mánudagur, júlí 31, 2006

Þreytt.is

Þetta var erfið helgi. Föstudagskvöldið fór í alsherjar þrif á húsinu enda von á fullt af gestum á laugardaginn :) auk heimsóknar til tengdó. Laugardagurinn fór svo í þrif á mjög skítugum gluggum, það birti í íbúðinni eftir þetta, verst að núna getum við ekki lengur striplast um að vild, það sést inn :( Jæja, verð víst að hætta að ryksuga nakinn. Damn it. Fórum svo í nefningarveislu til Öggu og Dóra, drengurinn var gefið nafnið Úlfur Ægir. Er algjör dúlla, ekki laust við að maður sé farinn að fá smá eggjahljóð í vinstri litlutá..ekki seinna vænna ef að maður ætlar að vera tilbúin 2013. Eftir nefninguna var svo brunað heim og haldin sumarafmælisteiti :) Það var ansi gaman og fékk ég sérlegt skemmtiatriði frá Villa og Gunnari afmælisbarni er kampavíni var dreift um alla stofuna, meira að segja loftið fékk að drekka :) Seinustu gestirnir skriðu út kl 03.30 eftir miklar pælingar um það hvort að þau ættu að taka leigubíl heim, en þau ákváðu að ganga.
Sunnudagurinn fór svo í að baka og bjóða fullt af fjölskyldu heim í kaffi...úff púff

22 milljónir króna í mánaðarlaun..

Þetta er nú bara rugl..hvað gerir fólk við allan þennan pening (borgar kannski 8 í skatt og þá eru 14 eftir)... 14 milljónir útborgað um hver mánaðarmót. Hvað gerir fólk við allan þennan pening ..Væri ekki nær að lækka laun hans niður í svona 7 milljónir á mánuði og skipta hinum 15 á milli lægst launaðasta starfsfólksins. Fyrir þennan pening væri hægt að hækka laun 500 manns um 30 þús á mánuði...og munar það um minna fyrir fólk sem berst í bökkum...

Þetta er bara rugl...er alveg viss um að forstjórinn myndi lifa jafn góðu lífi á um 5 milljónum út á mánuði og 14 milljónum...

föstudagur, júlí 28, 2006

Húsgagnapössun Bryndísar og Hauks group

Jibbý nú er ég loksins komin með fallega sófa í stofuna :):) (reyndar bara í pössun hjá mér í ár) Það er lúksus að vera loksins komin með sófa sem maður skammast sín ekki fyrir, það eru engin göt á honum og maður svitnar ekki á rassinum við að sitja í honum þar sem að þetta er ekki gervileður (heldur ekki leður). Oh sófasettið er fallegt.. :):) Síðan vorum við Haukur líka svo fórnfús að taka að okkur forláta uppþvottavél í nokkurn tíma, ansi skemmtilegt það :).
Ég er ekki frá því að við ættum að fara að stofna húsbúnaðarpössun Hauks og Bryndísar erum endalaust með eitthvað dót í pössun fyrir fólk...er svosem ekki að kvarta, í millitíðinni getum við látið peningana sem hefðu farið í það að kaupa hlutinn safna vöxtum inná banka (sem NB eru alltaf að hækka, vegna hækkandi verðbólgu og stýrivaxta; húrra fyrir verðbólgunni og hagvextinum eða ekki lánin manns hækka víst líka og kaupmátturinn fer minnkandi (eða var hann hækka...))
Í augnablikinu erum við með í pössun 3 sæta sófa (meina þriggja sæta sófa hann er samt voða sætur) og tvo stóla, sjónvarp, uppþvottavél, frystikistu (sem er reyndar útí geymslu), stofuborð (sem er inní geymslu og fer mér til mikils léttir annað í pössun 20.ágúst), 6 borðstofustóla og pítsaofn. Við ættum kannski að fara að rukka leigu fyrir þetta... Er svo að fá 3 blóm í pössun í ár á laugardaginn.


Skokkklúbburinn

Skokkklúburinn stóð sig með prýði í gær, allir meðlimir voru mættir og hlupu allir 5 km. Húrra fyrir klúbbnum :):)

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Afmæli

Fór í mat til Herdísar á þriðjudagskvöldið í tilefni af því að þýskur vinnufélagi hennar átti afmæli. Verð að hrósa Herdísi fyrir góðan og vel útlátinn mat...þó að þetta hafi nú verið óttarlegur samtíningur að hennar sögn ;) Kökurnar í eftirrétt voru líka góðar..nammi namm.

Nágranni

Fór í heimsókn ásamt Jónu til Hildu og Villa í gær í nýju íbúðina þeirra. Þetta er bara allt að smella saman (er samt svoldið drasl hjá þeim enþá ;)). Mikið talað um brúðkaupshugleiðingar enda eru þær báðar að fara að gifta sig innan árs. Gaman gaman...

Skokk
Það var frekar einmannalegt hjá skokkklúbbnum í gær þegar farinn var öfugur 5 km hringur, meira að segja Ipodinn minn yfirgaf mig á cruzial moment ...
En áfram hélt ég þó og er komin með 15,7 km í vikunni ...Sem er töluvert meira en hinir meðlimir skokkklúbbsins...

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Hvert fóru Júní og Júlí ??

Var að skoða allt það sem ég ætlaði að gera ...er ekki alveg að standa við það ... Er ekki búin að fara í neina útileigu (fórum frekar í sumarbústað þar sem að veðrið var svo vont) fyrir utan Hróaskeldu... Aðeins búin að labba á eitt fjall... en er samt búin að girða af garðinn, halda grillveislu og fara á Kajak á Stokkseyri... Verð samt að segja mér til varnar að af þeim 8 vikum sem liðanar eru af sumrinu hafa 3 farið í felt (og eftir 4-5 daga felt og keyrslu til og frá Skaftafelli er maður ekki æstasta manneskja í heimi að skella sér útá land í útileigu)og 2,5 vikur í útlönd....
Það styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og ég er ekki búin að vera alveg nógu dugleg að hlaupa (útskýringin sést hér að framan, leti má einnig kenna um). Hlaupahópur grafarvogsbúanna hefur samt staðið sig eins og hetja þessa 2 daga sem hann hefur verið starfræktur hlaupið samtals 10,6 km :) Síðan er 5 km hlaup í dag :)
Fyrir áhugasama þá er hittingur á öllum virkum dögum kl 17.30 í laufrima 18 eða Dísaborgum 2

mánudagur, júlí 24, 2006

Bloggleti..

Jæja ég skulda víst eina stóra færslu


Hróaskelda

Algjör snilld og ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða... Gott að fara í góðra vina hóp, hlusta á skemmtileg bönd og tjilla... Væri alveg til í að fara aftur, er samt svoddan lúði þegar að kemur að músík að ég þekkti nú ekki mikið af böndunum, en það skiptir svo sem ekki aðal máli.. Sissor sisters voru snilld, tool voru þéttir, Frans Ferdinand góðir sem og Sigurrós, er ábyggilega að gleyma einhverjum..
Takk allir fyrir að vera svona æðislegir...

Prague
Mæli með henni nóg að skoða, alveg rosalega falleg borg á pottþétt eftir að koma þangað aftur. Passið ykkur bara á kristalnum..hann er stórhættulegur sem og bjórinn sem kostar lítinn pening...

Berlín
Flaut og fagnaðarlæti í stuðningsmönnum þýska landsliðsins eftir sigur í leik um þriðja sætið var ógleymanlegt. Stútfullar götur af hamingjusömum þjóðverjum dansansi syngjandi og sveiflandi fána útum allt. Síðan horft á ítali vinna HM á risaskjá undir berum himni á svo kallaðri FAN MILE sem byrjaði hjá Brandenborgarhliðinu ásamt um milljón manns....eftir það var svo horft á ítali syngja og dansa um götur Berlínar.
HM í berlín var einnig snilld og ekki spillti fyrir að þar er mjög auðvelt að fá taxfree...maður er bara alltaf að græða ;)

Dresden
Mjög furðuleg lestarferð til Dresden, þar sem að tungumálasnillingurinn ég lenti í hörkusamræðum við þjóðverja (ég kann ekki mikla þýsku) og það heyrnalausa í þokkabót.
Dresden var ansi krúttlegur bær (eða það litla sem við sáum af honum), Vorum í snilldar íbúð þar :). Robbie Williamstónleikarnir voru frábærir sko alveg þess virði. Robbie knows how to entertain... og ekki var það verra að hann tók take that slagarann back for good bara fyrir Hildu ;)..Robbie er snilld...

Ísland
Kom svo heim á fimmtudegi og lág í leti yfir helgina, hjálpaði reyndar Hildu og Villa oggu pínu, aðallega að líma dagblöð á gólfið þeirra...En nú eru þeir ornir nágrannar mínir :).
Við Haukur erum búin að vera dugleg í garðinum okkar...erum næstum búin að setja upp skjólgirðingu..eigum bara smá eftir :)
Skokkklúbbur grafarvogsbúa hóf svo göngu sína í gær, meðlimir eru þrír eins og er ég, Hilda og Haukur. Allir eru velkomnir...

Skeiðarársandur

Var 5 daga á skeiðarársandi í seinustu viku að vinna í verkefninu mínu. Þetta lítur allt vel út :):) Á bara eftir að gera mikið :(:)

föstudagur, júlí 07, 2006

Sol og sumar

Erum nu stodd i Prague, mjog falleg borg :) Nenni ekki ad blogga er bara allt gott ad fretta af okkur :) bless i bili