mánudagur, október 31, 2005

Heja Sverge

Nú er maður aftur komin heim á kaldan klakann. Búin að vera æðislegir 10 dagar í Stokkhólmi hjá okkur Hauki. Er að klára að taka uppúr töskum og máta allt dótið sem keypt var úti (ekki alltof gott að hafa nægan tíma í Stokkhólmi og það með stóru systur sem er minn helsti shopping buddy). Það er samt gaman, sérstaklega þar sem að allt er búið að vera í lokuðum pokum síðan að ég keypti það. Í Stokkhólmi eru pokarnir nefninlega heftaðir og innsiglaðir ef að maður fær tax frí. Og svo þurftum við að sýna alla 20 pokana á flugvellinum..úfff.. en við græddum alla vega fullt (eða þannig). Við vorum nú samt ekki bara í búðum þó að það sé H&M þar á hverju götuhorni (fór inní a.mk. 10 mismunandi H&M verslanir í þessari ferð), við löbbuðum um alla Stokkhólm og fórum m.a. á VASAsafnið.. Hélt að það væri fullt af vösum, en nei þá er þetta skip frá 16 öld (Risastórt 46 m a lengd og um 35 á hæð) mjög vel varðveitt þar sem að það var svo asnalega byggt að það sökk í höfninni í Stokkhólm í sinni fyrstu ferð og varðveitist þar á botninum fram til um miðja 20 öldina þegar að því var bjargað. Var svona flott herskip, vel skreytt og ansi magnað.
SKruppum líka til Uppsala og sátum þar m.a. á Café Linné (sko Carl Linné var víst prófesor við Uppsalaháskóla) í 4 tíma og kjöftuðum við Rósu, Ætlunin var að Rósa sýndi okkur Uppsali en sökum íslenskrar rigningar og roks komumst við aldrei lengra en á uppáhalds kaffihúsið hennar..
Jæja best að halda áfram að máta öll fallegu nýju fötin mín...og ég elska H&M og íslensku krónuna (hún er nefninlega svo dugleg að borða spínat er svo svaka sterk) og tax free og svo auðvita Hauk :)

sunnudagur, október 23, 2005

Stokkholm
Er nu i landi H&M, ABBA, IKEA og fleiri fraegra hluta. Erum her i godu yfirlaeti hja Sigrunu og Kobba (storu systur og hinum helmingnum hennar).. Er voda fint herna..versta ad vedrid er buid ad vera half leidinlegt... sem hefur valdid thvi ad vid hofum eitt miklum tima i budum..ups ekki gott fyrir budduna....Erum buin ad fara tvisvar til uppsala, fyrst til ad skoda mynlistarsyningu hja systir hans pabba, svo til ad heimsaekja Rosu...var mjog fint i baedi skiptinn nema hvad ad thad rigndi mikid.. .

Jaeja nenni ekki ad skrifa meir

miðvikudagur, október 12, 2005

Ég lifi í blekkingu

Og blekkiningin er sú að hlutirnir séu að fara að róast hjá mér...skil barasta ekki hvernig mér tekst að hafa alltaf svona mikið að gera ???? Er búin að vera að þjást af þessum kvilla síðan í menntó..hef þó lært að lifa með honum þ.e. ég er hætt að keyra mig alveg út... tek pásu þegar ég sé að stefnt er í óefni (annað en í menntó, þegar að ég keyrði mig út nokkrum sinnum sem endaði í rúmlegu og sótthita)....
Er búin að vera að halda því fram að nú eftir sumarið eigi nú allt að fara að róast... en nú er veturinn kominn og ég sé ekki fyrir endan á törninni...á bara eftir að gera of mikið...fúff fúff...en hvað er ég að kvarta ef að ég hef lítið að gera líður mér illa, þar sem ég er ekki að gera neitt...þetta er skrítin heimur sem ég lifi í ... o þó kannski er ég bara skrítin...
Jæja best að fara að gera eitthvað af viti ...

föstudagur, október 07, 2005

Klikk

Jæja ég hef víst verið tvíklukkuð þannig að hér fáið þið allan sannleikan um mig....
1)Ég er skipulagsfíkill..
2)Ég get ekki farið í afturábak konnís (hvernig skrifar maður það ??) né gert krippu á bakið..er nefninlega með tvo neðstu hryggjaliðina fasta saman..fæddist ekki svona en kenni barnaskólaleikfiminni um þetta. Maður var píndur í að gera allskonar fimleikakúnstir.
3)Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að vaska upp...ég tými samt ekki að kaupa mér uppþvottavél..
4)Ég á það til að vera svolítið uppí skýjunum og á það til að detta ofaní dagdrauma í amstri dagsins (sérstaklega þegar ég er að gera eitthvað leiðinlegt).
5)Þar til ég var 20 ára fannst mér ósköp eðlilegt að setja hvern lit sér í þvott, þ.e. bleikt sér, rautt sér, grænt sér, blátt sér o.s.fv. einnig fannst mér ekkert eðlilegra en að setja svart glansandi í eina vél og svo svart bómull í aðra....Er reyndar búin að komast að því að móðir mín er skrítin þegar kemur að þvotti...en sjaldan dettur eplið langt frá eikinni og þó að ég sé nú ekki eins öfgakennd, þá fer svart, hvítt, bleikt/gult, rautt og blátt/grænt allt í sér þvott hjá mér..

mánudagur, október 03, 2005

MIG LANGAR AÐ FARA Á FLAKK...

Klára masterinn í feb eða júní 2007.... Vinn eins og brjálæðingur fram til 1.okt...fer þá til útlanda í 6-12 mánuði...kem heim í smá tíma...fer svo einhvert út í doktorinn.....fer svo að vinna sem postdoc í framandi löndum...kem að lokum til Íslands og fer að vinna hér við skemmtilegar rannsóknir, eignast börn og bú og eyði öllum sumarfríum/vetrarfríum á framandi slóðum ....

Gott plan...vildi að það væri 1.okt 2007 núna .... bara innan við 2 ár þanngað til...
Sorrý ég er bara illa haldin að basillus ferdalangus þessa dagana ..kenni Jónu og Gunnari um..þau smituðu mig....