ÚTSKRIFT
Var að skrá mig í kúrsa á næstu önn og komst þá mér til mikillar skelfingar að því að ég er víst að klára....Á með réttu að útskrifast í febrúar, spurning hvort að það takist, ætla a.m.k. í seinasta lagi að útskrifast í júní. Ég tók a.m.k. þá ákvörðun að skrá mig ekki í útskrift strax, verður bara að koma í ljós.
Jæja þar sem að ég er að fara að klára þennan áfanga þarf ég víst að fara að ákveða hvað gerist næst ??? Ef einhver veit um góðan skóla sem er að rannsaka eitthvað tengt framvinduplöntuvistfræði eða restoration ecology (plantna) þá eru öll tips vel þegin. Ætli að maður skelli sér ekki út í doktorinn svona 2008 eða 2009. Vinni smá fyrst og fari síðan á flakk í hálft ár (eða ár...eða 2 ár).
Æ ég er víst að verða stór...