Hvert fóru Júní og Júlí ??
Var að skoða allt það sem ég ætlaði að gera ...er ekki alveg að standa við það ... Er ekki búin að fara í neina útileigu (fórum frekar í sumarbústað þar sem að veðrið var svo vont) fyrir utan Hróaskeldu... Aðeins búin að labba á eitt fjall... en er samt búin að girða af garðinn, halda grillveislu og fara á Kajak á Stokkseyri... Verð samt að segja mér til varnar að af þeim 8 vikum sem liðanar eru af sumrinu hafa 3 farið í felt (og eftir 4-5 daga felt og keyrslu til og frá Skaftafelli er maður ekki æstasta manneskja í heimi að skella sér útá land í útileigu)og 2,5 vikur í útlönd....
Það styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið og ég er ekki búin að vera alveg nógu dugleg að hlaupa (útskýringin sést hér að framan, leti má einnig kenna um). Hlaupahópur grafarvogsbúanna hefur samt staðið sig eins og hetja þessa 2 daga sem hann hefur verið starfræktur hlaupið samtals 10,6 km :) Síðan er 5 km hlaup í dag :)
Fyrir áhugasama þá er hittingur á öllum virkum dögum kl 17.30 í laufrima 18 eða Dísaborgum 2