þriðjudagur, mars 30, 2004

Koffínþörfin yfirbugaði mig í hádeginu :(...engin sjálfstjórn hér...en ég fékk mér samt Pepsi MAX en ekki Kók...ég tel mig nú bara góða ef ég get vanið mig á að drekka það í staðin fyrir kók (og þá kannksi drekka líka minna af því..einn lítri af kók á dag er ekki sniðugt)..
Annars vorkenni ég sjálfri mér mjög mikið ..þarf nenfinlega að vera að læra undir próf..æj... greyið ég

mánudagur, mars 29, 2004

Ég er stolt af sjálfri mér ég er ekki búin að drekka neitt kók í dag..það hefur ekki gerst lengi

Annars er bara það sama að frétta er á haus í plöntuerfðafræðinni.......gaman,gaman..AFLP,RAMAP;ISSR,S-SAP, RAPD,PCR og svo lengi mætti telja

'Eg er samt að fara á tónleika 24.júní...Deep purple..það verður gaman..verst að Uriea Heap (æ kann ekki að skrifa þetta) komi með þeim....Er semsagt að skella mér á tónleikana ásamt þeirri manneskju sem kynnti mig fyrir þeim..nefninlega henni múttu...sem og sæta stráknum...það verður gaman...

Jæja best að halda áfram að læra..nú er ég að fara að lesa um erfðabreyttar plöntur gaman gaman...

sunnudagur, mars 28, 2004

Helginni er að ljúka.....hún var alltof fljót að líða
Á föstudaginn var barasta ekki gert neitt af viti..lærði til 2145 og horfði þá á when Harry met Sally..ég elska svona sætar ástarvellur..held barasta að ég verði að reyna að redda mér henní í sívaxandi DVD safnið mitt....Jæja vaknaði á laugardaginn og vann svo og lærði til kl 19:00.. fór þá með kindunum í leikhús..hittumst fyrst heima hjá Jenný þar sem að Hlynur dekraði við okkur og gaf okkur þessar snilla margarítur (verst að vera á bíl), síðan röltum við yfir í Austurbæjarbíó og fórum á Fimmstelpur.com...mæli með því það var algjör snilld og ég lá í kasti allan tíman (var að minnstakosti komin með harðsperrur af hlátri eftir sýninguna)...éftir vel heppnaða sýningu var svo farið áftur heim til Jennýar og spjallað um hitt og þetta (aðalega þó hitt) og svo farið heim að sofa...ZZZZZZZZZZZZ
Er svo búin að vera að vinna í allan dag ..í furðulegu veðri..ýmist sól, bilur eða ..... og nú er ég komin heim og farin aftur að læra og í þetta sinn er verið að reyna að massa upp plöntuerfðafræðina...þannig að það verður lítið gert nema lært fram á næsta fimmtudag..

Mér finnst að við ættum að taka Íra okkur til fyrirmyndar og banna Reykingar á öllum veitingastöðum,kaffihúsum,börum og á öllum vinnustöðum...

föstudagur, mars 26, 2004

læri lær
Jæja ég er búin að vera sveitt að læra alla vikuna og sé framm á að svona verði þetta fram til 11 maí :( ....Annars átti ég að halda 2 fyrirlestra í dag og sleppti því að hitta stelpurnar í gærkvöldi til að geta fullkomnað annan þeirra og svo bara mætti kennarinn ekki í morgun....minns ekki sáttur :( Í þessum skrifuðu orðum þá mætti kennarinn (svaf yfor sig) og ég gat haldið fyrirlesturinn..jibbý einn búin í dag og bara hinn eftir

Annars er ég algjör leiðindardós þessa dagana geri ekki annað en að læra....

þriðjudagur, mars 23, 2004

Snilla helgi

Ég fór upp í sumó með Hauki um helgina..bara við 2 ein...það var gaman...mikið slappað af...og mikið horft á vini...:) Fórum gulna hringinn á laugardeginum..alltaf gaman að koma á gullfoss og Geysi...Komumst að því að ferðamannarúturnar keyra eins og vitleysingar ...ein missti næstum því stjórn á sér í beygju þegar að við keyrðum á móti henni vegna þess að hún var að keyra of hratt...en sem betur fer gerðist það ekki.. brjálaðir bílstjórar....

En nú er helgin liðin og raunveruleiki lífsins tekin við ..........þ.e. læra læra læra

þriðjudagur, mars 16, 2004

D?sus hva? ?g nenni ?essu ekki...neikv??.is....?j ?a? er okey einstaka sinnum...... p?ff..p?ff...bara 7 gl?rur eftir af fyrirlestrunum er samt ekki alveg ap skiljaq ?etta b?fferd?t..?j..?a? hl?tur a? koma

Ég er að verða alveg óð á þessum nýrum..er að læra fyrir verkelgt í dýralífeðlisfræði og er að lesa um nýrun og starfsemi þeirra..það er svo sem okey..nema það að það er alveg nóg að gera hjá mér og ég væri alveg til í að vera að læra eitthvað annað skemmtilegra s.s. málstofuritgerð eða plöntuvistfræði fyrirlestur...eða fyrir próf í plöntuerfðafræði sem er n.b. í næstu viku.... En nei ég þarf að vera að lesa um nýrun í dag og á morgun...........Dýralífeðlisfræðin er samt ekekrt alslæm það er ágætlega áhugavert að lesa um þetta en ég er ekki alveg að meika það að mæta í tíma...fyrirlestrarnir eru ekkki skemmtilegir.a.m.k. finnst mér það ekki og það síast heldur ekkert inn...er að vona að ég meiki þetta fag á því að lesa bókina sjálf , kíkja á diskinn sem fylgir með bókinni og skoða glærurnar frá kennaranum... jæja það kemur allt í ljós...best að fara að lesa meiru vassópressín

mánudagur, mars 15, 2004

Jæja best að halda áfram að læra ...

Barnabókmenntir
Ef ég væri bókmenntafræðingur mundi ég sérhæfa mig í barnabókmenntum ..þær eru nenfinlega algjör snilld.... sérstaklega þegar maður er orðin eldri og farin að skilja boðskap þeirra ... svo eru þær líka í takt við tíðarandan..var t.d. mjög reið þegar ég las um hina fimm fræknu og stelpurnar sáu alltaf um að taka til og búa til mat og nesti..tók aldrei eftir þessu þegar ég var yngri...síðan Bangsímon..bækurnar um hann eru með mikin boðskap og bestar í heimi...síðan náttúrulega litli ljóti andarungin og fleirri sögur í þeim stíl og jafnvel litla gula hænan hefur mjög sniðugan boðskap....tala nú ekki um það að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir......

Minns er að fara til útlanda
Jibbú ..í október er vinnan hans Hauks að fara á árshátíð í Köben og ég fæ að fara með :) förum á laugardegi g komum heim á þriðjudagskvöldi (1 dagur í árshátíð, 1 dagur í þynnku og 2 dagar í H&M) oh ég hlakka til...

Im a life

Jájá ég er nú ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir að ég hafi ekki bloggað í LANGAN tíma, komst barasta að því aðéf ég get ekki röflað hef ég nú lítið að skemmtilegt að skrifa um, þar með aflétti ég röflbanni af heimasíðu minni :)

Jæja það sem er hvað helst búið að drífa á mína daga seinustu vikurnar er þetta:
1) VAr veik í nokkra daga og á eftir því fylgdi kvef dauðans, snýtti mér meira enn ég pissaði í nýrnatilrauninni (pissaði 60 ml á 4 klst)
2) Var sveitt að skipuleggja árshátíð, sem ég fór svo á 6.mars..algjör snilld.. skemmti mér ógislega vel... góður matur, mikið drukkið og mikið dansað..endaði á kaffibarnum..humm alltaf gaman að kíkja á nýja staði...
3) Er vonandi komin með sumarvinnu..jibbý..það er ef ég fæ styrki er að sækja um í Kvískerjasjóð og Nýsköpunarsj+oð (eins og hálf líffræðiskorinn) ef svo er þá verð ég að hlaupa um og leita af birkiplöntum á Skeiðarársandi í sumar
4) Borðaði fullt af kökum..það eiga bara allir afmæli þessa dagana...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN pabbi (í dag), Haukur (í gær), Sigrún (10) og Alli (11) ..
5) læri, læri áttaði mig á því að það er kannski sniðugt að fara að læra..er dugleg stelpa þessa dagana..
6) Táin á mér er búin að vera sofandi seinustu tvær vikurnar og ég það mikill sauður að ég gleymi alltaf að panta tíma hjá lækni til að vekja hana
7) Las söguna um grenitréið sem var alltaf að hugsa um hvernig allt yrði betra í framtíðinni og gleymdi í staðinn að njóta dagsins í dag..áttaði sig ekki á þessu fyrr en að það var að deyja.... Góður boðskapur..´njótu þess sem þú hefur í dag :)
8) er að reyna að átta mig á því hvað ég eigi nú að fara út í mastersverkefninu fékk 3 hugmyndir er búin að útiloka eina og nú þarf ég bara að velja á milli tveggja
9) Anna og Jói héldu innfluttninspartý (loksins) á laugardaginn... fólk ansi ölvað...skyrtur voru rifnar utanaf fólki og glerborð brotnuðu (það er ekki sniðugt að ætla að dansa upp á glerborði)...n.b. ég var edrú..
10) Horfði á kynlíf í borginni með stelpunum...það var gaman


Síðan er ég búin að gera fullt annað sem ég barasta man ekki eftir ...