miðvikudagur, september 27, 2006

Aftur flutt inn til Rannveigar...

Það kom á daginn að sá sem fékk aðstöðuna mína uppí Öskju er þar aðeins á kvöldin og um helgar (og ég sem er örsjaldan upp í Öskju lengur en til 5)..Þóra var nú ekki sátt við þetta og eftir smá tiltal við húsnefndinna var mér óformlega sagt að ég gæti flutt aftur inn.. Kunni nú ekki við að gera það fyrr en að ég hitti huldumanninn sem er í plássinu mínu...það gerðist í gær og við ákváðum að það væri nóg pláss í heiminum fyrir okkur bæði ..þannig að nú deili ég plássinu mínu með erfðafræðirannsóknargaur sem sést aðeins um kvöldin og um helgar..

Er mjög sátt... versta að ég var búin að koma mér svo vel fyrir á plöntuvistfræðilabbanum og nú þarf ég að flytja aftur...Ég kvarta samt ekki...

þriðjudagur, september 26, 2006

Basillus Golfus

Jæja haldiði að honum Hauki hafi ekki loksins tekist að smita mig af golfbakteríunni...er búin að þrást við í 2 ár... lét loks undan á laugardaginn og tók þátt í golfmóti SPRON á Flúðum í 15 stiga hita og sól....Komst að því mér til mikilla undrunnar að golf er bara helv. skemmtilegt. Framistaðan mín var eins og við mátti búast en ég var nú bara sátt við að hitta boltann í 95% tilvika og að slá beint (þrátt fyrir að boltinn lullaði bara 50m í hvert skipti)...Ég stóð mig í samræmi við væntingar og lenti í neðsta sæti..jæja þetta getur þá amk ekki versnað... Nú þarf ég bara að vera dugleg í vetur uppí Básum og æfa sveifluna...

...það sem að maður lætur plata sig útí

Seinasta sumar..

eyddi ég 26 dögum á Skeiðarársandi og 30 í útlöndum....kannski er því ekki skrítið að mér finnist ég hafa verið að vanrækja vini mína (reyndar voru sumir þeirra með mér í tvær vikur í útlöndum...og aðrir í útlöndum sjálfir)....fékk einmitt símtal frá Herdísi á fimmtudaginn sem byrjaði svona....ertu nokkuð í útlöndum ???....Það mætti halda að ég væri alltaf í útlöndum.... hmm..hmmm... Er nú BARA búin að fara út tvisvar í sumar..lenti einmitt í gallup könnun um daginn þar sem ein af spurningunum var: Hyggstu fljúga erlendis á næstu 12 mánuðum og ef svo er hvert?.....humm.. já ... Stokkhólm (að heimsækja systu 25-30 okt..); London (á árshátíð Spron í lok apríl..það er munur að vera í bankageiranum ); Egyptalands (í kindaköfunarferð, 15 ágúst); Tromsö (hugsanlega í heimsókn til Ester); Flórída (Hugsanlega í heimsókn til Erlu og Mike) og kannski eitthvað fleirra...það er nú eins gott að ég verði dugleg að vökva peningatréið í garðinum og tala við það ...

mánudagur, september 18, 2006

Jennýar og Hlynssonur
Jibbý þann 8 september kom í heiminn fallegur drengur...til hamingju

Komin aftur í kuldann

Jæja þá eru tvær yndislegar vikur búnar á Mallorca..þetta bar helst

Köfun
Fórum í tvær kafanir um undirdjúp Mallorca, köfuðum inn og útúr hellum, sáum fullt af fiskum og skemmtum okkur vel..

Buffó..
og aðrir skemmtikraftar á hótelinu héldu uppi fjöri milli kl 20:00 og 23:00 öll kvöld... Framistaðan var all glæsileg og hefðu ég og Haukur sæmt okkur vel uppá sviði í dans og söngvaatriðum hótelsins..Jæja þetta hafði amk mikið skemmtanagildi (kannski ekki alveg af réttu ástæðunum þó)

Barstræti á Playa de Palma..
Sem var fullt af fullu fólki 40 ára og plús...ansi sérstakt..við Haukur vorum fljót að forða okkur ..

Út að borða með 27 manns þar af 6 gríslingum
Ekki rólegur kvöldverður þar..

101 í uppeldi barna
Var ansi gaman að fylgjast með foreldrunum í hópnum reyna að hafa hemil á börnum sínum (með misjöfnum árangri) og fylgjast með hvernig ömmum og öfum var vafið um fingur sér....

Verslunaræði...
Aldrei þessu vant ekki í mér..keypti bara 2 peysur, tvenna sumarskó og smá glingur....

Fjallavegir
Skíthrædd í bíl með tengdaforeldrunum að keyra um mjóa fjallavegi..mjög fallegt samt ..

Froðudiskótek
Hafði aldrei prófað það, ansi skemmtileg upplifun, hélt á tímabili að ég myndi drukkna í froðu...Mæli ekki með að fara í tásandölum, týndi öðrum skónum, fann hann ekki aftur en fann skó í stærð 45 ..labbaði heim á tveimur hægri skóm í stærð 39 og 45... (p.s. fór svo á skemmtistaðinn kvöldið eftir og fékkk skóinn minn...var þá djammandi í 3 skóm...)

Svalapartý
Nágrönnum okkar til mikillar ánægju (var samt bara einu sinni í herberginu okkar Hauks)...mestu lætin voru þó ekki í pravda og tungl kynslóðunnum heldur í Grund (þ.e 40+ liðinu).. og við (unga liðið) sem höfðum geðveikt samviskubit eftir öll lætin sem við vorum með fyrsta kvöldið...