föstudagur, janúar 31, 2003

Tæland
Nú eru aðeins 109 dagar þar til ég fer út ég held að það sé tími til kominn að fara að pakka.. Þetta verður svaka ferð .

Það er komin helgi
Það er að koma helgi ... En ég er að vinna:( 'Eg er búin að vera ýkt dugleg að læra seinustu tvo daga .. dugleg , dugleg...
your ideal mate is Gollum...?!
Gollum


Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla
Uhhh ummm jájá

mánudagur, janúar 27, 2003

Nú skil ég þetta með páfagaukinn hennar Herdísar
Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt íhug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna. Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði -- en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd
Sverris og sagði: "Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar ístað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar." Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram: "Bara svona fyrir forvitnis
sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?"

Laugardagur
Haukur BAukur var að útskrifast á laugardaginn sem iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands, útskriftin var löng...... Skil ekki afhverju fólk þarf að tala svona mikið... Það var síðan lítið kaffi hjá Hauki, ekkert alvarlegt því að hann á eftir að vera eitt ár í viðbót til að klára Viðskiptafræði, við notuðum þetta sem afsökun til að láta foreldra okkar hittast því að við erum búin að vera saman í næstum 4 ár og þeir hafa hist einu sinni þegar þau komu bæði út á flugvöll að sækja okkur af interraili.... tími til kominn.. Það gekk bara vel.

Um kvöldið var síðan partý hjá Óttari og Stíni þar var gaman rætt mikið um Tækniskólan og barneignir ( við Haukur vorum ein af fáu barnlausum pörum þarna) sem ég hef voða lítið vit á þannig að ég bara drakk. Eftir nokkuð mörg glös fékk ég far til Ólafar þar sem stelpurnar voru að fagna heimkomu Unnar.. Hún er nefninlega í heimsókn núna frá Baunalandi.. Þar var bolla meðal gesta ... Síðan var haldið niður í bæ í 25 ára afmæi til Adda þar var gaman og allir í grímubúning nema við.. Eftir gott stopp þar var farið á hverfisbarinn og þanngað kom Haukur að hitta mig eftir að hafa beðið í röð í 1 klst. ( eða 3 tíminn lengdist alltaf því oftar sem hann sagði frá því..) Þar var hinn heimsfrægi Herbert Guðmundsson að syngja "ekki ganga í burtu" Við fengum síðan far heim um nóttina með Steina bróðir Villa .( Takk Steini )

föstudagur, janúar 24, 2003

Vísó
Núer ég stödd upp á Grensás eftir vísindaferð á Keldur, þar var fínt bara allt voða sameindalegt og ekkert alkahól en við fengum vínarbrauð og kleinur... nammi,namm. Ég var að enda við að blanda bolluskammt nr.2 hér á Grensás ég held að hún hafi verið aðeins of sterk hjá mér... úps en þá verður fólkið bara fyllra híhíhí... ég er nefninlega edrú á bíl núna var ansi skrautleg seinast( Hilda toppaði samt allt) þannig að ég ákvað að taka því rólega. Síðan er HAukur líka að fara að útskrifast á morgun og það er afmæli hjá Adda þá verður nóg djamm...

miðvikudagur, janúar 22, 2003

asia2003
þeir sem ekki vita það þá er ég að fara til asíu í sumar jibbý og í tilefni þess hefur verið opnuð heimasiða þannig að nú þarf ég að vera ennþá duglegri að blogga... batnandi manni er best að lifa

sumir eru búnir að vera lélegir að skrifa:(
Ég er bara búin að vera lélegasti bloggarinn seinasta mánuðinn ekki búin að gera neitt... ég ætla að reyna að vera dugleg... Skólinn er byrjaður á fullu og ég er kominn alltof mikið eftir á ekki búin að lesa neitt.. Ég held að það sé alltof mikið að gera hjá mér enda er ég að spá í að minnka aðeins við mig vinnuna...

fimmtudagur, janúar 02, 2003

gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár