Ættarmót
Í tilefni 70 ára afmælis tengdaömmu minnar í byrjun september hafa niðjar hennar ákveðið að halda ættarmót á MALLORCA. Hef ekki komið þanngað síðan að ég var 8 ára, þannig að það ætti að vera gaman. Leyst nú ekki alltof vel á þetta í fyrstu þar sem að benidormfílingurinn heillar mig ekki beint, komst svo að því að það er fullt hægt að gera þarna, hellakafanir, 3 vatnsrennibrautagarðar, kajakferðir, fjallaferðir ofl. ofl. Jibbý minns að fara að kafa á Mallorca í sumar :)