mánudagur, febrúar 19, 2007

Skógrækt besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu ??
Einhvernvegin svona hljóðaði rúsínan í pylsuendanum á frétt um bindingu koltvíoxíð við skógrækt. Því er nú ekki að neita að skógrækt eykur fjölda trjáa og tré eins og annar gróður bindur koltvíoxíð en..... Er samt ekki besta leiðin til að minnka magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu að minnka útblástur þeirra ??? Ég bara spyr.... (Góð leið væri t.d. að hafa frítt í strætó, draga úr stóriðju í landinu og skylda þá stóriðju sem fyrir er til að nota besta hreinsunarbúnað sem til er)..