Selurinn Bíbí
Í gær var dagur 3 í rassahristingum og var ákveðið að breyta aðeins til og sleppa lyftingum þannig að ég gæti nú gengið í dag... Ekki var þorandi að fara á W.C. því að testósterónandrúmsloftið veldur mér ofskynjunum sem lætur mig finnast það vera góð hugmynd að fara að lyfta 3 daginn í röð.... Ákvað í staðinn að fara að synda...var samt hálf hrædd þegar að ég kom í laugardalslaugina þar sem að búið er að færa innganginn...
jæja mín skellti sér útí og byrjaði að synda, komst reyndar að því að ég þarf að fara að fjárfesta í nýju sundoutfitti þar sem að glútusinn verður fjórfaldur í gamla sundbolnum mínum (sem er síðan ég var 15 ára) og bikiníið sem ég synti í í gær er ekki alveg nógu traustvekjandi..var hrædd um að vinkonurnar myndu poppa út í einhverri ferðinni (það gerðist sem betur fer ekki).... Var búin að gleyma því hvað það er æðislegt að synda...og svo var ég svoldið stolt af mér þar sem að mér tókst að synda 2*50 m skriðsund án þess að drukkna ..jibbý... Vandamálin byrjuðu samt ekki fyrr en ég var búin að synda mín 1000 m. (eða 900 eða 1100 ruglast alltaf í talningunni)..minns skellti sér í heitapottinn í nokkrar mín. og þegar ég stóð upp ætluðu lappirnar ekki að standa undir mér... mér tókst samt með herkjum að fara í sturtu og klæða mig og komast út í bíl..(var hrædd um að það myndi líða yfir mig í sturtuinn og ég myndi vakna nakin á sturtugólfinni með fullt af nöktu fólki sturmandi yfir mig..)þar sem ég þurfti að borða matinn sem ég var með þar og bíða svo í fimm mínútur á meðan orka komst aftur í fæturnar þannig að ég gæti keyrt heim...og þegar þanngað var komið stein sofnaði ég í klst.... Var búin að gleyma hvað það er erfitt að synda....
Reyndar eitt gott ég léttist um 2 kg. á sundinu..var a.m.k. 2, 5 kg. léttari á vigtinni í sundlauginni en ég var í WC kvöldið áður.... þarf bara að fara synda 2 km. í viðbót og þá er ég komin í draumaþyngdina....
Vann svo bíómiða á forsýningu Constantin í gær...Það var gaman...mæli alveg með henni..er svona sma samblanda af Stigmata, Blade og Dogma...alveg ágætis afþreying...