mánudagur, júlí 31, 2006

22 milljónir króna í mánaðarlaun..

Þetta er nú bara rugl..hvað gerir fólk við allan þennan pening (borgar kannski 8 í skatt og þá eru 14 eftir)... 14 milljónir útborgað um hver mánaðarmót. Hvað gerir fólk við allan þennan pening ..Væri ekki nær að lækka laun hans niður í svona 7 milljónir á mánuði og skipta hinum 15 á milli lægst launaðasta starfsfólksins. Fyrir þennan pening væri hægt að hækka laun 500 manns um 30 þús á mánuði...og munar það um minna fyrir fólk sem berst í bökkum...

Þetta er bara rugl...er alveg viss um að forstjórinn myndi lifa jafn góðu lífi á um 5 milljónum út á mánuði og 14 milljónum...