laugardagur, febrúar 19, 2005

Tími til komin að fara að hrista rassinn...
Sit hér og háma í mig snakk nammi namm.... held að ég gæti alveg lifað án nammis ...en snakk...I love it...kannski er það samt bara MSG bragðið af því sem er svona morish taste (svona eins og Quandong pieið í ástralíu).. Jæja var a.m.k. að átta mig á því að ég er að fara til Tyrklands eftir rúma 3 mánuði ... og eins og alþjóð veit þá verður maður nú að líta vel út í bikiníunu í sumar á sólarströndinni (og survivor outfittinu þegar tequilað er við hönd) og svo er ekki verra að vera í góði formi fyrir vinnuna í sumar á Skeiðarársandi og vonand líka í námskeiðinu á Svalbarða...Þar sem að þolið er á við stórreykningar mús og maginn ansi slappur er um að gera að fara drífa sig í ræktina og reyna að byggja upp smá vöðva....er búin að kaupa mér kort í WC hérna hinumegin við götuna en seinustu tvær vikurnar hefur rassinn verið saumaður fastur við sófann..en nú hefur Bíbíin ákveðið að tími sé komin til að draga upp nálina og rekja upp og reyna auk þess að losa sig við snakk fíknina...ummmm snakk er gott....og borða aðeins snakk í samræmi við salt og sítrónu og vökvanum sem því fylgir.....
Þannig að markmið Bíbíarinnar er að verða komin í þrusuform í sumar og geti hlaupið á milli bara á Marmaris og yfir Skeiðarársandinn endilangan án þess að blása úr nös....
Vona að þetta gangi upp...en oft eru hugmyndir sem slá upp í kolli manns ekki eins langlífar og maður vill......................
En jæja hér hafið þið þetta