fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ákvarðanir
Áttaði mig á því í gær að eftir rúmlega eitt ár mun núverandi áfanga ljúka. Sem er svosem gott EN það þýðir að ég þarf að ákveða hvað skal gera næst. Hvenær á ég að byrja í doktorsnámi, hvert á ég að fara , hvað á ég að læra.... ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir.....Kannski að ég setji bara allt á pásu og leggist í víking. Jæja eitt er víst áður en að ég fer að læra meira ætla ég að ferðast, mikið og á fjarlægar slóðir. Ákvarðanir hræða mig, sérstaklega þegar ég hugsa til baka, hvað ef að ég hefði farið í MR en MH, hvað ef að ég hefði ekki farið með Svanborgu á ballið í Hveragerði, hvað ef ég hefði farið í jarðfræðina í stað líffræðinnar......Hvar væri ég þá í dag ?