mánudagur, febrúar 19, 2007

Skógrækt besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu ??
Einhvernvegin svona hljóðaði rúsínan í pylsuendanum á frétt um bindingu koltvíoxíð við skógrækt. Því er nú ekki að neita að skógrækt eykur fjölda trjáa og tré eins og annar gróður bindur koltvíoxíð en..... Er samt ekki besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu að minnka útblástur þeirra ??? Ég bara spyr.... (Góð leið væri t.d. að hafa frítt í strætó, draga úr stóriðju í landinu og skylda þá stóriðju sem fyrir er til að nota besta hreinsunarbúnað sem til er)..

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Dugnaður
Ég var nú ansi roskin með sjálfa mig í morgun, er ég dröslaðist framúr fyrir kl 7, skellti mér í íþróttafötin og brunaði uppí WC (pikkaði Hildu hetju með mér). Sá þá að bílastæðið var stútfullt og á leiðinni inn mættum við fullt af fólki sem var n.b. búið í ræktinni (Held því samt fram að meirihlutin af því hafi bara verið í sturtu, enda súpersturtur þarna). Fór í WC interval, mjög fínn tími, stangar og lóðalyftur ásamt maga rass og lærum, síðan var tónlistin alveg máttulega lág svona í morgunsárið. Það er líka alltaf voða gaman að stíga á vigtina svona nývaknaður, bara kílói léttari en ég var þegar ég kom úr ræktinni í gærkvöldi. Það er aldeilis það sem maður brennur á því að sofa, eins gott þá að ég sofi nú ekki of mikið, hef nú ekkert gott af því að léttast mikið meira. Á reyndar ennþá langt í það að verða bannvara á tískuviku í London eða Mílanó, þyrfti að taka af mér svona 13 kíló í viðbót. Er samt alveg viss um að ég yrði einstaklega falleg beinagrind.
Annars var snilla herþjálfunaræfing í gær, skokk, sprettir, eltingaleikur, armbeygjur og magi allt úti og svo heitapotturinn í laugardalslauginni á eftir. Versta að ég var svo upptjúnuð eftir þetta að ég átti erfitt með að sofna, lág eiginlega andvaka (sem reyndar þýðir að ég sofnaði ekki um leið og ég lagðist á koddan eins og vanalega heldur kannski svona 30 mín síðar ;))
Eins og sést á þessum færslum er ég eitt alsherjar líkamsræktarfrík þessa dagana, enda búin að fara 34* í ræktina á árinu (5-6 sinnum í viku að meðaltali), það er fínt að vera búin að skipta út Stargate fyrir Worldclass.
Annars er nýjasta áhugamálið okkar Hauks að horfa á Battelstar Galactica erum núna hálfnuð með 2 seríu.....já ég veit ég er Sci-Fi nörd ;)

mánudagur, febrúar 12, 2007

Til hamingju með afmælið
Í gær átti ein af bestu manneskjum í heimi 60 afmæli, nefninlega hún mamma :):)

Til hamingju með afmælið mamma þú ert æði :)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Bara allt að gerast ....

Mín barasta farinn að blogga aftur. Er eitthvað voða andlaus yfir greinaskrifum þessa dagana, veit ég þarf að vera dugleg til að ná að klára í maí (OMG aðeins 4 mánuðir). Á eftir að gera alveg fullt, meiri tölfræði, ennþá meiri lestur greina og svo skrifin. Auk þessa þarf ég víst að leita mér af vinnu, vona að ég komist í einhverja skemmtilega líffræðivinnu. Þið megið endinlega láta mig vita ef þið heyrið um eitthvað áhugavert. Eina er bara að ég þarf að fá frí í vinnunni sem ég er ekki komin með frá 3. ágúst til og með 5.september, ætla nefninlega að skreppa til Ítalíu og Egyptalands þá :). En þetta hlýtur allt að reddast.

Stefni svo að því að fara í doktorinn (þegar það verður búið mun ég heimta að allir kalli mig Doktor Bryndísi ;)) haustið 2008, en fyrir það verður heimurinn vonandi skoðaður eitthvað meira.

Tútilú
Best að halda áfram að skrifa...

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Bloggleti ...

Sorrý elskurnar en ég hef því miður ekki fundið bloggöndina það sem af er þessu ári, hlýtur að koma á endanum. Annars er allt gott að frétta :)
Herþjálfun
Fór í herþjálfun 3* í viku uppí WC ásamt fríðu föruneyti, er að fíla mig í botn. Hef einstaklega gaman af því að pína mig og keyra út. Ótrúlegt hvað maður getur hoppað og gert margar armbeygjur bara á þrjóskunni. Síðan er ekki síðra að maður finnur mun á sér eftir þetta; fór á hlaupabrettið eftir Groove Step tíma í vikunni (svona palladanstími óggó skemmtilegt, en ansi flókið) og byrjaði að hlaupa á 10 eins og ég er vön að gera en var fljótt að fara uppí 11,5, fannst 10 alltof hægt ;) Allt þetta sprikl er að skila einhverjum árangri, síðan er ég ekki frá því að það sé að fara að móta fyrir 6 pakkinu (veit samt ekki alveg hvort að það sé gott.....).
Það verður fróðlegt að fara í fitumælingu í lok námskeiðsins (er hálfnað núna), því að viktin hreyfist lítið (hún mætti samt hreyfast niður um 1 kíló í viðbót... aðallega því að þá er ég svo skemmtileg tala;)
Held samt að við séum svona óþolandi fólkið í tímanum sem vill alltaf gera meira og kvartar í kennurunum ef að æfingarnar eru of auðveldar, síðan heyrist víst svoldið mikið í okkur.......en kommon við erum í þessu til þess að ná árangri og pínum okkur áfram...Það er samt ótrúlegt hvað fólk er oft gott við sjálfan sig...
Meira sprikl
Síðan er ég meira að sprikla, er ennþá á fullu í Groove Step og svo er markmiðið að vera duglegur að lyfta með höndunum, þannig að maður fái nú fallega upphandleggi. Svo ætlar maður alltaf að vera duglegur að fara út að hlaupa með hækkandi sól...með sérstaka áherslu á spretti (finnst hundleiðinlegt að tapa alltaf fyrir Hauki og Hildu) og brekku/tröppuhlaup....
Tölfræði
Sit sveitt og reyni að botna eitthvað í þessum survival analysis sem ég þarf að gera...held samt að þetta sé allt að koma...
Útlönd
Er síðan að bóka og plana ferð með fjölskyldunni til Ítalíu í sumar (gamla settið verður 60 á árinu;)) og svo ferð með kindum til Egyptalands beint á eftir...

Jæja best að fara aftur að læra
ble ble