fimmtudagur, maí 27, 2004

Kindin er komin aftur í bæinn, er búin að vera seinustu vikuna á Skeiðarársandinum sem mun vera minn vinnustaður í sumar þar sem að ég mun skoða landnám og útbreiðslu birkis :).. Ég verð nú að segja að mér líst bara MJÖG vel á þetta...Vinnustaðurinn er allavega með besta útsýni í heimi, Skeiðarár-, Skaftafells- og Svínafellsjökull og svo í góðviðri sést glitta í tind Öræfajökuls..gætu ekki verið betra..slær allavega út útsýninu frá Öskju...

þriðjudagur, maí 11, 2004

Jæja þá eru prófin búin ...það er gaman ....maður er barasta bráðum að verða BS líffræðingur (nema að ég sé óheppnasta manneskja í heimi og hafi gert alla krossana vitlausa á prófinu í gær...okey,okey, ég skal hætta að tala um þetta Helv. próf). Nú er bara að laga málstofuritgerðina og klára plöntuerfðafræðiverkefnið og þá er ég búin :):)
Ég held samt að ég slappi af í dag..horfi bara á DVD og geri ekki neitt....jibbý..annars held ég að ég neyðist nú til í að setja í eina til tvær þvottavélar þar sem að já það hefur lítið verið gert af því í prófunum.....
Ég er að breyta blogginu mínu er að gera það bleikt aftur :) en ég nenni samt ekki að klára það núna þannig að þetta verður svoldið úbbó til að byrja með

mánudagur, maí 10, 2004

Ljótt próf...hefðui betur sleppt því að eyða tveimur vikum af ævi minni í að læra þetta svona vel..... jæja ég er samt nokkuð viss um að ég hafi náð en þetta verður tæpt..´..alltaf gaman að enda Háskólagönguna með stæl...ég er samt að vonast til að ná 6 í lokaeinkunn.....ljóta,ljóta próf...osteoblast eða clast...og helv..HcG hormónið......Jæja þetta er samt ábyggilega ekki seins slæmt og það lítur út..en ég er samt hrædd um það.............
EN ÉG ER BúIN Í PRÓFUM :)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Jæja það er alltaf bara sama gamla sagan hérna...er enn að lesa dýralífeðlisfræði............oh bara 4 dagar eftir og þá er það búið...verð að vera sammála Snorra þegar ég lýsi tilfiningum mínum til þessa fags..þetta er svona Love/hate samband.... mér finnst þetta allt mjög áhugavert og þetta meikar mikið sens en ég er samt að deyja drottni mínum yfir þessu.............ohhhhhhhhhhhhhhhhhh........... Jæja er búin að fara vel í gegnum aðeins meira en helminginn..og er bara 11/2 degi eftir áætlun þannig að þetta er okey...en ég verð fegin þegar þetta verður búið...... Vá eina sem ég blogga um þessa dagana er dýralífeðlisfræði ...enda er það eina sem ég hugsa um og geri.... þannig að þið verðir að afsaka mig nokkra daga í viðbót...

miðvikudagur, maí 05, 2004

Sveskja.is...
ég verð nú að segja það að við tilvonandi líffræðingar höfum ekki gefið upp öndina þrátt fyrir að þurfa að lesa hér upp í Öskju....erum barasta búin að skapa hina fínustu Grensa stemmingu hérna...Búin að yfirtaka mastersbókasafnið og verklega stofu þar við hliðiná og erum þar öllum stundum...okkur er meirasegja ekki hent út lengur kl:22:00 heldur getum við verið hér alla nóttina :)..þrátt fyrir að húsið eigi bara að vera opið til kl:22...held að það sé stóru brjóstunum hans Magga að þakka.... Síðan erum við búin að leggja undir okkur einn af ískápunum inn í verklegustofunni n.b. ekki þennan með bakteríuræktunum í þannig að maður þarf ekki að éta heitt skyr :)..síðan má ekki gleyma prófmyndasögunni sem er kominn á sinn stað... bara allt eins og það á að vera..

Ég er upp í Sveskju að læra eins og venjulega..er að æla yfir dýralífeðlisfræðinni...æ annars er hún okey nenni þessu samt ekki ..er allavega með góða einkunn í verklegu sem er 30 %......
Æ nenni ekki að tjá mig meira ..........bets að fara að lesa um hjartað...

mánudagur, maí 03, 2004

Jibbý jey..bara 1 vika þar til ég er búin í prófum ...og síðan á ég bara eftir að skila 2 verkefnum aftur...þ.e. málstofuritgerðinni með kommentum frá kennaranum og plöntuerfðafræðiverkefninu......og þá er ég bara búin með skólann...jibbý hvað það verður gaman

sunnudagur, maí 02, 2004

Minns ekki sáttur..
'eg er nú frekar ósatt við það að vinir mínir spænskusérfræðingarnir hafa ekki enn svarað hjálparbeiðni minni :(