þriðjudagur, desember 27, 2005

Gleðilega Hátíð :):):)

miðvikudagur, desember 21, 2005

Það er gott að búa á Íslandi
1. Hér er ekki stríð
2. Hér má ég eignast eins mörg börn og ég vil, þegar ég vil...Þarf ekki leyfi frá stjórnvöldum, á ekki á hættu að vera send í fóstureyðingu (jafnvel á 8 mánuði) ef að ég hef ekki leyfi..er ekki neidd til að ganga með lykkju...er ekki neidd í vönun eftir fyrsta barn...
3. Hér hef ég ókeypis (eða nánast það) að góðri heilbrigðisþjónustu og get verið viss um að mér verði hjúkrað ef ég verð veik, sama þótt ég hafi ekki tryggingar eða er ekki rík...
4. Hér get ég fengið nánast ókeypis menntun, jafnvel þó að ég fengi ekki topp einkunnir......foreldrar mínir þurfa ekki að byrja að safna um leið og eggið ég losnaði úr eggjastokkunum
5. Héðan hef ég frelsi til að ferðast þanngað sem ég vil (þ.e. að segja ef að það land vill hleypa mér inn)
6. Hér get ég gifst þeim sem ég vil, þegar ég vil og skilið líka (ekki það að ég stefni á það)
7. Hér get ég sem kona verið út á vinnumarkaðnum og menntað mig...samhliða því að eignast börn...engin gagnrýnir mig fyrir það
8. Hér hef ég alltaf nóg að borða...þarf aldrei að líða skort
9. Hér er ég frjáls og get sagt það sem ég vil (svona innan skynsamlegra marka), þó að jón jónsson gæti kært mig fyrir opinber ummæli, á ég ekki á hættu að vera útskúffuð, fangelsuð eða drepin fyrir gagnrýni mína eða orð..
10. Hér get ég komist útí guðsgræna náttúru á skotstundu
11. Hér get ég drukkið, gott ókeypis vatn...
12. Hér er alltaf heitt í húsum (svo framarlega sem ekkert bilar og maður borgar reikningana)
13. Hér er gott að búa

Já það er gott að búa á Íslandi.

föstudagur, desember 16, 2005

Jólaundirbúningur....

Gengur bara vel..er búin að kaupa allar gjafirnar..pakka meirihlutanum inn... skrifa hluta af jólakortunum (sem ég n.b. geri nær aldrei fyrr en milli jóla og nýjárs)..á bara svona 6 eftir :):). Það er búið að skreyta íbúðina, jólatré verður keypt um helgina...Nú er bara eftir að gera jólahreingerninguna (þrífa ofn, skrúbba flísar og vaska o.s.f.v....) og koma sér í jólaskap (er gjörsamlega týnt...kenni hlýindunum seinustu daga um..ég vil snjó!!!!!!)..Lagast vonandi á morgun þar sem að dagurinn fer í jólakökubakstur með kindunum og svo laufabrauð uppí Mosó.

mánudagur, desember 12, 2005

Og gamli hundurinn lærði að setjast....

Var með hjartað í buxunum þegar að ég tók útúr þvottavélinni í gær...en viti menn það er alltílagi að setja bleikt, gult, grænt og ljósblátt saman í þvottavél..JIBBÝ

fimmtudagur, desember 08, 2005

Lífsmóttóin mín

1. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir koma fram við þig (fermingarsetningin mín ;)
2. Brosaðu framan í heiminn og heimurinn brosir við þér (Pollýönnusyndromið)
3. Það er betra að hafa gert eitthvað og séð eftir því en að gera ekki neitt...

föstudagur, desember 02, 2005

Jibbý

Þetta er fagnaðarefni...ég nenni samt ekki að bíða í eitt og hálft ár...

Röng Hilla

Stundum held ég að ég sé á rangri hillu í lífinu..sérstaklega þegar ég gleymi mér svo klukkustundum skiptir í að plana ferðalög fyrir mig og aðra..... Veit bara ekkert skemmtilegra (kannski samt smá ýkjur) en að finna skemmtilega áfangastaði, ódýra gistingu og ódýr flugfargjöld... Spurning um að gefa bara þetta plöntudót upp á bátinn og stofna sína eigin ferðaskrifstofu/ráðgjöf..vill einhver vera memm ??
Nú eða að gerast sérlegur náttúrufræðari hjá einhverri ferðaskrifsofu sem fer til framandi landa...það gæti líka verið mjög gaman..

Spurning ???

Ritgerðasmíð og próf...
Sit hér og er að reyna að leggja lokahönd á 6 eininga ritgerð um Kennilega faraldsfræði og notkun hennar til að spá fyrir um dreifingu lífvera. Hún er alveg að vera búin, stefni að því að klára fyrir 5.des..okey a.m.k. að senda leiðbeinendum mínum þetta annað uppkast og fá comment..annars held ég að hún sé bara orðin ansi fín. Er stolt að sjálfri mér að hafa tekist að skrifa 20 bls. ritgerð á ensku :):) Góð æfing fyrir mastersritgerðina.
Sit heima og læri, þorði ekki að vera upp í skóla þar sem að ég er með verklegt próf í Grasafræði A á morgun og er hrædd við að mæta örvæntingafullum nemendum á göngum Öskju sem ráðast á mig með spurningum um prófið er hrædd um að missa eitthvað útúr mér..sérstaklega þar sem að ég á erfitt með að vera með pókerfeis ( er t.d. alveg afleiddur lygari). Nei annars var ég nú líka voða þreytt í morgun og þetta auðveldaði mér að réttlæta það að verða eftir heima og sofa til 10 ;);) Enda þarf ég að vakna kl. 8 í fyrramálið (á laugardegi)