Ef ég væri ekki...
að lesa undir tölfræðipróf væri ég útí í góða veðrinu að sóla mig....Bara 3 dagar eftir í próflestri og svo mitt seinasta próf í Háskóla Íslands :):) Síðan er bara að klára heimaverkefnið fyrir kl 24:00 sunnudaginn 7.maí og þá er ég búin með lífmælingar 2 :):) Er snilldarkúrs sem að ég mæli með... Því miður get ég ekki andað rólega alveg strax þar sem að í vikunni á eftir verður lagst í að klára birkigreinina mína sem kemst þá loksins í náttúrufræðinginn og svo líka 6 eininga ritgerðina...Jibbý það er svo gaman þegar að maður er farinn að sjá fyrir endan á hlutunum.. Er búin að ákveða að vera búin með allt þetta fyrir 18.maí og þá get ég einbeitt mér algjörlega að því að klára mastersverkefnið mitt næsta árið....
Þann 18.maí verður líka gelðidagur þar sem að þá er komin nýtt kortatímabil og mín ætlar að skunda í bæinn og kaupa sér hlaupaskó, hlaupabuxur og jafnvel hlaupajakka....og svo langþráðar gallabuxur sem passa...og kannski einhverjar flottar leikfimis/cósý buxur....Oh ég hlakka til.
Það verður síðan fróðlegt á fimmtudaginn að sjá hvort að þau markmið sem ég setti mér fyrir extremem námskeiðið hafa náðst....læt ykkur vita...
tju tju best að fara að lesa um quasi liklehood