föstudagur, júlí 27, 2007

Jæja ég er enn á lífi :):)

Var að opna nýja heimasíðu fyrir ferðalag okkar Hauks í sumar hér er hún. Endinlega kíkið á þetta :)

þriðjudagur, maí 15, 2007


Mig vantar rauða feltvettlinga!!

Takið þið síðan eftir gatinu á vinstri þumalfingri...

Getið þið síðan giskað um hvað ég er að tala ???

Það sést á myndinni ;)

Verðlaun í boði:)

sunnudagur, maí 13, 2007

iss piss...

Heyrist nú á herra Geir að hann vilji bara halda áfram að dansa við Jón þó að honum sé ekki einu sinni hleypt inná ballið og þar að auki kom framsókn ekki einum manni inn í kjördæmunum á suðvestur horninu þar sem að 65% kjósenda býr.

Síðan komst herra Árni Johnsen á þing ...sorrý mér er sama þó að hann sé búin að afplána sinn dóm....ef þú ynnir í banka og yrðir kærður fyrir fjárdrátt í starfi, mynduru ALDREI fá vinnu í sama banka aftur (og ábyggilega engum öðrum banka)..... Tala nú ekki um þegar þú sýnir ekki nein merki um yðrun...bara smá tæknileg mistök...Já já bleik svín fljúga líka

Yrði draumastaðann ef að Sjálstæðisflokkurinn myndi nú hlýða vilja kjósenda og mynda stjórn með S eða V...held að það yrði fínn pakki, bara svona það besta úr báðum áttum. Ég verð allavega ansi fúl ef framsókn kemst í stjórn...common, ykkar tími er búinn...

Skil síðan ekki allt þetta fylgi Frjálslynda, hafið þið séð þessa kalla.

Miðað við úrslitt kosninganna er ég nú ansi sátt við hvað ég kaus..eða frekar ekki kaus..

Verður gaman að sjá hvað gerist

kv,
Bryndís bleika

föstudagur, maí 11, 2007

Breyting eða ekki.
Það kemur í ljós á morgun.

Hef svona á tilfinningunni að samband kjósenda við núverandi stjórn sé að mörgu leiti eins og mörg sambönd sem ég las um þegar ég datt einhverntímann inn á spjallþráð femin.is.

Kona í öngum sínum að leita ráða:

Er búin að vera með sama manninum í mörg ár, hann kemur ekki alltof vel fram við hana en er þó ekki alslæmur, hann á sínar góðu hliðar. Konan veit samt innst inni að hún á betra skilið, að hlutirnir eiga ekki að vera svona.

Hún er samt örvingla, veit ekki hvað hún á að gera, velti fyrir sér hvort að það verði nokkuð skárra ef að hún nær sér í nýjann kall, eru þeir ekki allir eins, lofa öllu góðu en standa ekki við það, núverandi má þó eiga það að hann hefur góðar og stöðugar tekjur, þó að forgangsröðuninn hjá honum er ekki alveg eins og hún vildi hafa.

En hvað á greið konana að gera:

a) Vera áfram hjá gamla kallinum, hún veit amk hvar hún hefur hann og hann er ekki alslæmur

b)Sparka karlinum, fara út í óvissuna og prófa eitthvað nýtt með von um betra líf

Æ ég veit ekkert hvað ég á að kjósa á morgun, verður í rauninni bara spurning um hvað skársti kosturinn, .er enginn flokkur sem höfðar fullkomnlega til mín.

Ætli að það verði ekki bara X-Bryndís

sunnudagur, mars 25, 2007

Ég er flutt

Nýja heimilisfangið er:
Skrifstofa 141, bás til vinstri
Askja
Sturlugata 7
101 Reykjavík
Ísland

og nýi síminn:
5254265

Já, ég mun vera miðbæjarrotta næsta mánuðinn, en þá mun ég flytja aftur í Laufriman.

mánudagur, mars 19, 2007

Afsakið leiðindin...
Ég lifa mjög einföldu lífi þessa dagana, ef ég er ekki uppí skóla að skrifa (eða reyna það) er ég í ræktinni, þetta gerir það að verkum að allt annað sem gerist í mínu litla lífi virðist vera mjög spennandi. Það er svosem alltílagi að geta glaðst yfir litlum hlutum en það sem verra er að mér finnst alveg svakalega gaman að tala. Er hálf hrædd um að fólkinu sem neyðist til að hlusta á mig, finnist hlutirnir kannski ekki alveg eins spennandi og mér, en sorrý elskurnar þið verðið víst að þola þessi leiðindi í tvo mánuði í viðbót. Í maí fer að sjást til sólar á ný og þá verður sko allt gert.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Fróðleikur dagsins
um mismunandi óparametrískar leiðir til að athuga hvort að marktækur munur sé á milli tveggja lifunarkúrfa:

The Gehan-Wilcoxon method gives more weight to deaths at early time points, which makes lots of sense. But the results can be misleading when a large fraction of patients are censored at early time points.. In contrast, the log-rank test gives equal weight to all time points.

Þá vitið þið það

miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég þakka nú bara fyrir að vera í plöntum ...

http://www.baggalutur.is/index.php?id=3752

fimmtudagur, mars 01, 2007

Tíminn líður hratt....

úff,fúff...stundum vildi ég að það væru 32 klukkutímar í sólahring, er að reyna að klóra mig framúr meistaraprófsritgerðinni, gengur hægt, eiginlega bara á hraða snigilsins (eða það finnst mér a.m.k.). Þarf reyndar ekki að skila henni fyrr en eftir 2 mánuði, er búin með meirihlutan af tölfræðinni, aðferðalýsingum og niðurstöðum (a.m.k. 2/3). Er núna að lesa greinar í massavís (var reyndar búin að lesa þær flestar áður) og punkta hjá mér það sniðuga sem aðrir hafa komist að, síðan eftir helgi verður farið í massív greinaskrif. Mér finnst þetta reyndar ósköp skemmtilegt, er alveg á réttri hillu í lífinu :).
Annars er ég svoldið búin að vera að skoða skóla og verkefni í útlöndum (þó ég stefni ekki að því að fara í doktor fyrr en 2008), búin að finna nokkra staði sem eru að gera áhugaverða hluti en þá eru þeir alltaf í svo furðulegum borgum (Alaska, Nýfundaland og Las Vegas....). Er samt eiginlega að hallast að því að ég eigi best heima á artískum svæðum, finnst þau amk mun áhugaverðari gróðurlega séð en þau borealísku. Ég ætti kannski bara að skella mér til Svalbarða, Rússlands eða eitthvað af antartísku eyjunum.
Jæja best að fara að lesa fleirri greinar eftir Walker, Del moral, Titus, Bliss og vini þeirra áður en ég skelli mér í leikfimi.
Er reyndar ennþá helv... svekt að Hilda hafi klikkað á borðanum í gær (var nefninlega 50 skiptið mitt í leikfimi á árinu, Hilda lofaði mér borða). Verð víst að bíða eftir 100 skiptinu.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Skógrækt besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu ??
Einhvernvegin svona hljóðaði rúsínan í pylsuendanum á frétt um bindingu koltvíoxíð við skógrækt. Því er nú ekki að neita að skógrækt eykur fjölda trjáa og tré eins og annar gróður bindur koltvíoxíð en..... Er samt ekki besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu að minnka útblástur þeirra ??? Ég bara spyr.... (Góð leið væri t.d. að hafa frítt í strætó, draga úr stóriðju í landinu og skylda þá stóriðju sem fyrir er til að nota besta hreinsunarbúnað sem til er)..

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Dugnaður
Ég var nú ansi roskin með sjálfa mig í morgun, er ég dröslaðist framúr fyrir kl 7, skellti mér í íþróttafötin og brunaði uppí WC (pikkaði Hildu hetju með mér). Sá þá að bílastæðið var stútfullt og á leiðinni inn mættum við fullt af fólki sem var n.b. búið í ræktinni (Held því samt fram að meirihlutin af því hafi bara verið í sturtu, enda súpersturtur þarna). Fór í WC interval, mjög fínn tími, stangar og lóðalyftur ásamt maga rass og lærum, síðan var tónlistin alveg máttulega lág svona í morgunsárið. Það er líka alltaf voða gaman að stíga á vigtina svona nývaknaður, bara kílói léttari en ég var þegar ég kom úr ræktinni í gærkvöldi. Það er aldeilis það sem maður brennur á því að sofa, eins gott þá að ég sofi nú ekki of mikið, hef nú ekkert gott af því að léttast mikið meira. Á reyndar ennþá langt í það að verða bannvara á tískuviku í London eða Mílanó, þyrfti að taka af mér svona 13 kíló í viðbót. Er samt alveg viss um að ég yrði einstaklega falleg beinagrind.
Annars var snilla herþjálfunaræfing í gær, skokk, sprettir, eltingaleikur, armbeygjur og magi allt úti og svo heitapotturinn í laugardalslauginni á eftir. Versta að ég var svo upptjúnuð eftir þetta að ég átti erfitt með að sofna, lág eiginlega andvaka (sem reyndar þýðir að ég sofnaði ekki um leið og ég lagðist á koddan eins og vanalega heldur kannski svona 30 mín síðar ;))
Eins og sést á þessum færslum er ég eitt alsherjar líkamsræktarfrík þessa dagana, enda búin að fara 34* í ræktina á árinu (5-6 sinnum í viku að meðaltali), það er fínt að vera búin að skipta út Stargate fyrir Worldclass.
Annars er nýjasta áhugamálið okkar Hauks að horfa á Battelstar Galactica erum núna hálfnuð með 2 seríu.....já ég veit ég er Sci-Fi nörd ;)

mánudagur, febrúar 12, 2007

Til hamingju með afmælið
Í gær átti ein af bestu manneskjum í heimi 60 afmæli, nefninlega hún mamma :):)

Til hamingju með afmælið mamma þú ert æði :)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Bara allt að gerast ....

Mín barasta farinn að blogga aftur. Er eitthvað voða andlaus yfir greinaskrifum þessa dagana, veit ég þarf að vera dugleg til að ná að klára í maí (OMG aðeins 4 mánuðir). Á eftir að gera alveg fullt, meiri tölfræði, ennþá meiri lestur greina og svo skrifin. Auk þessa þarf ég víst að leita mér af vinnu, vona að ég komist í einhverja skemmtilega líffræðivinnu. Þið megið endinlega láta mig vita ef þið heyrið um eitthvað áhugavert. Eina er bara að ég þarf að fá frí í vinnunni sem ég er ekki komin með frá 3. ágúst til og með 5.september, ætla nefninlega að skreppa til Ítalíu og Egyptalands þá :). En þetta hlýtur allt að reddast.

Stefni svo að því að fara í doktorinn (þegar það verður búið mun ég heimta að allir kalli mig Doktor Bryndísi ;)) haustið 2008, en fyrir það verður heimurinn vonandi skoðaður eitthvað meira.

Tútilú
Best að halda áfram að skrifa...

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Bloggleti ...

Sorrý elskurnar en ég hef því miður ekki fundið bloggöndina það sem af er þessu ári, hlýtur að koma á endanum. Annars er allt gott að frétta :)
Herþjálfun
Fór í herþjálfun 3* í viku uppí WC ásamt fríðu föruneyti, er að fíla mig í botn. Hef einstaklega gaman af því að pína mig og keyra út. Ótrúlegt hvað maður getur hoppað og gert margar armbeygjur bara á þrjóskunni. Síðan er ekki síðra að maður finnur mun á sér eftir þetta; fór á hlaupabrettið eftir Groove Step tíma í vikunni (svona palladanstími óggó skemmtilegt, en ansi flókið) og byrjaði að hlaupa á 10 eins og ég er vön að gera en var fljótt að fara uppí 11,5, fannst 10 alltof hægt ;) Allt þetta sprikl er að skila einhverjum árangri, síðan er ég ekki frá því að það sé að fara að móta fyrir 6 pakkinu (veit samt ekki alveg hvort að það sé gott.....).
Það verður fróðlegt að fara í fitumælingu í lok námskeiðsins (er hálfnað núna), því að viktin hreyfist lítið (hún mætti samt hreyfast niður um 1 kíló í viðbót... aðallega því að þá er ég svo skemmtileg tala;)
Held samt að við séum svona óþolandi fólkið í tímanum sem vill alltaf gera meira og kvartar í kennurunum ef að æfingarnar eru of auðveldar, síðan heyrist víst svoldið mikið í okkur.......en kommon við erum í þessu til þess að ná árangri og pínum okkur áfram...Það er samt ótrúlegt hvað fólk er oft gott við sjálfan sig...
Meira sprikl
Síðan er ég meira að sprikla, er ennþá á fullu í Groove Step og svo er markmiðið að vera duglegur að lyfta með höndunum, þannig að maður fái nú fallega upphandleggi. Svo ætlar maður alltaf að vera duglegur að fara út að hlaupa með hækkandi sól...með sérstaka áherslu á spretti (finnst hundleiðinlegt að tapa alltaf fyrir Hauki og Hildu) og brekku/tröppuhlaup....
Tölfræði
Sit sveitt og reyni að botna eitthvað í þessum survival analysis sem ég þarf að gera...held samt að þetta sé allt að koma...
Útlönd
Er síðan að bóka og plana ferð með fjölskyldunni til Ítalíu í sumar (gamla settið verður 60 á árinu;)) og svo ferð með kindum til Egyptalands beint á eftir...

Jæja best að fara aftur að læra
ble ble

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleðileg jól, gleðilegt nýtt ár og allt það

föstudagur, desember 15, 2006

Jæja, jæja

Hér fyrir neðan sjáið þið hverjum ég líkist nú mest (ekki amalegur hópur þetta). En talandi um Jud Law (ahhhh..er ekki sagt að maður dregst að þeim sem líkist manni sjálfum ;)), fór að sjá The Holiday í seinustu viku, mér fannst hún æði, klassa stelpumynd og kemst fast á hæla Love actually yfir must see jólamyndir. Horfði einmitt á hana á laugardaginn er ég var veðurteppt í heimsókn hjá Hilda og Villa, hún er æði,ég er kannski voða halló en mér finnst Huge Grant æði í henni, það er eitthvað við aulalega karaktera eins og hann leikur svo oft sem heillar mig (tek það samt fram að ég er mun hrifnari að mister Darcy í Bridget myndunum en töffara Huge). Spurning um að skella sér til Herdísar fyrir jól og fá lánaða pride and pre..(æ kann ekki að skrifa það), hef heyrt sögur af mister Darcy þaðan.
Er annars að lesa mjög fróðlega og skemmtilega bók þessa dagana, mæli með henni "Statistical Computing: An introduction to data analysis using S-plus" eftir herra Crawley, er einmitt að lesa núna um hvernig maður notar alhæfð línuleg líkön til að greina gögn með tvíkostadreifingu. Ansi sniðugt (jájá ég er nörd ég veit)...
Fór svo í bíó á Eragorn á miðvikudaginn í boði SPRON (Þar sem hamingjusömustu bankaviðskiptarvinirnir eru..það er sko allt Hauki að þakka), hún var bara alveg sæmileg, fín ævintýramynd en kannski ekkert meistarastykki.
Jæja best að halda áfram að lesa um tvíkostadreifingar
:):)

föstudagur, desember 08, 2006

föstudagur, nóvember 24, 2006

Er ég á rangri hilli??

Er búin að vera vinna aðeins tölfræðilega úr gögnunum mínum og vá hvað mér finnst það skemmtilegt, að finna út hvaða módel ég á að nota, prófa mismunandi aðferðir,finna skipanir fyrir prófin og fleirra. Ég gjörsamlega gleymi mér í þessu......

Síðan til að auka enn meira á nördalevelið hjá mér er ég enn húkt á Stargate SG1, við skötuhjúin erum alveg hætt að horfa á venjulegt sjónvarp. Ér komin með nóg af raunveruleikaþáttum, bandaríksum gaman þáttum um feita, sorglega karla sem eiga flottar eiginkonu, þættu um líf ríkra krakka í USA (Fylgist reyndar ennþá með OC) og svo framvegis. Horfi reyndar ennþá spennt á Prison breake, pirruð á LOST (common ætlar þetta aldrei að enda) og bíð eftir því að upprunalegu CSI þættirnir byrja aftur (Grissom er minn maður).

Hvernig endar þetta ?? Áður en langt um líður verð ég farinn að tala í tölum og tölfræðiprófum og sækja Sci-Fi ráðstefnur.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Leiði og leti

Svei mér þá ef að skammdegið er ekki farið að segja til sín (og búið að gera það seinasta mánuðinn). Maður verður eitthvað svo latur og nennir bara engu, kommon er varla búin að gera neitt seinustu vikurnar nema fara í skólann, ræktina og svo horfa á sjónvarpið. Ekki mikið að gerast á þessum bænum, síðan þegar að eitthvað er að gera þá þarf maður að pína sig á staðinn, því að hugurinn leitar í sófann. Þó að maður viti það að maður hafi gott að því að fara út og hitta annað fólk, auk þess sem að það er bara frábærlega gaman. Þetta er stórfurðulegt, er alveg á því að ég þurfi að fá mér annað áhugamál en sjónvarpið, kannski ég reyni bara að draga Hauk með mér í dans eftir áramót með restina af genginu. Jæja ég er amk búin að ákveða að fara á djammið á morgun...Vill ekki einhver skella sér með.

Ég ætti kannski að fá mér svona skammdegislampa.....

Dugleg

Mér finnst við Hilda algjörar hetjur, áttum deit í morgun kl. 7.00 uppí Worldclass. Farið á hlaupabrettið og hlaupið í 30 mínútur (ok ég labbaði smá, er víst sniðugra að borða eitthvað pínu áður en maður fer), teygt á, heimí sturtu og svo samfó í vinnuna. Við erum hetjur dagsins.