Jibbý Kóla
Það verður gaman eftir 10 daga :):) Þá verð ég í sykursjokki...mumm coke light, nachos m. tacos/rjómaostsídýfu, maaruud paprikusnakk (það er reyndar ekki mikil sykur í snakki...en...)...here I come.
Blaðrað útí eitt
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Auglýsining frá einu af apótekunum í fréttablaðinu í gær..
Áttu eitthvað gott til að koma mér af stað ?
Og fyrir neðan voru myndir af
Sorbitól: Þarftu að koma einhverju frá þér ? - öflug hreinsun
Loreal perfect slim plástrar og gel: 6 öflugri en samanburðavaran í ranns´´oknum og mjög öflugir gegn fitusöfnun.
Hydroxycut: Eykur fitubrennslu og minnkar matarlyst.
Allir út í apótek ;)
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Gullmolar
Að sitja í bát á Amazonas, horfa á bleiku höfrungana, drekka chapiroska og fá sér sundsprett innan um píranafiskana
Heilsa uppá alla fallegu fiskana, skjaldbökurnar og rifhákarlana á The great Barrier reef
Dansa með Olodeum trummbuslögurum um götur Salvador
Fá sér ekta margarítu og tequilastaup á resturant í Tijuana í Mexikó fyrir hádegi á mánudegi
Fiskiskál á Marmaris
Standa á lestastöð einhverstaðar í Evrópu og hugsa hvert á ég að fara næst
Sitja við gosbrunninn á Plaza de catalunia (ekki rétt skrifað) efst á römblunni í Barcelona og gæða sér á Baguette, Le vache qui rie, og kók í dós sem maður keypti í el corte de ingles og gefa svo dúfunum afganginn.
Liggja á fallegri póstkortsströnd í Tælandi, bara þú og samferðarmenn þinir.
Stórbrotin náttúra Svalbarða með ísbirni í forgrunni
Í staðin sit ég inná lítilli skrifstofu í Öskju og les experimental design and data analysis for biologists, hún er reyndar ótrúlega skemmtileg :):)
En ekkert, ekki einu sinni þú getur tekið þessa gullmola frá mér..
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Ættarmót
Í tilefni 70 ára afmælis tengdaömmu minnar í byrjun september hafa niðjar hennar ákveðið að halda ættarmót á MALLORCA. Hef ekki komið þanngað síðan að ég var 8 ára, þannig að það ætti að vera gaman. Leyst nú ekki alltof vel á þetta í fyrstu þar sem að benidormfílingurinn heillar mig ekki beint, komst svo að því að það er fullt hægt að gera þarna, hellakafanir, 3 vatnsrennibrautagarðar, kajakferðir, fjallaferðir ofl. ofl. Jibbý minns að fara að kafa á Mallorca í sumar :)
föstudagur, janúar 13, 2006
Er fólkið á efri hæðinni heyrnalaust ?
Maður bara spyr...ég gat allavega fylgst með nágrönnum hjá þeim í hádeginu, heyrði reyndar ekki orðaskil en gat greint hverjir voru að tala.....Skilaboð til ykkar...Fáið ykkur heyrnatæki...
Extreme
Haldið að mín hafi ekki skellt sér í extreme námskeið í Worldclass. Verð að segja að ég var nú svoldið smeik fyrirfram, hélt að þetta yrðu bara eintómir hraustir karlmenn. En nei þetta gekk bara vel og ég held að ég hafi verið ein af fáum sem svindluðu ekki þ.e. gerði allan þann fjölda æfinga sem átti að gera. Það er gott að sjá að reglulegar ferðir í Worldclass seinustu 3 mánuðina hafa skilað einhverju. Síðan er nú minni en helmingur af þáttakendum hraustir karlmenn, um 1/3 eru mishraustir kvennmenn og restin bjórmiklir menn. Þetta lofar a.m.k. góðu, byggist mikið uppá stöðvaþjálfun, hentar mér vel..engin dansspor fyrir mína tvo vinstrifætur. Versta er að það verður ekkert djamm hjá mér næstu tvo mánuðina á föstudagskvöldum...það eru nefninlega tímar í þessu kl 8.30 á laugardögum. Eina sem ég var svekt með að ég átti fullt eftir er að tímin var búin þ.e. ég stóð enþá í lappirnar, verð greinilega að pína mig meira næst.
Með þessu 3 í viku, brennslukickboxi 2 í viku og bodyshape á föstudögum hlýt ég að ná markmiðum mínum.....Hef til 9.mars, við Hilda ákvaðum að velja þennan dag því að þá kemur manneskja sem við söknum mikið heim, eftir 6 mánaða útlegð í Asíu.... GÆS, GÆS, GÆS
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Ákvarðanir
Áttaði mig á því í gær að eftir rúmlega eitt ár mun núverandi áfanga ljúka. Sem er svosem gott EN það þýðir að ég þarf að ákveða hvað skal gera næst. Hvenær á ég að byrja í doktorsnámi, hvert á ég að fara , hvað á ég að læra.... ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir.....Kannski að ég setji bara allt á pásu og leggist í víking. Jæja eitt er víst áður en að ég fer að læra meira ætla ég að ferðast, mikið og á fjarlægar slóðir. Ákvarðanir hræða mig, sérstaklega þegar ég hugsa til baka, hvað ef að ég hefði farið í MR en MH, hvað ef að ég hefði ekki farið með Svanborgu á ballið í Hveragerði, hvað ef ég hefði farið í jarðfræðina í stað líffræðinnar......Hvar væri ég þá í dag ?
mánudagur, janúar 09, 2006
Berlín
Jibbý ég er að fara til Berlín í sumar og vonandi með smá heppni (okey hún þarf að vera mjög mikil) þá er ég að fara á eitt stykki fótboltaleik... Versta er að það ætla margir að vera í Berlín á þessum tíma, m.a. til að fara á þennan fótboltaleik (æ er einhver úrslitaleikur í einhverju fifa móti..held það heiti bold cup..eða eitthvað svoleiðis;)).
Sæng.is
Ummm við Haukur fórum í gær og keyptum okkur nýja sæng og kodda (síðbúin jólagjöf)...Það var verst að fá ekki að sofa út í morgun..Sængin en fluffí og góð..
mummm mig langar uppí rúm
föstudagur, janúar 06, 2006
Herra veðurguð
Nenniru að vera svo góður að gera upp hug þinn. Hvað er málið með í morgun það getur ekki verið svo erfitt að velja á milli snjós og rigningar. Ég er orðin svoldið leið á þessum skiptum, eina klukkustundina er þessi fallegi jólasnjór en þá næstu er komin rigning, og svo slabb. Væriru ekki bara til í að sleppa rigningunni og slabbinu og hafa bara snjó (samt ekki of mikinn, vill ekki vera veðurtept einhverstaðar). Síðan þætti mér frábært ef að þú myndir róa þig aðeins niður, það er búið að vera nógu hvasst í nógu langan tíma, er orðin þreytt á öllu ýlfrinu í gluggunum.
Með fyrir fram þökk
Bryndís M
mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðilegt nýtt ár :):)
Áramótaheit
Jæja eins og mjög margir finnst mér tilvalið að nota áramótin til að gera breytingar í lífinu og reyna að setja mér markmið. Reyndar tók ég þá meðvituðu ákvörðum að byrja ekki á neinu fyrr en 3 janúar....þá getur maður verið viss um að vera laus við þynnkuna frá því á gamlárskvöld/nýjársmorgun ;)...Jæja núna eru tveir dagar liðnir og ég er ekki búin að borða neitt nammi, drekka neitt gos né láta inn fyrir mínar varir neinar vörur sem innihalda laktósa :)..og aðeins 26 dagar eftir...ákvað að það væru ekki raunhæf markmið að hætta þessu öllu alveg, heldur er fínt að fara í afvötnun eftir hátíðarnar og byrja svo aftur á hóflegri neyslu....Það góða við þetta er að það styður næsta nýjarsheitið mitt að vera dugleg að eyða peningum ekki í vitleysu..frekar spara og gera það sem mér finnst skemmtilegt að gera eins og að ferðast, fara til útlanda, ferðast, ferðast og svo má ekki gleyma að ferðast......:):)
Jæja þar hafið þið það ......