Blogglíf
Var að skoða síðuna mína og tók eftir því að ég er búin að vera ansi dugleg að blogga uppá síðkastið....Kenni próflestri um...þarf samt að fara að verða duglegri að lesa...á það til að týnast aðeins á bleika skýinu.....Var t.d. áðan að lesa fyrstu bloggfærslurnar mínar, það var ansi skondið ...híhí
Annars erum við Hilda á fullu að æfa okkur fyrir Reykjavíkurmaraþonið erum búnar að fara 5 sinnum saman út að skokka (Hilda er þó búin að fara aðeins oftar), lengst 8,23 km og styst um 5 km...svo eru það 10 km á sunnudaginn ef einhver hefur áhuga. Síðan þarf bara að æfa sig uppí 21 km fyrir ágúst.
Þarf samt að fara að drífa mig að kaupa mér almennilega skó og svo hallærislegar hlaupabuxur, er ekki nógu töff við hliðina á Hildu sem á sko flottar græjur..
Jæja aftur að tölfræðinni