föstudagur, janúar 13, 2006

Extreme
Haldið að mín hafi ekki skellt sér í extreme námskeið í Worldclass. Verð að segja að ég var nú svoldið smeik fyrirfram, hélt að þetta yrðu bara eintómir hraustir karlmenn. En nei þetta gekk bara vel og ég held að ég hafi verið ein af fáum sem svindluðu ekki þ.e. gerði allan þann fjölda æfinga sem átti að gera. Það er gott að sjá að reglulegar ferðir í Worldclass seinustu 3 mánuðina hafa skilað einhverju. Síðan er nú minni en helmingur af þáttakendum hraustir karlmenn, um 1/3 eru mishraustir kvennmenn og restin bjórmiklir menn. Þetta lofar a.m.k. góðu, byggist mikið uppá stöðvaþjálfun, hentar mér vel..engin dansspor fyrir mína tvo vinstrifætur. Versta er að það verður ekkert djamm hjá mér næstu tvo mánuðina á föstudagskvöldum...það eru nefninlega tímar í þessu kl 8.30 á laugardögum. Eina sem ég var svekt með að ég átti fullt eftir er að tímin var búin þ.e. ég stóð enþá í lappirnar, verð greinilega að pína mig meira næst.

Með þessu 3 í viku, brennslukickboxi 2 í viku og bodyshape á föstudögum hlýt ég að ná markmiðum mínum.....Hef til 9.mars, við Hilda ákvaðum að velja þennan dag því að þá kemur manneskja sem við söknum mikið heim, eftir 6 mánaða útlegð í Asíu.... GÆS, GÆS, GÆS