Herra veðurguð
Nenniru að vera svo góður að gera upp hug þinn. Hvað er málið með í morgun það getur ekki verið svo erfitt að velja á milli snjós og rigningar. Ég er orðin svoldið leið á þessum skiptum, eina klukkustundina er þessi fallegi jólasnjór en þá næstu er komin rigning, og svo slabb. Væriru ekki bara til í að sleppa rigningunni og slabbinu og hafa bara snjó (samt ekki of mikinn, vill ekki vera veðurtept einhverstaðar). Síðan þætti mér frábært ef að þú myndir róa þig aðeins niður, það er búið að vera nógu hvasst í nógu langan tíma, er orðin þreytt á öllu ýlfrinu í gluggunum.
Með fyrir fram þökk
Bryndís M