föstudagur, febrúar 25, 2005

Skrítinn köttur
Held að nágrannakötturinn okkar sé eitthvað hrifin af okkur..... EIn morgunin var ég að loka glugga sem hafði verið opin alla nóttina og þá voru kattarspor í allri gluggakistunni....við haukur fórum um alla íbúð...here kitty kitty..en fundum engan kött...svo sat ég í rólegheitum heima í gær og var að horfa út um gluggan og kemur þá ekki köttur á svaka ferð hlaupandi í átta að svalahurðini stekkur svo mjög hátt og skellur á svalahurðarúðunni (reyndar ekki mjög fast en....) ..held að hann sé að reyna að brjótast inntil okkar .... til að láta mig fá ofnæmiskast...stupid cat


Selur
Ákvað að vera aftur selur í gær... þorði reyndar ekki að synda km. en synti hálfan í staðin og þar af 150 m. í skriðsundi....var rosa stolt af mér..þar til í seinustu skriðsundsferðinni... ég var komin svona 20 m. þegar að ég mætti manneskju sem var að synda skriðsund..jæja við syntum bara framhjá hvor annarri ekkert mál...en svo þegar að ég var að basla við að synda seinustu 10 m. að bakkanum hinumegin tók þessi sama manneskja framúr mér......þannig að meðan að ég var búin að synda 20 m. synti hún 60.......okey ég veit að ég syndi hægt en.....

Erla afmælisbarn
Erla átti afmæli í gær...til hamingju með afmælið.... hún bauð okkur í afmæliskaffi...nammi,namm.... fengum góðar kökur og brauð...slurp....kaloríufjöldin var aðeins meiri en leyfilegt er...en það er alltí lagi...