fimmtudagur, mars 31, 2005

Dagur 39 í rassahristingum

Jæja nú eru 39 dagar síðan að Bíbíin byrjaði að hrista á sér rassinn... á þessum dögum er rassinn búin að vera hristur 23 sinnum (59% hristingur)..sem mér finst nú nokkuð gott.. Verst að kílóin hafa ekki fokið eins og áætlað var..en skrifa ég það á hina miklu vöðvauppbyggingu sem átt hefur sér stað..þ.e. frú fitufruma hefur verið að minnka ummálið og léttast en frú vöðvafruma hefur verið að stækka (og fjölga kannski líka) og þyngjast að sama skapi. ..ég vona allavega að svona sé í stakk búið...En jæja þar sem að ég get verið ansi þrjósk í svona efnum þá GÆS (ég get, ég ætla, ég skal) að ná markmiðum mínum fyrir 27 maí..aðeins 57 dagar til stefnu sem þýðir að ég þarf að láta 0,07 kg fjúka á hverjum degi ... það soundar ekkert svo erfitt...er það ??? En jæja þar sem að þetta hefur ekki gengið nógu vel skal mataræðið tekið í gegn eftir helgi ... og ekkert snakk/popp borðað aftur fyrr en að til danmerkur er komið og nammi aðeins brúkað á þar tilgerðum nammidögum og reynt að hætta að borða svona mikið pasta og aðrar kolvetnisríkar fæðutegundir..því að þær eru minn akkelesarhæll..Engar áhyggjur ég ætla ekki að fara í einhverja megrun..bara aðeins meiri pössun... ég borða nú ansi heilnæma fæðu eins og er...en alltaf má bæta um betur... sérstaklega þegar að þrjóskukindin en mætt á svæðið


GÆS;GÆS;GÆS;GÆS;GÆS...GÆS;GÆS

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ferdus Bacillus
Jæja helduru að mín sé ekki orðin veik aftur... veik af ferðabakteríunni... í þetta skipti er smitberinn augljós ...þ.e. hún Jenný ..skammm ...skamm... Verð þó að viðurkenna að hún er búin að vera kraumandi undir niðri í nokkun tíma en þegar ég MSN-aðist við Jenný komst hún upp á yfirborðið og bara vill ekki fara... ÞRátt fyrir það að ég sé með í höndunum flugmiða til danmerkur, Tyrklands, Osló, Tromsö og Svalbarða ..þá eru það ekki nógu góð meðöl fyrir henni...hún er orðin ónæm fyrir svona "smá skömmtum" það eina sem getur læknað hana núna er að ég held a.m.k. flugmiði út fyrir evrópu, bakpoki minn og vissa um að ég eigi eftir að ferðast um framandi slóðir í a.m.k. 3 mánuði ef ekki lengur.... uhhuhuuhhuhuhuhuhuhuuhuh..mig langar að fara á flakk... dreymdi um daginn að ég væri komin til framandi landa með bakpokann á bakinu...og mér leið svo vel...ég var eitthvað svo frjáls og svífandi (nei þetta var ekki dömubindaauglýsing)... og það var allt svo æðislegt.. .... ohh..jæja ég þarf samt bara að bíða í 2,5 ár í viðbót þar til að ég kemst aftur á flakk....
Svo fer ég til Köben eftir 57 daga, tyrklands eftir 60 daga og Svalbarða eftir 104 daga...

jæja nóg af sjálfsvorkun í bili...ætla frekar að fara að hlakka til sumarsins og ferðanna sem ég fer þá....það verður geðveikt gaman :):)

Allt klappað og klárt
Jæja nú er barasta allt að smella með sumarið... :)
Búin að panta flug til Svalbarða :) Fer út 10 júlí og kem heim 12 ágúst .. Er líka komin með staðfesta gistingu á "stúdentagörðunum" í longyearbyen :) og búin að senda staðfestingu á því að ég ætli að mæta í kúrsinn :):) Jibbý ég hlakka til :) :)

mánudagur, mars 28, 2005

Snökkt, snökkt
Jæja einusinni er alltaf fyrst... Hágrét í fyrsta skipti yfir mynd núna áðan... og er enn með kökk í hálsinum... Við lifum í vondum heimi.......en ég mæli með þessari mynd fyrir alla...lætur mann hugsa og gráta...Hotel Ruwanda...

mánudagur, mars 14, 2005

TIl hamingju með afmælið Haukur

Elsku ástin mín hann Haukur er 26.ára í dag.. TIl hamingju með afmælið elskan.

Ég er að fara til Svalbarða í sumar

Jibbý, ég var að fá að vita að ég komst í kúrsinn arctic plant ecology á Svalbarða sem ég var að sækja um... jibbú ..

mánudagur, mars 07, 2005

Mánudagar
Það er ótrúlegt hvað mér verður alltaf lítið úr verki á mánudögum... ég mæti í skólan og er að gera eitthvað allan daginn en það bara gengur allt svo hægt... maður er einhvernveginn að koma sér aftur í gang eftir helgina...sem var nú ekkert svakaleg í þetta sinn... Fórum í sumó með vinum hans Hauks á föstudaginn...öl drukkið og heitapottast og sofið út... svo var haldið í bæinn í 50 ára brúðkaupsafmæli og loks endað í afmæli hjá Herdísi...TIl hamingju með afmælið Herdís..þar var setið að sumbli (ég var samt öll í vatninu) og talað (sumir meira en aðrir) til kl. 2 þegar mín fór heim að sofa. (og aðrir niður í bæ)... þrátt fyrir rólegt kvöld hjá Bíbíunni var sofið til hádegis daginn eftir og svo farið að þrífa..jibbý..æ..eftir þrif voru sunnudags fjölskylduheimsóknir og svo legið uppí sófa og horft á videó eins og ætlast er til að maður geri á sunnudagskvöldum :):)
Góð helgi semsagt en einum of stutt (eru þær það ekki alltaf).

föstudagur, mars 04, 2005

Hannes Hólmsteinn
Úff...er að byrja að skrifa yfirlitsgrein um "Kennileg faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera !!" fyrir 5 eininga verkefnið mitt...úff.. þar sem að þetta er allt mjög stærðfræðilegt og mín er að reyna að læra sem mest af þessu, ákvað ég að skrifa á ensku... Jæja það gengur svo sem okey.... það er bara svo erfitt að taka ekki beint uppúr textanum og breyta orðalaginu...vill ekki að það verði Hannesarbragur á þessu, eins og leiðbeinandinn minn segir ... Jæja ég er þó að taka setningu og setningu hér og þaðan úr mismunandi greinum og sýð þetta síðan saman...síðan maður nú eftir að lesa þetta yfir og laga allt og breyta en samt.... Æj ég ætti nú kannski ekki að fara að örvænta alveg strax..enda aðeins 1/2 bls komin ...og ætli að þetta endi ekki á því að vera 10-20 bls... úff. púff...held að ég skelli mér bara í orbarann í WC og fari að svitna...

Selurinn alsjáandi

Fór í gær og keypti mér loksins sundgleraugu þannig að ég myndi ekki líta út eins og drakúla með blóðstorkin augu í hvert sinn sem að ég væri að synda....Það var mikil upplifun (og kannksi ekki góð) að fara alsjáani í sund (jæja næstum því... var ekki með linsur..kannski sem betur fer). Djöfull var allt skítugt..sandur í tonnatali á botninum sem og annað drasl..oj..bjakk.. en jæja reyndi að horfa ekki á það... Svo annað sem olli mér enþá meira sjokki, ég syndi nú ekkert voðalega hratt en hef alltaf ímyndað mér að þeir sem væru að taka fram úr mér.. væru vöðvastæltir og vel massaðir hönkar...en nei...nei..þá voru þetta bara gamlir kallar með bumbu út í loftið..smá hnekkur á sjálfsálitið...sem lagaðist aðeins þegar ég sá að þeir voru allir með froskalappir á fótunum...
Og góða við þetta allt saman að ég var ekkert rauð í augunum eftir sundið.... en með gleraugnafar dauðans í kringum augum (þarf aðeins að losa böndin og reyna að læra á þessi sundgleraugu...sem eru ansi fríki...miðaðvið gömlu góðu speedo sem ég keypti mér fyrir 10 árum.. )

fimmtudagur, mars 03, 2005

Dagur 11 í rassahristingum

Jæja nú er dagur 11 í rassahristingum og ég verð nú að segja að ég er ansi stolt af sjálfm mér... á þessum 10 dögum er ég búin að synda 3 x og orbitrekast og lyfta 5 x og dansa 1 x :):).. þannig að þetta gengur bara vel... tyrkland here I come...
Fyrir utan rassahristingarnar er nú ekki mikið að gerast hjá mér...sit í skólanum og reyni að lesa greinar fyrir leskúrsinn minn... jú ég fór austur í Gunnarsholt í gær og vann pínu...sem er gleði efni ...fæ a.m.k. útborga nokkra þúsundkalla um næstu mánaðarmót (m.v. 0 kr. núna).. það er gott að eiga Hauk í horni sér við svona aðstæður...

Fæ fljótlega að vita hvort ég kemst á Svalbarða í sumar...sóttu víst 24 um en komast bara 15 í kúrsinn... allir að krossleggja fingurnar fyrir mig...