Eins og belja á svelli...
Mætti hress í bodyshape uppí Spöng áðan, skildi ekki afhverju það var búið að raða pöllum um allan salinn...en það kom fljótt í ljós...einhver mistök á heimasíðu WC, það var nefninlega Pallabrennsla. Kunni samt ekki við það að ganga út svona í byrjun tímans, en þar sem að samhæfing og danshæfileikar mínir eru eins og áður hefur verið rætt um alveg sérdeilis glæsilegir, fer ég ALDREI í svona spora tíma (ok nema í þau einstöku skipti sem að stelpurnar hafa dregið mig með sér í þolfimi, salsa og pallatíma og þá hefur mér alltaf liðið eins og vaselínborinni belju á svelli). En undur og stórmerki gerast, mér fannst nú bara ansi gaman, var ekki alveg að ná öllum sporunum og gleymdi nokkrum sinnum að skipta um pall þannig að næsti maður bömpaðist á mig, datt út við og við, hoppaði uppá pallin þegar allir aðrir fóru í kringum hann, gleymdi síðan parti og parti og var næstum því búin að fljúga á hausinn nokkrum sinnum. Ég kom a.m.k. kófsveitt útúr þessum tíma, sem leið ansi hratt, og stolt af sjálfri mér fyrir að hafa meika það, er ekki frá því að samhæfingin sé eitthvað að lagast með árunum. Spurning hvort að ég mæti ekki aftur næsta mánudag og reyni nú að ná þessu almennilega, maður á víst að gefa þessu þrjá tíma til að ná sporunum, læt ykkur vita eftir það hvort að unnt sé að kenna gamalli belju á skauta eða sveittum hundi að sitja.