fimmtudagur, júlí 27, 2006

Afmæli

Fór í mat til Herdísar á þriðjudagskvöldið í tilefni af því að þýskur vinnufélagi hennar átti afmæli. Verð að hrósa Herdísi fyrir góðan og vel útlátinn mat...þó að þetta hafi nú verið óttarlegur samtíningur að hennar sögn ;) Kökurnar í eftirrétt voru líka góðar..nammi namm.

Nágranni

Fór í heimsókn ásamt Jónu til Hildu og Villa í gær í nýju íbúðina þeirra. Þetta er bara allt að smella saman (er samt svoldið drasl hjá þeim enþá ;)). Mikið talað um brúðkaupshugleiðingar enda eru þær báðar að fara að gifta sig innan árs. Gaman gaman...

Skokk
Það var frekar einmannalegt hjá skokkklúbbnum í gær þegar farinn var öfugur 5 km hringur, meira að segja Ipodinn minn yfirgaf mig á cruzial moment ...
En áfram hélt ég þó og er komin með 15,7 km í vikunni ...Sem er töluvert meira en hinir meðlimir skokkklúbbsins...