fimmtudagur, mars 01, 2007

Tíminn líður hratt....

úff,fúff...stundum vildi ég að það væru 32 klukkutímar í sólahring, er að reyna að klóra mig framúr meistaraprófsritgerðinni, gengur hægt, eiginlega bara á hraða snigilsins (eða það finnst mér a.m.k.). Þarf reyndar ekki að skila henni fyrr en eftir 2 mánuði, er búin með meirihlutan af tölfræðinni, aðferðalýsingum og niðurstöðum (a.m.k. 2/3). Er núna að lesa greinar í massavís (var reyndar búin að lesa þær flestar áður) og punkta hjá mér það sniðuga sem aðrir hafa komist að, síðan eftir helgi verður farið í massív greinaskrif. Mér finnst þetta reyndar ósköp skemmtilegt, er alveg á réttri hillu í lífinu :).
Annars er ég svoldið búin að vera að skoða skóla og verkefni í útlöndum (þó ég stefni ekki að því að fara í doktor fyrr en 2008), búin að finna nokkra staði sem eru að gera áhugaverða hluti en þá eru þeir alltaf í svo furðulegum borgum (Alaska, Nýfundaland og Las Vegas....). Er samt eiginlega að hallast að því að ég eigi best heima á artískum svæðum, finnst þau amk mun áhugaverðari gróðurlega séð en þau borealísku. Ég ætti kannski bara að skella mér til Svalbarða, Rússlands eða eitthvað af antartísku eyjunum.
Jæja best að fara að lesa fleirri greinar eftir Walker, Del moral, Titus, Bliss og vini þeirra áður en ég skelli mér í leikfimi.
Er reyndar ennþá helv... svekt að Hilda hafi klikkað á borðanum í gær (var nefninlega 50 skiptið mitt í leikfimi á árinu, Hilda lofaði mér borða). Verð víst að bíða eftir 100 skiptinu.