föstudagur, maí 20, 2005

Brosað í 10 hringi :):)

Sit hér eins og auli ein inná skrifstofu og brosa í 10 hringi .... enda ekki skrítið ..var að komast að því áðan að ég fékk styrk úr Rannsóknarnámssjóði fyrir verkefnið mitt... :);I ég verð a.m.k. ekki fátækur námsmaður næsta árið :):):)

fimmtudagur, maí 19, 2005

Gleði, gleði :)
Spennan var mikil er ég gekk inní búningsherbergið í gær, vippaði mér úr peysunni og læsti ásamt töskunni inní skáp, gekk svo í átt að hini einu sönnu baðvog... Skildi takmarkinu vera náð...eða yrði næst skref að skella sér útí apótek og kaupa laxerandi og svo í bónus að kaupa appelsínudjús (þ.e. Hollywoodkúr fátæka námsmannsins)...dadararammm.. andrúmsloftið var spennuþrungið er löppunum var lyft uppá hina alræmdu vog....0,00 stóð fyrst og fór svo hækkandi og hækkandi ...en stöðvaðist svo ákúrat á réttum stað... Fagnaðarlæti brutust út inní kollinum á mér, og fiðrildin í maganum dönsuðu hringi... Takmarkinu var náð ( jæja þyngdin var sú sama í seinustu viku en ég verð að vera stöðug í a.m.k. viku til að það teljist með).... Var að spá í hvort að ég ætti að ná aftur í peysuna og töskuna og labba út í sjoppu að fagna...en ákvað að skella mér á orbitrekið í staðin..Það er alltaf gaman þegar hlutirnir ganga upp hjá manni...sérstaklega þegar að útlitið var orðið svart...búin að æfa í næstum þrjá mánuði og 1 kíló farið...var að gefast upp, hélt að takmarkinu myndi ekki vera náð...en svo varð frú fitufruma alltíeinu leið á því að búa hjá mér og fröken vövafruma hætti útþenslu og volá ..og 4 kíló fuku á innan við mánuði .. Með sama áframhaldi verð ég horfin eftir eitt ár, við skulum vona að það gerist ekki (jæja kannski aðeins meira er nú svoldið frá því að vera 52 kíló....og held nú að ég verði orðin ansi beinaber ef að ég næði því einhverntíman, stefni ekki á það ..en ef ég myndi tína 5 kílóum í viðbót yrði þeirra lítið saknað ;)

Gerði svo tilraun á sjálfri mér í gær...árt pítsu með OSTI ..er nenfinlega búin að vera á mjólkurlausu fæði í 2 vikur...maginn er búin að skána pínu..en ekki nóg samt ...þannig að ég ákvað að prófa að byrja að borða mjólkurvörur aftur... Pítsan var góð...en það var ekki eins gaman hálftíma seinna þegar að maginn fór að fara heljarstökk og flykkflakk af kæti ..ái...kenni ostinum um...

Nú eru aðeins 8 dagar í köben og 10 dagar í tyrkey, turkey , turkey Jibbý

þriðjudagur, maí 17, 2005

Hver kveikti ljósin ?
Vaknaði klukkan 5 í morgun og spurði þessara spurningar, enda alltíeinu orðið bjart...alveg greinilegt að ég þarf að fara að fjárfesta í dökkum gluggatjöldum ...rúllugardínurnar virka nú fínt, fyrir utan það að það er smá bil útí endunum sem blessuð sólin kemst í gegnum :(...

Annars var þetta nú bara fínasta helgi, henni var eitt með góðu fólki og síðan tókst okkur skötuhjúunum að klára ýmsa sniðuga hluti eins og að þrífa glugga og ofn og setja filmu útí forstofuglugga. Þannig að fólkið sem keyrir framhjá sér ekki lengur inn :):)

Það eru bara 10 dagar í útlönd oh hvað ég hlakka til :):):) Þá verður sko bætt fyrir verslunar og áfengisþurrð seinustu mánaða og legið í bleyti og eyðslu allan tíman..svo spurning hvort að maður fari að kafa og skoða sögufrægar rústir

fimmtudagur, maí 12, 2005

kalkbætt Sojamjólk er ógeðsleg...held að ég verði að fara að fjárfesta í kalktöflum, þannig að frú beinþynning fari ekki að kræla á sér ..nú og kalkbættum trópí.
er með æluna uppí kok..er samt í lagi að nota hana við matreiðslu...en oj.oj.jo

Með batnandi heilsu ákvað ég að bæta útlitið á síðunni. Fannst það orðið ansi leiðigjarnt :):) Versta við það að allir tenglarnir mínir duttu út. Þannig að ef ég er að glyma einhverjum endinlega látið mig vita....

Mín er að ná sér uppúr sleninu sem betur fer, vonandi verð ég eins og ný á morgun..er búin að gleyma því hvað það er ógislegt að vera veikur og með hita, beinverkir og vanliðan ..ojoj.. jæja það er þó góða við þetta að þetta gerist aðeins fyrir mig á um 5 ára fresti.. þess á milli verð ég bara svona slöpp og orkulítil í eina til tvær vikur í senn en fæ aldrei hita..sjö níu þrettán...

Við Haukur stigum stórt skref í gær og byrjuðum að eyða í sparnað :):):)..ekki samt í konuna með hattinn, heldur var sparnaðaráætlun Bíbar sett í gang, sem miðar út frá því að eiga nægan pening í 1.okt 2007 til að geta farið í 6 mánaða heimsreisu... Jibbý.. nú eru rúmlega 2 ár til stefnu og því ætti þetta ekki að vera neitt mál...Ákváðum samt að byrja á því núna um hver mánaðarmót að leggja allt það sem við ákváðum að ætti að fara í sparnað inná bók og fara svo yfir það sem að við megum eyða í mánuðinum... held að það sé sniðugri leið en að ákveða að spara það sem eftir er af laununum í mánaðarlok...því það er aldrei neitt eftir, sama hversu mikið var í upphafi...veskið étur bara allt sem í það er sett...
Svo heimsreisa 2007 here I come...

þriðjudagur, maí 10, 2005

Slen og slen

Jæja haldiði ekki að mín hafi náð sér í eitthvað bévítans kvef með hálsbólgu og öllu tilheyrandi. Fór í rassahristingartíma í gær..kennarinn er í prófafríi og einhver önnur að kenna ..var okey..nema hvað að hún var ekki alveg með á hreinu hvað hún var að gera og tónlistinn var alltof hávær...Kom heim úr leikfimi í gær og nefið á mér hefur ekki hætt að gráta síðan þá....og hálsinn ákvað að ganga í lið með nefinu og bólgna upp...Ég sem ætlaði að gera svo ógislega mikið í dag..jæja það verður víst lítið úr því..en ætli að ég reyni ekki að skrifa pínu..
Það lítur allt útfyrir að ég sleppi við Hollywoodkúrinn....er barasta farinn að halda að skjaldkritillinn minn sé orðin ofvirkur..vona ekki... en jæja það lítur allt út fyrir það að ég nái takmarki mínu..aðeins 0,3 kg eftir og 17 dagar til stefnu.. :):) Sko það borgar sig að hætta að borða mjólkurvörur...maginn lagast bæði að innan og að utan..GÆS er greinilega að borga sig.. Æ þið verðir bara að afsaka þetta þyngdar röfl í mér alltaf en það er bara svo gaman þegar allt gegnur vel og leiðinlegt þegar að ekkert gerist.. og svo er lífið nú ansi fábreytt þessa dagana... ég er þó a.m.k. að blogga...þokkalega mikið B&B í gangi hér ;)

Snít, snít, hóst hóst
KVeðja
Þessi bleika og rauðeygða

mánudagur, maí 09, 2005

Aðeins 18 dagar í útlönd :):)

Ég hlakka svo til :):)..Köben: Öl, H&M, Tivólí, barir, klúbbar, Tyrkland: Sól, köfun, sjór, slappafelsi, kokteilar, bjór, sól , dans... Ummm hlakka til...

Annars virðist allt vera að ganga að óskum,ritgerðasmíðin gengur bara ágætilega þannig að stresskastið er búið í bili...
Er búin að vera án laktósa í viku...er ekki frá því að mallinn sé aðeins skárri.., bara ein vika eftir :):) komst að mér til mikillar gleði að allt snakk inniheldur ekki mjólk
Rassahristingarnar hafa gengið vel...verður gaman að sjá í kvöld hvort að bregða verði á Hollywood kúrinn eða hvort að heilsusamlegt líferni sé að duga...
Komst að því um helgina að ég er ekki tilbúin í barnapakkan... ekki alveg að meika það að vakna fyrir kl 6 á morgnanna um helgar... ekki svo sem að ég hafi ekki vitað það fyrir en ... þetta kemur bara seinna...svona eftir þrítugt.....

þriðjudagur, maí 03, 2005

ER laktósi af hinu illa?

Það er spurning sem ég fæ vonandi svar við á næstu tveimur vikum, en samkvæmt læknisráði má ekkert sem inniheldur laktósa fara inn fyrir mínar varir næstu tvær vikurnar.. Spurning er síðan sú hvort að maginn á mér lagist fyrir vikið... Vonandi..
Versta er að það er bara laktósi í svo miklum mat... Mjólk og öllum mjólkurafurðum m.a. smjöri, næstum öllum unnum kjötvörum, pakka sósum, súpum og réttum, snakki (já ..mér fannst það líka skrítið) o.fl. og fl. Þannig að ég verð á mjög furðulegu fæði næstu tvær vikurnar, keypti reyndar rifin veggie ost sem er laktósalaus og því get ég eldað mér pítsu :):)
Góðu hliðarnar á þessu, fyrir utan það að ég lagast kannski í mallakútnum, að þar sem að ég þarf að forðast allar mjólkurvörur verður mataræði mitt næstu tvær vikurnar ansi heilsusamlegt og það mun vonandi hjálpa mér að komast nær rassahristingartakmarkinu mínu áður en að haldið er til Köben eftir 24 daga....:):) Ekki er allt svo með öllu illt að ekki finnist eitthvað gott :)

mánudagur, maí 02, 2005

Panik.is

Var að komast að því mér til mikillar skelfingar að ég er að fara út eftir aðeins 25 daga... Ekki það að mig langi ekki að fara út ..þetta verður æðisleg ferð.. bara mér hryllir við öllu því sem ég á eftir að gera áður en að ég fer út..OMG.. það er greinilegt að helgar og kvöld verða undirlögð lærdómnum næstu fjórar vikurnar... á eftir að fara í eitt felt, hugsa um plönturnar mínar og flytja þær uppí Mosó, skipuleggja tvö felt, koma upp fræbankatilraun, klára ritgerð (sem felur í sér að fara í gegnum ROSALEGAN bunka af fræðigreinum) og margt fleira...er í smá panikkasti þessa stundina.. úff en nú þýðir ekkert annað en að dratta höndunum fram úr ermunum og fara að vinna skipulega og markvisst...

Það er þó eitt sem gleður...fallega blómið mitt, frk. friðarlilja (það eina sem ég á í húsinu mínu) er að fara að blómstra og það tveimur blómum ..jibbý..