föstudagur, ágúst 26, 2005

Úr takt við allt
Fimm vikur á Svalbarða og svo restin á sumrinu á Skeiðarársandi...og ég veit gjörsamlega ekkert hvað er að gerast...Eina slúðrið sem ég heyri er af fólki í Öræfunum....Já löggan á Klaustri er víst macho kall og presturinn ansi óheppinn....Mig dreymir að ég sé ellt af ísbjörnum eða af risastór stígvéli(það var appelsínugult)sem er að reyna að drepa mig...vakna öskrandi...úps vona að hitt fólkið sem ég sef með í herbergi hafi ekki vaknað... Kem í bæinn og fer um hann endilangan að leita af gervigrasi, sérstökum rafmagnssnúrum og bökkum undan hamborgurum, það er eins gott að hafa gott hugmyndaflug í líffræðinni....bora göt, klippi niður mottur, moka sand og klippi vír... Safna plöntum útum allan bæ, stelst inní garða að ná í nokkrar, allt í þágu vísindanna (verið að upplýsa líffræðinema um hinar ýmsu tegundir)...Er að fara aftur á Skeiðarársandinn á mánudaginn, vona að það komi ekki aftur haglél, nú eða 20 vindstig, búin að panta sól og blíðu.
Skrítið þessa fer öllu fljótlega að ljúka, sumarið er að verða búið, hluti af mér grætur, ekkert meira felt..hluti af mér fagnar, þarf ekki lengur að lifa í ferðatösku, hlutirnir fara að róast (eða kannski ekki hef svo sem nóg annað að gera, kennsla, stimpla inn gögn skrifa, klára 6 eininga ritgerð, klára grein um birki á Skeiðarársandi, klára grein frá rannsókninni sem að við gerðum á Svalbarðam, byggja upp madonnuvöðva, hitta vinina og bæta upp fyrir vanræksluna í sumar og fl.fl).. Þetta er skrítið líf, en gaman.

Jæja best að fara að lúlla, þ.e. ef að fólkið á efri hæðinni hættir að syngja Creep hástöfum.. (verð að segja að lagið minnir mig alltaf á tvo menntaskólafélaga mína..skrítið hvernig að maður tengir oft lög við fólk/tímabil í lífi sínu, fær svona nostalgígjufíling við að heyra þau)..Þarf að fara að fræða fólk um blóm og grös á morgun :)
Það er gaman ...

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Kúlu tequila

Loksins loksins var haldið tequiladjamm núna á föstudaginn... Ansi gott...var samt of lítið tequila, þannig að vodka og blush var einnig teigað.... Farið niður í bæ, fyrst á kafibarinn..gáfumst upp á að bíða eftir Ryan Philippe... fórum á vegamót... dans, dans og svo farið á sólon..boring tónlist...endað á Hressó...skemmtileg tónlist...mikið dansað...hitti Svanborgu.....skemmtilegt kvöld :):)
Pikkupplínur kvöldsins...
1) Flottar kúlur ...
2) I have an hotel in New York...

Alltaf gaman af þeim..

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

úff púff piff

mánudagur, ágúst 15, 2005

Rassahristingar
Þar sem að mér tókst að losna undan okurvaldi skjás eins á meðan að ég var á Svalbarða, hef ég ákveðið að reyna að hætta að horfa á sjónvarpið og eignast ný áhugamál...t.d. eins og vera duglegur í rassahristingum, fara í göngutúra, skella mér á kajak (versta hvað það er dýrt), fara í sund, fara á reyklaust kaffihús með góðum vinum og vera duglegri að heimsækja fólk :):) Ef einhverjir hafa góðar tillögur að nýjum áhugamálum eru allar ábendingar vel þegnar...
jæja talandi um það þá er best að drífa sig í klassann, kíkja í tækin og stíga á vigtina ...

Svalbarðaþynka

Herregud.. er komin aftur heim til Íslands... skrítið..er bara eins og ég hafi ekkert farið... jæja fyrir utan allar góðu minningarnar í hausnum..Þetta var vægast sagt velheppnuð ferð.. Skemmti mér vel, kynntist frábæru fólki, lærði fullt..oh þetta var svo mikið æði....Sorrý ég er bara enþá hálf í draumaheimi útá Svalbarða....En það er samt gott að vera komin heim....
Skrítið að geta ekki lengur sungið..bryum a moss called bryum, and he grew, grew, grew and grew...eða...cana cana caana cana cana co, 4,5;4,5 ...án þess að vera álitin vitleysingur..það er alltaf gaman að vera með sínum líkum, sem hafa sama aula blóma húmorinn...
Það er alltaf jafn skrítið þegar að maður er í útlöndum í skóla eða ferðast..maður er að umgangast sama fólkið 24/7 í meira en mánuð og svo er mánuðurinn búin og maður hittir líklega allt þetta fólk aldrei aftur... furðulegt...en þá er samt gott aðvita að maður á sína æðislegu vini heima :):)

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Gott ráð við ritstíflu...

Skella sér á Huset (eða einhvern annan lokal skemmtistað), dansa eins og brjálæðingur, drekka nokkra bjóra, spila pseudokörfubolta (þ.e. án bolta, held samt að allt fólkið sem að við helltum niður drykkjunum hjá hafi verið svo hrifið af okkur)og standa í smá björgunaraðgerðum (ótrúlegt hvað sumir..just don´t get the hint)...síðan spillir ekki að fá smá egóbúst með skemmtilegum pikkupplínum...læt eina fljóta með...How are you ? Oh I´m fine ... yes you are ;).......

föstudagur, ágúst 05, 2005

Hvað er betra....

En að sita fyrir framan tölvuskjáinn kl 23 á föstudagskvöldi með bjór í hendi og vera að reyna að skrifa fræðilegan inngang ??? Nú kannski það þegar að allt virðist smella saman í hausnum á manni og eftir að hafa skrifað 2 línur á seinustu 5 klukkustundum, koma línurnar í tugatali á no time :):) Carlsberg, probably the best beer in the world ? (0,00% alkahól ;)