mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár :):)
Áramótaheit
Jæja eins og mjög margir finnst mér tilvalið að nota áramótin til að gera breytingar í lífinu og reyna að setja mér markmið. Reyndar tók ég þá meðvituðu ákvörðum að byrja ekki á neinu fyrr en 3 janúar....þá getur maður verið viss um að vera laus við þynnkuna frá því á gamlárskvöld/nýjársmorgun ;)...Jæja núna eru tveir dagar liðnir og ég er ekki búin að borða neitt nammi, drekka neitt gos né láta inn fyrir mínar varir neinar vörur sem innihalda laktósa :)..og aðeins 26 dagar eftir...ákvað að það væru ekki raunhæf markmið að hætta þessu öllu alveg, heldur er fínt að fara í afvötnun eftir hátíðarnar og byrja svo aftur á hóflegri neyslu....Það góða við þetta er að það styður næsta nýjarsheitið mitt að vera dugleg að eyða peningum ekki í vitleysu..frekar spara og gera það sem mér finnst skemmtilegt að gera eins og að ferðast, fara til útlanda, ferðast, ferðast og svo má ekki gleyma að ferðast......:):)
Jæja þar hafið þið það ......