gær...Komin nýr kennnari (sem er nú eiginlegra betri en sá gamli)..
Það var a.m.k. byrjað á einni alsherjar mælingu, maður klipinn útum allt og svo mældur hátt og lágt. Var nú ekki alveg nógu sátt við fituprósentuna vill koma henni niður um 4% það hlýtur að takast á tveimur mánuðum, vigtin má sömuleiðis fara niður um 2-3 kg..
Tók líka þolpróf...hljóp í 12 mín á hlaupabretti eins langt og ég gat...fór 2,36 km sem er meðalhraði 12 km/klst og skalast sem good...er markmiðið núna að vera komin uppí very good eftir 2 mánuði sem þýðir að hlaupa í 12 mín á meðalhraða 13,6 km/klst (2,7 km).

Jæja þannig að nú er bara um að gera að taka mataræðið aftur í gegn (þar sem að ég þarf að skila inn matardagbók) og vera dugleg í ræktinni þannig að markmiðin náist.

MARKMIÐ
Ná fituprósentu niður um 4%
Léttast um 2-3 kg
Geta gert 50 armbeygjur á tánum í röð (get um helmingin af þessu núna)
Ná very good á þolprófinu