föstudagur, desember 31, 2004

Jæja nú er árið senn á enda ......
Er búin að sitja hálfgrátandi yfir fréttaannáli stöðvar 2 .... Búin að komast að því hvað maður er heppinn að búa þar sem að stríð ríkir ekki og lítið er um náttúruhamfarir............


Vildi bara óska ykkur gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir það gamla
Koss og knús ....


p.s. ætlaði að skrifa áramótarkort (ég næ aldrei að skrifa jólakort) og senda ykkur sem eru búin að senda mér knús og kossa í sms knús og kossa til baka en ákvað í staðin að hringja í 9072020... Þannig að ég sendi ykkur bara knús og kossa frítt á netinu...

sunnudagur, desember 19, 2004

Jæja loksins komin aftur með commentkerfi....
Komst að því að kommentkerfið mitt var dáið en nú er ég búin að setja nýtt inn ..jibbý... Annars er ég búin að vera mjög slappur bloggari upp á síðkastið... en svona er þetta...

Var á ansi skondinni samkomu á föstudaginn...jólahlaðborð líffræðistofnunar...
Fólk var orðið vel hífað undir lokið og þá komst ýmislegt áhugavert uppúr þeim... sumt ekki alveg viðeigandi en samt bara fyndið... ég drakk léttvín...en passaði mig vel og komst í gengum kvöldið án þess að gleyma einni mínútu... og skemmti mér mjög vel...En ég veit ekki hvort að það vera léttvínið eða bara kvöldið ..en í minningunni eru allt og allir svo skondnir og súrir...Ég skemmti mér allavega mjög vel...
Fékk mjög fyndna pikkupplínu...sem var ennþá fyndnara þar sem að ég fattaði ekki að þetta væri pikkupplína fyrr en löngu síðar..en hún var á þessa leið..."Hvað heitir fallegasta kona í heimi ??".....Var ekki alveg að fatta að þetta svaraði ÞórGunnur......þar sem að því nafni var hvíslað að mér...fékk svo að vita seinna um kvöldið að vinur minn hafði sagt þessum náunga að ég heiti Þórgunnur....veit ekki afhverju..en þetta var a.m.k. mjög skondið og það er orðið ansi slæmt þegar maður er orðin svona harðgiftur að maður fattar ekki pikkuplínurnar.. Verð að segja að þessi setning komist upp í topptíu hjá mér.... Reyndar held ég að ekkert slái við " Bíddu er hún á föstu...Áfhverju er hún þá klædd svona ??? og svo...Er það vatnið era ertu svona falleg ??? (auðvita var svarað ..ég er svona falleg..)...Kvöldið var svo enþá skondnara þegar ég fór af Ölstofunni yfir á Vegamót að hitta Ólöfu...það var ansi skondið...veit ekki afhverju ..er farin að halda að ég hafi verið með vott af nitrogen narcosis þetta kvöld... það var bara allt svo skondið...en ég drakk bara léttvín og bjór....
Jæja þetta var a.m.k. snilldar kvöld og mjög súrt og Skondið (ef að það hefur farið á milli mála)...

Lærði mjög góða lexíu þetta kvöld......Ég get drukkið léttvín án þess að gleyma öllu.... þarf reyndar að vera mjög meðvituð um magnið......