mánudagur, júlí 24, 2006

Bloggleti..

Jæja ég skulda víst eina stóra færslu


Hróaskelda

Algjör snilld og ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða... Gott að fara í góðra vina hóp, hlusta á skemmtileg bönd og tjilla... Væri alveg til í að fara aftur, er samt svoddan lúði þegar að kemur að músík að ég þekkti nú ekki mikið af böndunum, en það skiptir svo sem ekki aðal máli.. Sissor sisters voru snilld, tool voru þéttir, Frans Ferdinand góðir sem og Sigurrós, er ábyggilega að gleyma einhverjum..
Takk allir fyrir að vera svona æðislegir...

Prague
Mæli með henni nóg að skoða, alveg rosalega falleg borg á pottþétt eftir að koma þangað aftur. Passið ykkur bara á kristalnum..hann er stórhættulegur sem og bjórinn sem kostar lítinn pening...

Berlín
Flaut og fagnaðarlæti í stuðningsmönnum þýska landsliðsins eftir sigur í leik um þriðja sætið var ógleymanlegt. Stútfullar götur af hamingjusömum þjóðverjum dansansi syngjandi og sveiflandi fána útum allt. Síðan horft á ítali vinna HM á risaskjá undir berum himni á svo kallaðri FAN MILE sem byrjaði hjá Brandenborgarhliðinu ásamt um milljón manns....eftir það var svo horft á ítali syngja og dansa um götur Berlínar.
HM í berlín var einnig snilld og ekki spillti fyrir að þar er mjög auðvelt að fá taxfree...maður er bara alltaf að græða ;)

Dresden
Mjög furðuleg lestarferð til Dresden, þar sem að tungumálasnillingurinn ég lenti í hörkusamræðum við þjóðverja (ég kann ekki mikla þýsku) og það heyrnalausa í þokkabót.
Dresden var ansi krúttlegur bær (eða það litla sem við sáum af honum), Vorum í snilldar íbúð þar :). Robbie Williamstónleikarnir voru frábærir sko alveg þess virði. Robbie knows how to entertain... og ekki var það verra að hann tók take that slagarann back for good bara fyrir Hildu ;)..Robbie er snilld...

Ísland
Kom svo heim á fimmtudegi og lág í leti yfir helgina, hjálpaði reyndar Hildu og Villa oggu pínu, aðallega að líma dagblöð á gólfið þeirra...En nú eru þeir ornir nágrannar mínir :).
Við Haukur erum búin að vera dugleg í garðinum okkar...erum næstum búin að setja upp skjólgirðingu..eigum bara smá eftir :)
Skokkklúbbur grafarvogsbúa hóf svo göngu sína í gær, meðlimir eru þrír eins og er ég, Hilda og Haukur. Allir eru velkomnir...

Skeiðarársandur

Var 5 daga á skeiðarársandi í seinustu viku að vinna í verkefninu mínu. Þetta lítur allt vel út :):) Á bara eftir að gera mikið :(:)