Húsgagnapössun Bryndísar og Hauks group
Jibbý nú er ég loksins komin með fallega sófa í stofuna :):) (reyndar bara í pössun hjá mér í ár) Það er lúksus að vera loksins komin með sófa sem maður skammast sín ekki fyrir, það eru engin göt á honum og maður svitnar ekki á rassinum við að sitja í honum þar sem að þetta er ekki gervileður (heldur ekki leður). Oh sófasettið er fallegt.. :):) Síðan vorum við Haukur líka svo fórnfús að taka að okkur forláta uppþvottavél í nokkurn tíma, ansi skemmtilegt það :).
Ég er ekki frá því að við ættum að fara að stofna húsbúnaðarpössun Hauks og Bryndísar erum endalaust með eitthvað dót í pössun fyrir fólk...er svosem ekki að kvarta, í millitíðinni getum við látið peningana sem hefðu farið í það að kaupa hlutinn safna vöxtum inná banka (sem NB eru alltaf að hækka, vegna hækkandi verðbólgu og stýrivaxta; húrra fyrir verðbólgunni og hagvextinum eða ekki lánin manns hækka víst líka og kaupmátturinn fer minnkandi (eða var hann hækka...))
Í augnablikinu erum við með í pössun 3 sæta sófa (meina þriggja sæta sófa hann er samt voða sætur) og tvo stóla, sjónvarp, uppþvottavél, frystikistu (sem er reyndar útí geymslu), stofuborð (sem er inní geymslu og fer mér til mikils léttir annað í pössun 20.ágúst), 6 borðstofustóla og pítsaofn. Við ættum kannski að fara að rukka leigu fyrir þetta... Er svo að fá 3 blóm í pössun í ár á laugardaginn.
Skokkklúbburinn
Skokkklúburinn stóð sig með prýði í gær, allir meðlimir voru mættir og hlupu allir 5 km. Húrra fyrir klúbbnum :):)