Ég skil ekki....
1) Fólk sem reykir að staðaldri.... (veit að það getur verið erfitt að hætta og allt það...en það er hægt...og svo er mér minnistætt sem að ein manneskja sagði við mig...."ég þarf þá ekki að verða eldgamall og deyja óhamingjusöm úr elli" nei kannski ekki en þú ert að stórauka líkurnar á því að fá lungna og magakrabba (sem er mjög erfitt að lækna) nú eða lungnaþembu og einhvern annan óþvera og svo er líka vond lykt af þér....)
2) Fólk sem er að alltaf að vorkenna sjálfum sér...(jú jú maður þarf nú stundum á því að halda að láta vorkenna sér...en svona fólk sem er alltaf að velkja sér uppúr því sem hefur farið illa í lífi þeirra og lætur aðra vorkenna sér....)
3) Ríkistjórn Íslands ...fyrir svo marga hluti t.d.hversvegna er verið að eyðileggja landið okkar með stóriðju og hversvegna er ekki búið að banna reykingar hérna á öllum vinnustöðum eins og á Írlandi....nefndi þetta nú í samkvæmi um daginn og var skotinn í kaf...þ.e. rökin voru..þú þarft ekkert að fara á djammið og fólk þarf ekki að vinna á stöðum þar sem reykt er.... en afhverju á 80% þjóðarinnar að þjást fyrir veikleika 20% hennar..afhverju á ég ekki að geta farið á djammið án þessa að fá illt í augun, verða illa lyktandi og fá illt í lungun... afhverju vega réttindi reykingarmannsins meira en mín ??? Bara að spá ... En ég segi það enn og aftur mér finnst reykingar ógislegar og hef aldrei reykt..OKey ég skil svosem með kynslóð ömmu okkar og afa því að skaðsemi reykinga voru ekki þekktar og veit ekki einu sinni hversu þekktar þær voru þegar foreldrar mínir voru ungir..en nú í dag...fólk á aldur við mig að reykja ...þið vitið að þetta er stórhættulegt til frambúðar..langar ykkur ekki til að lifa heilsuhraust á elliárunum og geta fylgst með barnabörnunum vaxa úr grasi og nýtt eelliárin í að ferðast og leika sér... okey ég veit að þetta á kannski ekki við alla reykingarmenn sumir lifa heisluhraustir til 100 ára aldurs..en það er svo miklu meiri líkur á að þú lendir í hinum hópnum....Jæja nóg um þetta ...ég bara skil ykkur ekki og mun aldrei skilja...ekki frekar en ég skil offitusjúklinga sem gera ekkert í sínum málum (þá er ég að tala um virkilega feitt fólk (130+)), þið eruð líka að skemma sjálf ykkur með óhollum lífnaðarhætti... reyndar er þetta ættgengt hjá sumum og fylgir oft öðrum sjúkdómum eins og þunglyni og öðru... en með nútíma læknavísindum , réttu mataræði, hreyfingu og aga ætti að vera hægt að draga mikuð úr þessum vanda....
Ég meina ég geri ýmislegt í hófi sem er ekki hollt fyrir mig ...en lykilorðið er í hófi...þú skaðar þig ekki mikið á að borða óhollan mat einstöku sinnum, drekka einstöku sinnum og jafnvel fá þér 5 rettur á djamminu 1*í mánuði (ég skil það samt ekki) en að gera þetta uppá hvern dag í óhófi ......
4) Dómskerfi íslands...það er nú bara nóg að lesa um þá dóma sem fólk fær fyrir hrottalega glæpi eins og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nauðganir...fólk þarf að vera virkilega illræmt eða/og sjúkt til að gera svoleiðis hluti...
5) Stríð....hvernig er hægt að leysa nokkurn ágreining með því að drepa fólk..held að maður sé að auka á vandann með stríði en ekki leysa hann.... hvað heldur þú ?
Æ það er svo marg sem að ég skil ekki og á ábygglega aldrei eftir að skilja.......