miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Snjór
Ég elska snjó..finnst að það eigi annaðhvort að vera snjór eða sól..finnst það lang skemmtilegast er ekki hrifin af svona millistigum..annaðhvort bleikt eða blátt

Djamm
Mig langar að fara að djamma..en það er smá vandamál það eru að fara að koma próf..sem þýðir lærdómur...og meiri lærdómur..erum reyndar að spá í það að detta vel í það á opnun náttúrufræðihúsins (já undur og stórmerki gerast enn) fyrirpartý hjá Rósu sem byrjar klukkan níu og síðan höldum við stjórn HAXA galvösk upp í NH kl.12 á hádegi.. en þars sem stjórnarmeðlimir sáu fram á að Margrét , heiðursgestur, hefði þá ekki nægjan tíma til að slétta á sér hárið fyrir þennan tím var þessi hugmynd gefin upp á bátinn..þrátt fyrir að við líffræðinemar séum þekkt fyrir það að mæta OFseint og OFURölvi á samfagnaði (n.b. árshátíðin í fyrra) var ákveðið að sporna við þessarri hefð.

föstudagur, nóvember 21, 2003

kíkið á þetta..sorglegt

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Siðan mín er að verð bleik aftur jey..gaman..gaman

Minnisleysi
Ég held að ég megi ekki sofa út..né snúsa... fæ nefninlega alltaf stórfurðulega drauma þegar ég geri það... ég meina svona þegar maður er að mókka og vaknar og mókkar til skiptis...
í morgun var ég í útlöndunum ..bjó þar... mamma og pabbi voru þar og svo Ólöf og Hilda (þær einmitt keyptu sér fartölvur sem var rænt af þeim)..ég var líka rænd..en man ekkert eftir því...það var nefninlega málið að ég var alltaf að týna út heilu og hálfu dögunum.. man barasta ekki eftir neinu...vild fara til læknis en engin vildi leyfa mér það....þorði ekki að fara ein...mæli ekki með þessu..það er ekki þægilegt að muna ekki hvað maður gerir...var fegin þegar að ég vaknaði og mundi allt

'osanngirni
Var að lesa bloggið hennar Jónu þar sem stóð að hún yrði búin í skólanum eftir 5 daga ???? iss piss ég verð ekki búin í skólanum fyrr en 10.des...reyndar má ekki kenna neitt nýtt eftir 3 des. en kennarar far nú ekki alltaf eftir því...

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

lífið er yndislegt.....

Ættarmót
Fór á ættarmótsfund í gær..ha hvað ??? já ættarmótsfund.. fjölskyldan hans pabba,pabbamíns (=afi Sverrir) ætla að hittast næsta sumar. Þetta eru semsagt afkomendur langafa míns og ömmu...Það var einn frá hverju lið ættarinnar (semsagt afi átti 11 systkini) okkar fjölskylduvængur er minstur pabbi + 3 börn + systir pabba + eitt barn + eitt barnabarn.. og þar sem að pabbi er út í útlöndum og systir hans býr í svíþjóð var ég sjálfskipaður meðlimur á fundinum....Ég var langyngst..hinir komnir yfir fertugt..ég þekkti þó einn....vibbí og hinir já..það var bara eitthvað svona fólk sumt sem líktist mér annað ekki..þess má geta að seinasta ættarmót ættarinnar var haldið þegar að ég var 10 ára ekkert skrítið að ég þekki þetta ekki.jæja þetta var allavega mjög áhugaverður fundur þar sem ákveðið var að halda ættarmót í þjórsárverum næsta sumar helgina 11-13.júní..þannig ef að þú ert að fara þangað þá ertu skyld/ur mér :).. Mér fannst sérstaklega gaman þegar það var verið að rifja upp og hlæja yfir atburðum frá fyrri ættamótum..ég man bara ekki eftir neinu..kannski hefur eitthvað að segja að ég var bara enn klofin persónuleiki (lítil sæt sæðisfruma (eða kannski ekki einusinni það) og egg)...

Þreytt.is
Var í atferlisfræðitíma dauðans áðan vorum að skrá niður fæðuhegðun fiska í fiskabúri...af myndbandi.......það var ekki gaman.....
Próf
Jabb svo er mál með vexti að ég er að fara í próf á föstudaginn í jarðvegsfræði..gaman,gaman..er 25% próf og þegar það er búið á ég bara efrir eitt 25%próf 15.desember..jæja þá er bara að læra og massa þetta upp

mánudagur, nóvember 17, 2003

Var að koma úr vinnunni og OH MY GOD hvað krakkar eru erfiðir eftir helgar..það mætti halda að það væri ekki gert annað alla helgina en að dæla í þau sælgæti þannig að þegar þau koma til okkar eru þau eins og skopparaboltar............. Jæja en þau geta líka verið svakalega yndisleg og skemmtileg...mér leiðist allavega aldrei í vinnunni

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Góðar fréttir fyrir fjölskyldufólk
Fjölskyldufólk fær góðar fréttir að þessu sinni. Í komandi jólaprófum verða allir leikskólar Félagsstofnunar stúdenta opnir lengur á daginn og að auki á laugardögum.
Algjör snilld.....Stúdentaráð fær stóran plús í kladdan fyrir þetta

Það ætti kannski líka að opna samastað fyrir einmanna vini og kærasta, sem þjást á meðan þeirra heitelskuðu eru í sveittum próflestri og hafa því engan tíma fyrir vini né maka.... Þetta væri t.d. mjög gott fyrir Hauk, þar sem að hann er búin í prófum 11 des (öfund,öfund9 og ég byrja 12.des) og svo Ólöfu sem fer ekki í próf..allt metið.is (enþá meiri öfund). Þau verða þá bara að leika sér saman á meðan ég er að læra..nú eða vinna mikið þannig að þau geti gefið mér stóran jólapakka

Líffræðikennsla
Var á ráðstefnu í gær um líffræðikennslu á öllum stigum..var ansi áhugavert...sat þar fyrir hönd nemenda í líffræði við HÍ.....Tók þátt í pallborðsumræðum á eftir sem snérust fyrst og fremst um styttingu framhaldsskólans....semsagt allir kennnararnir voru þar á móti en síðan var kona frá menntámálaráðneytinu sem var með..og ég..... Sko mér finnst alveg vera hægt að stytta framhaldsskólann..án þess að það bitni á gæðum hans...gera hann bara meira krefjandi, þannig að maður þurfi að læra pínu í stað þess að lesa bara allt námsefnið 1-2 sólahringum fyrir próf og fá 8.....Ég öfundaði allavega voða mikið fólkið sem ég var að hitta úti á flakkinu eftir menntó sem var 1-2 árum eldra en ég og búið með háskólanámið og fraið að leika sér...........Ég meina þegar maður er útskrifast um 25 ára aldur er komin þrýstingur á mann um það að fara nú að hætta að leika sér og fara að kaupa sér íbúð (manni finnst maður líka hafa búið nógu lengi hjá mömmu) og fara að unga út.... Auk þess sem að ég held að fleiri myndu klára framhaldsskólan ef hann væri styttri...4 ár er miklu meira en 3 ár ..og allavega þeir sem ég þekki og hafa dropað út hafa kannski átt í mestalagi 11/2 ár eftir til 2...fólk helst oftast 2 ár í menntó og síðan fær það skólaleiða o.þ.h. ég meina fyrstu tvö árinn er maður að uppgvötva margt nýtt og svona en síðan fer þetta kennski ekki að vera eins spennandi og þá er mun betra að eiga bara eitt ár eftir en 2.... Annars fannst mér mjög gaman í Menntó...en það er líka mjög gaman í háskólanum............... Jæja ég var allavega skotin í kaf...................í lokaræðunni var sagt að það væri vandamál í samfélaginu hvað fólk væri alltaf að flýta sér mikið og hvort að það væri akki fínt að skólin sæi aðeins um að draga úr þessum flýtingi....maður ætti að slaka aðeins á og leika´sér (svona eiginlega beint skot á mig)...dö það er miklu betra að leika sér þegar maður þarf ekki að vera í skóla og getur stungið af til útlanda að gera það ..eins og ég er alltaf að gera....................Jæja mig langar samt að vita hvort að lesendur mínir séu með eða á móti styttingu framhaldsskóla... endilega setið comment

laugardagur, nóvember 15, 2003

jæja nú er ég að breyta síðunni minni til betri vehar vonandi..breytingarnar eru bara á byrjunarstigi en þetta er allt að koma..var orðin svoldið leið á bleika bakgrunninum

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Blíb blíbb

Skil ekki áfhverju er alltaf svona mikið að gera hjá mér...ég sem er bara í 10 einingum..var að klára eina ritgerð..jibbý og er að gera 2 fyrirlestra...
Var voða sad í gær á laugardagskvöldi og lærði.....how low can you go......annars var snilla vísindaferð í Prokaria og fámennt en góðmennt bjórkvöld á eftir á föstudaginn......
Ég öfunda Ólöfu af chillinu..þo að henni leiðist..en jæja ef ég væri ekki að læra þyrfti ég að taka til..er ekki búin að ryksuga heima í 2 vikur ..ojojbarasta..og þarf að þvo þvott..mér finnst alltilag að setja í þvottavél en það er boring að hengja upp..séstaklega sokka og nærföt sem vilja ekki tolla á þurrkstatívinu....jæja ég þarf víst líka að skipuleggja skóladótið mitt...það er allt í mess og mér finnst það alveg hræðilegt..ég elska skipulag..... á líka eftir að skipuleggja myndaalbúmið mitt og herbergið mitt..byrjaði reyndar á því í morgun en svo þurfti ég að fara að vinna.....mig klæjar í puttana að fara að skipuleggja..ég og Monica í værum góðar saman.... En nú er semsagt allt í hers höndum..

Jæja hef farið í formlegt stríð gegn aukakílóunum, mætti 4 sinnum í leikfimi í vikunni..minns duglegur .is..en ekkrt gerist...... jæja maur verður víst að vera þolinmóður....

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Ég er Gullfiskur á bleiku skýi
Mér líður eins og gullfiski sem svífur á skýi hátt yfir jörðina..
Skýi vegna þess að ég er alltaf svo utanvið mig..já meira en venjulega ef það er hætt...
Gullfiski..vegna þess að ég gleymi öllu..man ekki hvað ég sagði við fólk sem ég var að tala við fyrir 5 mín....
held bara að það sé of mikið að gerast í mínum litla kolli þessa stundina........hugs,hugs,hugs

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

jæja nú er komin nóvember og miðsvetrarþunglyndið að leggjast yfir fólk..... ég virðist samt sleppa við það...verð bara steiktari í kollinum þegar á líður og meira utan við mig........

Jæja nú er einr itgerð búin og bara 2 fyrirlestrar og 2 skýrslur eftir...ligga ligga lá

jibbýjí
það er byrjað að snjóa........

sunnudagur, nóvember 02, 2003

tímin líður hratt á gervihnattar öld, hraðar sérhvern dag....

Svona er líf mitt búið að vera seinnustu vikurnar, líður eins og ég hafi seinast bloggað í gær...en nei..það eru liðnar tvær vikur síðan einhvað gerðist..tímin flýgur bara...fly on the wings of love fly baby fly..
nú er komin tími til að ég vakni og fari að blogga...er ég vakna Nína þú ert ekki lengur hér ......
Annars er lítið búið að gerast...sjúbídú
Fór í sumarbústað með MH+ genginu fyrir tveimur helgum það vaar svaka fjör..heiturpottur, þar sem ég og Villi fórum á kostum, kónga, hlaupskot, hvítvín,rauðvín, stíflaður vaskur og skítum rúmföt..semsagt svaka stuð...dont work on a sunday,dont sleep on a monday.tomorrow is a good day..
Var kræklingakvöld líffræðinema og Útskrift hjá Hildu Hagfræðingi um seinustu helgi þar sem að fólk var hver öðru skrautlega..syngjum öllum sókrates sálarinnar Herkúles
nú er ég bara að gera fyrirlestur og ritgerð..það er gaman...eit lag enn, ekta sveiflur og...nei eða já af eða á
Mér finnst evróvísón skemmtilegt..það er algjör snilld