sunnudagur, nóvember 21, 2004

Dagar léttvínsdrykkju minnar eru taldir...

Ákvað að skella mér á ball í gær í tilefni af lokum ráðstefnu líffræðifélagsins.. fékk mér eina hvítvínsflösku fyrir....ekki sniðugt... Tók reyndar með mér mun minna fyllri félaga hana Erlu sem er hetjan mín fyrir að hafa passað upp á það að ég hegðaði mér siðsamlega ... man það reyndar ekki alveg sjálf. .. Ég held að ég haldi mig bara við vodka og tequila hér eftir og láti léttvínið vera.. ..Jæja það vara mk mjög gaman dansað og talað mikið (kannski einum of mikið)..Versta er að ég man ekki alveg allt sem valt uppúr mér..en ég var víst ansi dugleg að tala við kennarana mína.... vonandi sagði ég ekkert vitlaust..reyndar mér til mikllar ánægju var mér tjáð að þeir hafi nú ekkert verið miklu betri ..þannig að þetta er okey...
Jæja það verður amk gaman að mæta í vinnuna á morgun og upp í skóla að kenna á þriðjudaginn....

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Gullkindin fyrir latasta bloggarann
Minns er nú ekki búin að vera duglegur að blogga seinustu dagana ( uhum frekar vikurnar)... Kann nú enga skýringu á þessu nema leti og þá staðreynd að lítið hefur verið að gerast seinustu vikurnar... barasta vinna og vinna og horfa á sjónvarpið og dandalast eitthvað....Vildi samt láta aðdáendur mína vita að ég væri en á lífi.. jibbý ..jæja ætli maður verði ekki að fara að drífa sig í rúmmið góða nótt elskurnar