Þreytt.is
Þetta var erfið helgi. Föstudagskvöldið fór í alsherjar þrif á húsinu enda von á fullt af gestum á laugardaginn :) auk heimsóknar til tengdó. Laugardagurinn fór svo í þrif á mjög skítugum gluggum, það birti í íbúðinni eftir þetta, verst að núna getum við ekki lengur striplast um að vild, það sést inn :( Jæja, verð víst að hætta að ryksuga nakinn. Damn it. Fórum svo í nefningarveislu til Öggu og Dóra, drengurinn var gefið nafnið Úlfur Ægir. Er algjör dúlla, ekki laust við að maður sé farinn að fá smá eggjahljóð í vinstri litlutá..ekki seinna vænna ef að maður ætlar að vera tilbúin 2013. Eftir nefninguna var svo brunað heim og haldin sumarafmælisteiti :) Það var ansi gaman og fékk ég sérlegt skemmtiatriði frá Villa og Gunnari afmælisbarni er kampavíni var dreift um alla stofuna, meira að segja loftið fékk að drekka :) Seinustu gestirnir skriðu út kl 03.30 eftir miklar pælingar um það hvort að þau ættu að taka leigubíl heim, en þau ákváðu að ganga.
Sunnudagurinn fór svo í að baka og bjóða fullt af fjölskyldu heim í kaffi...úff púff