mánudagur, apríl 25, 2005

OFvirkni.is

Það má með sanni segja að mín hafi verið ansi ofvirk í húsmóðursfílingnum um helgina, það var allt óhreina tauið þvegið, húsið tekið í gegn (með hjálp maka), hekkið klippt og arfi reyttur og svo farið með allt ruslið í sorpu, fór í gegnum alla fataskápa í húsinu og henti út því sem ekki hefur verið notað í langan tíma (ekki seinna vænna að búa til smá pláss fyrir nýju fötin sem keypt verða í köben eftir 32 daga)..... og ég hefði viljað halda áfram en það var bara ekki meiri tími...og nú get ég ekki beðið eftir næstu helgi, langar til að þrífa ofnin og ískápinn, setja filmu í forstofugluggam og merkja útidyrahurðina almennilega, setja upp skjólvegg o.s.fv. ... .... spurning hvort að duglegheitin ná fram á næstu helgi eða hvort að maður verður komin í sitt vanalega letimót...

mánudagur, apríl 18, 2005

Yndisleg helgi..

Átti alveg indislega helgi... Afmæli hjá Svanborgu á föstudagskvöldið..Jungle speed er algjör snilld (n.b. er spil ;))... Bæjarferð með Hildu á laugardaginn :)...ég elska ZÖru.. Spil hjá Jónu um kvöldið þar sem að 70 mínútu spilið var spilað ... er alls ekki slæmt...kind, breik, rassgat, dagblaðaát ...mæli samt ekki með volgu vatni með tómatsósu ..oj... GUnnar fór svo á kostum í viltu vinna milljón..Geggjaður grís og bangsímon box fylgdu mér svo heim...takk fyrir mig..
Um kl 3 aðfaranótt sunnudags breytist Nói í dansstað.....kl 4 !! ákváðum við skötuhjúin að fara að ferðast eftir 2 ára...nákvæm ferðaáætlun var sett á laggirnar... Indland, Bangladesh, víetnam, laos, Kína, Tíbet, Cairns, Darwin, einhver eyja milli ástralíu og U.S.A., Perú, Bolivía og GAlapagoseyjar......:):)..Spurning hvort að ölvun ákveðin aðila (ekki mín) ógildi ekki þetta plan... hummm

föstudagur, apríl 15, 2005

Vildi bara deila með ykkur mjög áhugaverðri heimasíðu sem ég rakst á, við heimildarleit í ritgerðina mína.....endinlega tékkið á þessu

OMG
VIkan er bara að verða búin... Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og hvað maður nær að gera lítið....Feltið að fara að byrja hjá mér eftir 1,5 vikur og það var svo mikið sem ég ætlaði að vera búin að gera fyrir þann tíma..... Er að skrifa ritgerð dauðans í þessum skrifuðu orðum og það barasta gengur ekki neitt...líklega er það um að kenna minni eigin leti...það er samt smá ljósglæta í myrkrinu því að ég fæ að sandkassast í vinnunni á eftir og sá fræjum :):) Það er skrítið hvað litlir hlutir geta glatt mann mikið þessa dagana ..

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Why ???

Hversvegna fær maður harðsperrur...er gjörsamlega að drepast í glutusnum, lærunum og svo tvíhöfðanum... get varla sitið sökum eymsla í vöðvum...kenni rabblabbtúrnum í gær um , sem og geðveikum spörkum og hnébeyjum æi brennslukickbox... og ég sem er að fara aftur í kvöld... Það mætti halda að maður væri haldin sjálfpíningarkvöl...sem er svosem ábyggilega satt að nokkru leiti...
Annars er ég nú ekkert alltof sátt yfir framistöðu minni á vigtinni ..þessi 4,5 kíló sem áætlað var að losa sig við fyrir Tyrkland eru ekki alveg nógu dugleg að fara....jú það er eitt farið en enn 3,5 eftir og aðeins 44 dagar til stefnu.. Held því samt fram að fitufrumurnar hafi skroppið saman..og vöðvafrumurnar tútnað út -> engin nettó missir á kílóum....Versta hvað ég er þrjósk, er reyndar búin að sætta mig við að ná ekki alveg markmiðinu....en ég SKAL (GÆS) vera komin undir þann tug sem ég er núna í ..aðeins 2,6 kíló sem þá þurfa að fara aður en að ég get farið að versla í H&M....Nú ef í harðbakkan slær er alltaf hægt að skella sér á Hollywood kúrinn tveimur dögum áður en að maður fer út ...nú eða ódýrara að kaupa sér bara laxerandi og drekka appelsínudjú s;)... Híhí...nei held ekki..er ekki alveg til í að láta líða yfir mig á Kastrup..... svo held ég að ég gæti ekki sleppt því að borða...komon ég er sísvöng fyrir og samt borða ég 5-6 sinnum á dag.... Minnist þess ætið sem að sagt var við mig eftir að ég var búin að vera með ónefndum aðila á sólarströnd í tvær vikur og borða allan tímann þannig að ég væri passlega södd...." Bryndís hvar feluru eiginlega þessi 200 kg... þú borðar svo mikið".... já þeir gömlu góðu dagar þegar að maður gat étið eins og svín og vigtinn breytist ekki....en svo byrjaði maður í Háskóla Íslands og þá breytist allt... Kallarnir fóru að fá bjórvömb og kellurnar ástarhöldur..
Æ þið verðið að afsaka þetta sífella röfl í mér....ég er bara með líkamsrækt á heilanum þessa dagana...og er ekki alveg nógu sátt við það hvað allt gengur hægt...

föstudagur, apríl 08, 2005

Hæ,hó jibbý jei
Það er komin föstudagur og aðeins 25 mín þar til að ég er komin í helgarfrí.....hausin á mér er komin í 3 hringi og fjögur heljarstökk við það að reyna að setja saman fimm eininga verkefnið mitt um kennilega faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera... var komin á gott skrið..hélt ég a.m.k. en svo alltíeinu þá fór ég að skilja allt svo miklu betur (þ.e. náði upp að virkjunarorkunni...) og komst þá að því að það hvernig ég ætlaði að skipuleggja ritgerðina var ekki alveg að ganga...og þá þarf ég að fara að breyta öllu og færa og setja öðru vísi saman...fúff.. en jæja....þetta hlýtur að ganga á endanum..enda nægur tími til stefnu.... En í augnablikinu mínu er skrifborðið mitt þakið greinum (ætli að þær séu ekki að nálgast 30 stk) og ég veit ekkert hvar ég á að byrja...oh ég þoli ekki svona óreiðu... en ég veit bara ekki hvernig ég get skipulagt þetta..sp. um að kalla á "ég C út" hópinn...
Æ annars hef ég nú lúmskt gaman að þessu...þetta er nefninlega svoldið challenge..og það er alltaf gaman að takast á við svoleiðis.

mánudagur, apríl 04, 2005

Mánudagur dauðans
Það er svo mikill mánudagur í mér ..ég er barasta ekki búin að gera neitt af viti...jú kannski pínu...er aðallega búin að láta mig dreyma um að fara í verslunarferð til ameríkunar og fata mig upp í Gap, Old Navy, Urban outfitters, Abricombie & fitch (eða eitthvað svoleiðis), Victorias seacret og fleiri flottum búðum. Búin að skoða þær allar á netinu og sjá mjög margt sem að mig langar í ... og allt SVO ódýrt... hummm.. komin með fráhvarfseinkenni er ekki búin að versla á mig föt síðan að ég fór í útsöluna í Zöru þann 29 desember og keypti mér 4 boli...enda 3 mánuðir liðnir.. .Jæja verð að horfa á björtu hliðarnar það eru aðeins 53 dagar þar til að ég verð í H&M á srikinu að strauja kortið ...að kaupa bikini, belti, buxur, peysur, boli, hlýrarboli, náttföt, nærföt, skartgripi og allt hitt sem að mig vantar...:):):)

Jæja besta að reyna að gera eitthvað af viti þessa 2,5 tíma sem ég á eftir í vinnunni/skólanum..
Þarf að telja fræ og þvo bakka...
jibbý :):)