miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sveittir kallar
Í gær var dagur 2 í rassahristingum...Passaði mig vel að fara í réttum undirfötum þannig að glutusinn var sléttur og fínn :)... Var ógislega mikið að gera þegar að ég kom og eina orbitrekið sem var laust var á milli tveggja stórrra manna.... ég skellti mér á það og byrjaði að svitna.....og svo gerðu kallarnir við hliðina á mér líka...ojjj...eftir öll mín ljúfu ár í kvennafansi í Baðhúsinu var ég búin að gleyma því hvað kalla svitafýla getur verið vond oj..oj... en sem betur fer er lyktarskynið þeim hæfileikum gætt að aðlaga sig að lyktinni..þannig að hún hvarf eftir smá tíma :) og ég gat unað mér vel á orbitrekinu í 30 mín...(var meira að segja pínu lengur því að ég var svo spennt að sjá hvort að Jonathan myndi ráða lærlinginn eða ekki.... sorglegt að ,aður skuli festast yfir Blow out í gymminu en gott þar sem að nokkrar auka fitufrumur fuku fyrir vikið).. Þar sem að ég var umvafinn karlhormónum (og mörgum með fallega vöðva) gat ég ekki annað en tekið smá hring í lyftingarsalnum og látið mig dreyma um fallegu Madonnu upphandleggsvöðvana sem verða komnir eftir 3 mánuði (alltaf gaman að dreyma..). Á reyndar ábyggilega eftir að gjalda þess á morgun..ekki sniðugt að lyfta tvo daga í röð þegar maður er að vekja vöðvana aftur af löngum sófa dvala....
Kom síðan heim og horfði á lokaþátt judging Amy... mér finnst þessi þáttur algjör snilli... en verst að nú þarf ég að bíða eftir næstu seríu... oh..oh...