fimmtudagur, janúar 19, 2006

Gullmolar
Að sitja í bát á Amazonas, horfa á bleiku höfrungana, drekka chapiroska og fá sér sundsprett innan um píranafiskana
Heilsa uppá alla fallegu fiskana, skjaldbökurnar og rifhákarlana á The great Barrier reef
Dansa með Olodeum trummbuslögurum um götur Salvador
Fá sér ekta margarítu og tequilastaup á resturant í Tijuana í Mexikó fyrir hádegi á mánudegi
Fiskiskál á Marmaris
Standa á lestastöð einhverstaðar í Evrópu og hugsa hvert á ég að fara næst
Sitja við gosbrunninn á Plaza de catalunia (ekki rétt skrifað) efst á römblunni í Barcelona og gæða sér á Baguette, Le vache qui rie, og kók í dós sem maður keypti í el corte de ingles og gefa svo dúfunum afganginn.
Liggja á fallegri póstkortsströnd í Tælandi, bara þú og samferðarmenn þinir.
Stórbrotin náttúra Svalbarða með ísbirni í forgrunni

Í staðin sit ég inná lítilli skrifstofu í Öskju og les experimental design and data analysis for biologists, hún er reyndar ótrúlega skemmtileg :):)

En ekkert, ekki einu sinni þú getur tekið þessa gullmola frá mér..