Afsakið leiðindin...
Ég lifa mjög einföldu lífi þessa dagana, ef ég er ekki uppí skóla að skrifa (eða reyna það) er ég í ræktinni, þetta gerir það að verkum að allt annað sem gerist í mínu litla lífi virðist vera mjög spennandi. Það er svosem alltílagi að geta glaðst yfir litlum hlutum en það sem verra er að mér finnst alveg svakalega gaman að tala. Er hálf hrædd um að fólkinu sem neyðist til að hlusta á mig, finnist hlutirnir kannski ekki alveg eins spennandi og mér, en sorrý elskurnar þið verðið víst að þola þessi leiðindi í tvo mánuði í viðbót. Í maí fer að sjást til sólar á ný og þá verður sko allt gert.