Breyting eða ekki.
Það kemur í ljós á morgun.
Hef svona á tilfinningunni að samband kjósenda við núverandi stjórn sé að mörgu leiti eins og mörg sambönd sem ég las um þegar ég datt einhverntímann inn á spjallþráð femin.is.
Kona í öngum sínum að leita ráða:
Er búin að vera með sama manninum í mörg ár, hann kemur ekki alltof vel fram við hana en er þó ekki alslæmur, hann á sínar góðu hliðar. Konan veit samt innst inni að hún á betra skilið, að hlutirnir eiga ekki að vera svona.
Hún er samt örvingla, veit ekki hvað hún á að gera, velti fyrir sér hvort að það verði nokkuð skárra ef að hún nær sér í nýjann kall, eru þeir ekki allir eins, lofa öllu góðu en standa ekki við það, núverandi má þó eiga það að hann hefur góðar og stöðugar tekjur, þó að forgangsröðuninn hjá honum er ekki alveg eins og hún vildi hafa.
En hvað á greið konana að gera:
a) Vera áfram hjá gamla kallinum, hún veit amk hvar hún hefur hann og hann er ekki alslæmur
b)Sparka karlinum, fara út í óvissuna og prófa eitthvað nýtt með von um betra líf
Æ ég veit ekkert hvað ég á að kjósa á morgun, verður í rauninni bara spurning um hvað skársti kosturinn, .er enginn flokkur sem höfðar fullkomnlega til mín.
Ætli að það verði ekki bara X-Bryndís