sunnudagur, apríl 30, 2006

Kúkú kúkú kúkú

Ef ég væri ekki...
að lesa undir tölfræðipróf væri ég útí í góða veðrinu að sóla mig....Bara 3 dagar eftir í próflestri og svo mitt seinasta próf í Háskóla Íslands :):) Síðan er bara að klára heimaverkefnið fyrir kl 24:00 sunnudaginn 7.maí og þá er ég búin með lífmælingar 2 :):) Er snilldarkúrs sem að ég mæli með... Því miður get ég ekki andað rólega alveg strax þar sem að í vikunni á eftir verður lagst í að klára birkigreinina mína sem kemst þá loksins í náttúrufræðinginn og svo líka 6 eininga ritgerðina...Jibbý það er svo gaman þegar að maður er farinn að sjá fyrir endan á hlutunum.. Er búin að ákveða að vera búin með allt þetta fyrir 18.maí og þá get ég einbeitt mér algjörlega að því að klára mastersverkefnið mitt næsta árið....
Þann 18.maí verður líka gelðidagur þar sem að þá er komin nýtt kortatímabil og mín ætlar að skunda í bæinn og kaupa sér hlaupaskó, hlaupabuxur og jafnvel hlaupajakka....og svo langþráðar gallabuxur sem passa...og kannski einhverjar flottar leikfimis/cósý buxur....Oh ég hlakka til.

Það verður síðan fróðlegt á fimmtudaginn að sjá hvort að þau markmið sem ég setti mér fyrir extremem námskeiðið hafa náðst....læt ykkur vita...

tju tju best að fara að lesa um quasi liklehood

föstudagur, apríl 28, 2006

Blogglíf
Var að skoða síðuna mína og tók eftir því að ég er búin að vera ansi dugleg að blogga uppá síðkastið....Kenni próflestri um...þarf samt að fara að verða duglegri að lesa...á það til að týnast aðeins á bleika skýinu.....Var t.d. áðan að lesa fyrstu bloggfærslurnar mínar, það var ansi skondið ...híhí

Annars erum við Hilda á fullu að æfa okkur fyrir Reykjavíkurmaraþonið erum búnar að fara 5 sinnum saman út að skokka (Hilda er þó búin að fara aðeins oftar), lengst 8,23 km og styst um 5 km...svo eru það 10 km á sunnudaginn ef einhver hefur áhuga. Síðan þarf bara að æfa sig uppí 21 km fyrir ágúst.
Þarf samt að fara að drífa mig að kaupa mér almennilega skó og svo hallærislegar hlaupabuxur, er ekki nógu töff við hliðina á Hildu sem á sko flottar græjur..

Jæja aftur að tölfræðinni

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Kýla, sparka, lemja, slá....
Sko held að fólkið sem ég er með í extreme námskeiðinu haldi að ég sé hinn argasti slagsmálahundur...eða hafi a.m.k. mikið af innbyrgði reiði...Gretti mig víst svo hræðilega og verð ansi hvöss á svipin er ég er að sparka eða kýla í boxpúða...er alltaf verið að spyrja mig um hvern ég sé nú að hugsa...humm ég er nú bara að hugsa um að slá/sparka sem fastast..... En hver veit undir gærunni gæti leynst úlfur....

mánudagur, apríl 24, 2006

Fluff, fluff
Ef ég væri ógeðslega rík þá myndi ég kaupa mér einkaflugvél (og flugmann með) sem og snekkju (og áhöfn) og ferðast um heimin, skoða allt sem mér langaði til að skoða og gera það sem ég vildi.
Ég myndi skella mér til Afríku, skoða serengeti, zansibar, malavívatn, rölta uppá Kilamajaro, upplifa menninguna, kafa í Rauðahafinu og við strendur Kenýa. Fljúga svo til Asíu, skella mér á hestbak um óbyggðir Mongolíu og heimsækja heimamenn, rölta um kínamúrinn, skella mér upp í sveitirnar og fara til Tíbet, rölta uppá Everest (eða kannski bara að grunnbúðum), skella mér yfir til Nepal (ef að stjórnmálaástandið er í lagi) eða fara aftur til austur kína, skella mér til Hong Kong, og ferðast þaðan til Víetnam, kafa, draga í mig menningu, skoða örbyrgina í Kambódíu, Tæland, ósnortið Laos, Tæland, Bangladesh, Indland skoða margt þar, fljúga svo til Malasíu, þaðan til Ástralí með stoppi á Bali og Papua new Genua, fara í road trip um ástralíu, kafa, synda með höfrungum og læra að surfa, fljúga til Nýja sjálands, skoða það allt í tætlur, fara á skíði, kajak, hellaskoðanir o.fl. fljúga svo yfir til S-Ameríku með stoppum á hinu ýmsu eyjum.....og svo framvegis og svo framvegis...
Ef ég væri rík...en í staðin verð ég víst að bíða í a.m.k. eitt ár í viðbót og þá ætti ég að geta gert eitthvað af þessu...

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Eins og belja á svelli...
Mætti hress í bodyshape uppí Spöng áðan, skildi ekki afhverju það var búið að raða pöllum um allan salinn...en það kom fljótt í ljós...einhver mistök á heimasíðu WC, það var nefninlega Pallabrennsla. Kunni samt ekki við það að ganga út svona í byrjun tímans, en þar sem að samhæfing og danshæfileikar mínir eru eins og áður hefur verið rætt um alveg sérdeilis glæsilegir, fer ég ALDREI í svona spora tíma (ok nema í þau einstöku skipti sem að stelpurnar hafa dregið mig með sér í þolfimi, salsa og pallatíma og þá hefur mér alltaf liðið eins og vaselínborinni belju á svelli). En undur og stórmerki gerast, mér fannst nú bara ansi gaman, var ekki alveg að ná öllum sporunum og gleymdi nokkrum sinnum að skipta um pall þannig að næsti maður bömpaðist á mig, datt út við og við, hoppaði uppá pallin þegar allir aðrir fóru í kringum hann, gleymdi síðan parti og parti og var næstum því búin að fljúga á hausinn nokkrum sinnum. Ég kom a.m.k. kófsveitt útúr þessum tíma, sem leið ansi hratt, og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa meika það, er ekki frá því að samhæfingin sé eitthvað að lagast með árunum. Spurning hvort að ég mæti ekki aftur næsta mánudag og reyni nú að ná þessu almennilega, maður á víst að gefa þessu þrjá tíma til að ná sporunum, læt ykkur vita eftir það hvort að unnt sé að kenna gamalli belju á skauta eða sveittum hundi að sitja.

mánudagur, apríl 10, 2006

Nýr fjöldkyldumeðlimur

Já fjölskylda Guðmundsson (Haukur á afmæli á undan mér -> titlaður sem höfuð fjölskyldunar hjá Hagstofunni) er búin að bæta við sér nýjum meðlimi. Árgerðin er 2005, notkun 4000 km og gerð Mazda 3 :) Já Nói er búin að eignast vin hana Möggu Mösdu. Nú getur virðulegi bankastarfsmaðurinn hr. Guðmundsson loksins keyrt í vinnuna á bíl er hæfir jakkafötunum. Ég er mjög sátt við ryðgaðan Nóa ..hann er búin að reynast vel..varla búin að bila þrátt fyrir háan aldur (er 9 ára), eina er að hann er farinn að líta hálf illa út greyð..
Spurning samt hvað fjölskyldan gerir þar sem að lítil þörf er fyrir tvo vélknúna farkosti....

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Svalbardi
Nú er búið að gefa út skýrsluna/rannsóknina sem að ég gerði á Svalbarða...Endinlega skoðið þetta, var ansi merkileg rannsókn sem að við gerðum :)

þriðjudagur, apríl 04, 2006

ÚTSKRIFT
Var að skrá mig í kúrsa á næstu önn og komst þá mér til mikillar skelfingar að því að ég er víst að klára....Á með réttu að útskrifast í febrúar, spurning hvort að það takist, ætla a.m.k. í seinasta lagi að útskrifast í júní. Ég tók a.m.k. þá ákvörðun að skrá mig ekki í útskrift strax, verður bara að koma í ljós.
Jæja þar sem að ég er að fara að klára þennan áfanga þarf ég víst að fara að ákveða hvað gerist næst ??? Ef einhver veit um góðan skóla sem er að rannsaka eitthvað tengt framvinduplöntuvistfræði eða restoration ecology (plantna) þá eru öll tips vel þegin. Ætli að maður skelli sér ekki út í doktorinn svona 2008 eða 2009. Vinni smá fyrst og fari síðan á flakk í hálft ár (eða ár...eða 2 ár).
Æ ég er víst að verða stór...