mánudagur, febrúar 21, 2005

Baktería
Ég hef ávallt verið heilsuhraust manneskja og má þakka fyrir það að verða mjög sjaldan veik...en þó er samt ein baktería sem skítur upp kollinum ansi oft..misjafnt er hvað hún stoppar lengi og hvað meðal virkar til að losna við hana...er samt vissum að ég mun aldrei fyllilega jafna mig á henni..held að þegar maður hefur fengið hana einu sinni þá fari hún aldrei... Þessi baktería nefnið Basilus ferdalagus eða ferða bakterían eins og hún nefnist á íslensku... Hún lét kræla á sér hér rétt eftir hádegi og bara vill ekki fara... MIG LANGAR AÐ FARA 'A FLAKK... þrátt fyrir að ég hafi fengið gott meðal þar seinasta sumar með ferð minni um S-ameríku og Tæland þá er það ekki nóg...mér er farið að klæja í fingurna og hugurinn reikar um framandi slóðir.... Er búin að ákveða á eftir að ég lík masternum þá taki ég mér pásu frá námi og fari að ferðast í a.m.k. 5 mánuði..draumurinn er að fara til Víetnam, Laos, Kína og jafnvel Burma,tíbet (sem er reyndar hluti af kína) og Indland og taka svo Síberíuhraðlestina frá Bejing til Moskvu.... oh mér langar svo.......
Er reyndar að fara til Tyrklands í sumar (og vonandi Svalbarða) en það er samt ekki svona ferðalag...Við Haukur erum reyndar að plana að fara út í okt/nóv oí kannski 2-3 vikur og flakka um austur evrópu....þ.e. Tékkland og þau lönd...eða jafnvel KRóatíu og Slóvení...
æ ef að maður ætti bara fullt af peningum og nóg af tíma...