föstudagur, maí 26, 2006

Afstaða
Er ekki alveg viss hvað ég á að kjósa þannig að ég prófaði að fara á afstada.is... Ekki hjálpaði það mikið til:
30% V
30% S
20% F
10% B
10% D
Ég er semsagt mjög óákveðin kjósandi þar sem að ég passa ekki vel inní stefnu neins flokks.....Held samt að ég sé búin að gera upp hug minn....

allir að kjósa á morgun...og kjósið rétt...

þriðjudagur, maí 16, 2006

Athafnasumarið mikla

Í sumar verður sumar framkvæmda...í stað þess að sitja á rassinum og gera ekki neitt, ætla ég að gera alla þá hluti sem mig hefur langað að gera en ekki komið mér í það...Afsakanir eins og þetta er svo dýrt, ég geri þetta seinna o.s.f.v. heyra sögunni til...Allir eru velkomnir að koma með enda verður stefnt að því að gera þetta um helgar....hér kemur smá listi, ég býst nú ekki við að ná í gegnum hann allan en eitthvað af þessu verður gert í sumar
1. Kajaksigling í Stokkseyri (aðeins 2900 kr).
2. Ísklifur og sigling við Sólheimajökul (12.900 kr.)
3. Klettaklifur í klifurhúsinu (600-900 kr.)
4. Labba uppá keili og svo í bláa lónið (800 kr. eða kostar það ekki í bláa lónið ??)
5. Fara á torfærukeppni, æ svona þar sem að þeir keyra uppá hól í kókurmjólkurbíl og velta ;) ( verð ??? ég veit ekki)
6. Labba á fullt af fjöllum (ókeypis)
7. Taka þurrbúninginn í köfun (25.000 kr.)
8. Fullt af útileigum með skemmtilegu fólki
9. Halda grillveislur og fá mér uppblásna sundlaug í garðinn ;)
Síðan langar ætla ég líka að girða garðinn minn af og gera hann fallegan og fínann :) og taka íbúðina í gegn, kaupa nýjan sófa, flísaleggja baðið og fleira og fleira...

Það er stór hættulegt að sitja veikur heima og hafa lítið að gera.....maður er að plana alltof mikið ;)

föstudagur, maí 12, 2006

Bæ bæ WC
Jæja nú er víst EXTREME námskeið númer 2 búið... og kortið mitt í WC að renna út ..sniff, sniff...tími ekki að kaupa mér nýtt kort fyrr en eftir sumarið þar sem að ég ætla að vera dugleg að hreyfa mig úti í sumar, sund, hlaup og fjallgöngur. Það kemur í ljós hversu vel gengur, verður auðvelt að fylgjast með þar sem að ég á öll ummál, þyngd og fituprósentu skrifaða niður.... Stefni að því að fara í mælingu aftur áður en að ég byrja að æfa í haust (þegar að ég kem heim frá Mallorca; 6 september)... Er mjög sátt við hvar ég er núna...væri reyndar til í að missa örfáa sentimetra í viðbót yfir rassinn og lærinn, mér er tjáð að hlaup eigi að vera voða góð til þess....Allavega erum ég og Hilda komin á fullt fyrir Reykjavíkurmaraþonið...erum farnar að hlaupa 7 km eins og ekkert sé....(1/3 komin)... Stefni á það að vera farin að hlaupa 14 km eins og að súpa vatn áður en að við förum á Hróaskeldu og þá höfum við um mánuð til að æfa okkur uppí seinustu 7 km.... Í ár er samt stefnan ekki sett hátt í hálfmaraþoninu..markmiðið er að klára á undir 3 klst (tek skjaldbökuna á þetta en ekki kanínuna eða var það héri)....sjáum til hvort að þau verði eitthvað háleitari þegar að á líður. Það er a.m.k. alveg óheyrilega gaman að fara út að hlaupa....

mánudagur, maí 08, 2006

Línuskautar

Fór á línuskauta áðan í góða veðrinu ásamt Lísu og Rakel (nágrönnum mínum í Öskju) svo sem ekki frásögu færandi nema vegna útgangsins á mér...var semsagt ekki á leið á línuskauta en með þá í bílnum og stóðst ekki mátið...Geystist svo um Ægissíðuna á snípsíðu pilsi og mjög fleygnum bol..fílaði mig eins og ég væri komin á Santa Monica Beach...vantaði bara strandverðina....Fékk a.m.k. næga athygli og fólk snéri sig úr hálslið er ég skautaði framhjá þeim...þetta var samt æðislegtm held samt að ég venji mig á það að hafa gallabuxur og íþróttapeysu í bílnum.....

sunnudagur, maí 07, 2006

Að læra eitthvað nýtt
Ég er búin að læra fullt af nýjum upp á síðkastið, lærði að keyra sjálfskiptan bíl, lærði að lyfta lóðum, lærði tölfræði o.fl. o.fl.

Það er samt eitt nýtt sem að ég lærði nú í seinustu viku sem ég hefði helst vilja sleppa. Ég lærði það hvað prófkvíði er og það í miðju lífmælinga II prófi. Sat í prófinu og kunni efnið ágætlega, mundi samt ekki auðveldustu hluti (hvað er tíðnidreifing ??)og átti mjög erfitt með að koma einhverju á blað. Þetta gekk nú alveg þokkalega framanaf, þó ég væri að standa mig langt undir get. Svo kom að seinustu spurningunni sem var 35% um efni sem í mínum huga er bara almenn þekking og ég gjörsamlega blokkeraðist, var orðin svo stressuð yfir því að ég ég væri of stressuð og því að ég væri ekki að muna auðveldustu hluti að ég mundi bara ekki neitt.....seinasta klukkutíman í prófinu sat ég svo og reyndi að skrifa eitthvað af viti, mundi samt ekki neitt, skrifaði t.d. tvíþátta fervikagreining á blað en síðan ekkert meira því ég mundi ekki hvað það var (þó ég viti það ósköp vel og vissi hvað það var áður en að ég byrjaði í kúrsinum). Þetta var allavega hundskemmtilegt (svo ég vitni í Jónu) , sérstaklega þegar að ég gekk útúr prófinu og hugsaði afhverju gerði ég ekki þetta, þetta og þetta. Auðvita man maður ekki allt á prófi en þetta var bara fáránlegt....las mér síðan til um prófkvíða á netinu og mín upplifun átti alveg við um það...Mæli ekki með þessu...

Prófkvíði er pein...

þriðjudagur, maí 02, 2006

Það er alltaf gaman að sjá að hollt fæði og sprikl virki :)
Apríl 2004

Apríl 2006